Spássían - 2013, Blaðsíða 21

Spássían - 2013, Blaðsíða 21
21 Fjarverunni séu einmitt í dauðateygjunum.  Eitt helsta einkenni Fjarverunnar eru slík hugrenningatengsl og vísanir fram og til baka. Ekki aðeins er fylgt eftir hugsunum aðalpersónunnar, Ármanns, þar sem einstök atvik eða hugmyndir kveikja gjarnan á eldri minningum eða hugsunum um aðra atburði, heldur tengir sögumaðurinn sífellt milli þess sem gerist í núi sögunnar og annarra atburða og persóna í fortíð, nútíð og framtíð. Dæmi um þetta er sena framarlega í bókinni þar sem Ármann gengur heim eftir næturgleðskap með stolna koníaksflösku, geisladisk og bók í plastpoka og á vegi hans verða tveir drengir sem spyrja hann: „Hvað ertu með í pokanum?“ Ármanni finnst „forvitni strákanna jafngilda spurningunni: „Hver ertu?““ og í kjölfarið rifjar hann upp að vinur hans Markús, sem leigir af honum tvö kjallaraherbergi, „hafði spurt Ármann þessarar sömu spurningar fyrir nokkrum vikum“ og bætt við spurningunni hvers vegna hann léti nágrannakonu sína Moniku vaða yfir sig (25). Fram kemur að Markús er „sá sem eftir nokkrar mínútur á eftir að freista Moniku Geirsdóttur til að brjóta rúðu“ í kjallaranum (29). En spurning Markúsar um yfirgang Moniku kveikir jafnframt á bernskuminningum hjá Ármanni og hugsanaferlið verður á endanum að nokkurs konar hraðyfirliti yfir ævi Ármanns. Á þremur blaðsíðum tengja sem sagt atburðir í nútíð sögunnar saman fortíð aðalsögupersónunnar og atburði sem eftir eiga að gerast. Að auki er góssið í pokanum leifar úr samkvæmi sem Ármann Valur vaknar upp af í fyrsta kafla Fjarverunnar en á uppruna sinn í mun eldra skáldverki Braga Ólafssonar, Gæludýrunum frá árinu 2001. Bragi heldur því áfram því sem hann hefur gert í undanförnum verkum sínum, að nota aðal- og aukapersónur úr fyrri bókum og tengja þær saman á margvíslegan hátt. úr verður flókið net og hálfgerð þraut fyrir lesandann að ráða úr. Að ENDA í Miðri SköpuN Markús Geirharður er sú sögupersóna Fjarverunnar sem á hvað mest sameiginlegt með sögumanni Suðurgluggans, þótt við fáum ekki að gægjast inn í hugskot hans heldur fáum lýsingar á honum í gegnum Ármann og Esther, konu sem Markús á í ástarsambandi við í upphafi sögunnar. Samband Markúsar við Esther er einmitt ein af ástæðum þess að Ármann ákveður að Markús geti ekki búið í kjallaranum hjá sér lengur og finnur honum í staðinn athvarf í kartöflukofa í Skammadal þar sem hann einangrast og hverfur smám saman. Líkt og sögumaðurinn í Suðurglugganum er Markús „Sá sem verður eftir“ í kartöflubyggðinni þegar kartöfluræktendurnir hafa lokað kofum sínum fyrir veturinn. En í útlegð sinni, sem er bæði áskipuð og sjálfskipuð, finnur hann fyrir því að „hann þurfi að koma einhverju varanlegu frá sér áður en hann kveðji þennan heim“ (150) og sest við að semja. Ólíkt sögumanninum í Suðurglugganum virðist honum verða eitthvað ágengt og hann verður frægari fyrir verk sín þegar hann er loksins allur en hann var í lifanda lífi.  Í síðasta hluta Fjarverunnar hefur Ármann horft á eftir mönnum sér nákomnum í gröfina og meðvitundin um að hann sé á sömu leið fer vaxandi. Hann ákveður því að punkta niður kafla úr eigin lífi en leiðir jafnframt hugann að því að tveir ólíkir „menn honum tengdir“ hafi endað líf sitt „í miðri sköpun, einir með sjálfum sér úti á landi, annar með penna í hönd – eða blýant (sem það var víst) – hinn með pensil“ (202). Annar fyrirboði um yfirvofandi endalok er ákvörðun hans um að láta undan hrifningu sinni á Esther, fyrrverandi ástkonu Markúsar, en allir mennirnir í lífi hennar hafa „kvatt of snemma“ (186).  Ármann heillast af Esther en forðast hana um leið, því hún er „of áköf manneskja, of stríð og krefjandi“ (140). Esther er freisting sem Ármann reynir að standast, eins og áfengið, en tóm koníaksflaska, góssið úr samkvæminu í fyrsta hluta bókarinnar, er vitnisburður um þá baráttu: [...] hún stendur uppi á eldhússkápnum og teygir sig í átt að loftinu. Ármann hefur aldrei þurrkað rykið af þeim skáp. Og það er langt síðan áfengi hefur komið í íbúðina. Fimm ár. Koníaksflaskan, sem hefur staðið á skápnum í tvöfaldan þann tíma, minnir Ármann alltaf á þessa staðreynd [...] (180). Bragi Ólafsson. Fjarveran. Mál og menning. 2012. rithöfundar lýSa ritvélunum SÍnum oft einS og nokkurS konar framlengingu á eigin perSónuleika. „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.