Spássían - 2013, Blaðsíða 50

Spássían - 2013, Blaðsíða 50
50 hægt og rólega, því við erum enn að taka skellinn út og finna hvernig heldur áfram að þrengja að.“  Eitt af því sem hefur verið í umræðunni í þessu samhengi er aukið samstarf hinna ýmsu menningarstofnana á Akureyri. Hannes segist hins vegar frekar vilja leggja áherslu á sérhæfingu. „Að leiklistin sé í leikhúsinu, tónlistin og sviðslistirnar í Hofi og allt sem flokkast undir sjónlistir í Gilinu. Þannig myndi ég strúktúrera þetta. Hinu er þó ekki að leyna að það liggur við að hér sé offramboð á sýningarsölum miðað við þann fjölda sem fæst við myndlist. Ef við lítum á þetta í sögulegu ljósi þá voru myndlistarsýningar frekar sjaldgæfir viðburðir á Akureyri áður en listasafnið opnaði dyr sínar, og fyrir 1970 liðu ár, jafnvel áratugir, á milli sýninga. Undanfarinn áratug hafa hins vegar verið hér yfir 100 sýningar á ári, ef allar sýningar eru taldar með.“  Á listasafninu hafa menn fundið fyrir því að fara þarf vel með peningana og Hannes segir safnið nú einbeita sér meira að því sem er að gerast á Akureyri, sem hafi sína kosti og galla. „Fyrir fimm árum var helmingur allra sýninga erlendis frá og við höfum fengið fjölda sýninga að sunnan. Listasafnið á Akureyri hefur alltaf verið duglegt við að sýna akureyska listamenn inn á milli en við viljum ekki bara sýna norðlenska listamenn, það væri jafn einkennilegt og ef Hafnarborg sýndi bara listamenn sem væru búsettir í Hafnarfirði. Það er hvorki áhugavert fyrir almenning né gott fyrir listamenn sem þar búa. Við verðum að halda áfram að bera á borð sýningar sem annars kæmu ekki hingað, vanda til verka, bjóða upp á fjölbreytni i sýningarhaldi og næra þannig listalífið hér og þar með norðlenska listamenn. Annars lækkar að mínu mati risið á þessari stofnun.“ T TóNLEikASTAðuriNN græNi HATTuriNN Er NOTALEgur STAður rÉTT Við göNgugöTuNA í MiðBæ AkurEYrAr. á VEggJuM HANgA iNNrAMMAðAr LJóSMYNDir AF ÞEiM ArAgrúA HLJóMSVEiTA SEM ÞAr HAFA SpiLAð, LáTLAuS BAr Er NáLægT iNNgANgiNuM Og HJá SViðiNu HANgA ýMiS HLJóðFæri uppi á VEgg, Þ.á M. píANó. MEgNið AF pLáSSiNu Er HiNS VEgAr FráTEkið FYrir gESTi SVO ÞEir gETi SETið í góðu YFirLæTi Við BOrð Og HLuSTAð á Þá TóNLiST SEM Er í BOði ÞAð kVöLDið. um hvrja helgiónlistarveisla Efti Ástu Gísladóttur Til þess er leikurinn gerður segir Haukur Tryggvason, eigandi staðarins: „Hérna eru bara tón- leikar, engir plötusnúðar taka við að loknum tónleikum. Við höfum opið í svona klukkutíma á eftir en ef ekki eru tónleikar er bara lokað. Hingað kemur enginn á öðrum forsendum en að mæta á einhverjar uppákomur. Það dettur enginn inn á barinn og hugsar: „Nú eru tónleikar? Ég ætlaði bara að fara á barinn.“  Græni hatturinn hefur verið fasti í menningarlífi Akureyrar í áratug, en hann var fyrsti reyk- lausi pöbbinn á landinu og hýsti upphaflega dansleikjahald. „Svo fyrir átta árum ákvað ég að einbeita mér að tónleikahaldi,“ segir Haukur en viðurkennir að í fyrstu hafi gengið frekar brösuglega að trekkja að áhorfendur, og svo hafi virst sem lítill áhugi væri í bænum fyrir tónleikum af þessu tagi. „Ekki það að ég væri ekki með fína listamenn. Það var bara ekki búið að koma fólki inn á það að stunda tónleika af jafnmiklum krafti og í dag.“ Eftir fimm tónleika í röð þar sem færri en 20 manns mættu var Haukur að því kominn að hætta. „Svo kórónaði allt þegar það opnuðust ekki dyrnar eitt laugardagskvöldið. Fimm manna hljómsveit kom frá reykjavík, stillti hérna upp og enginn kom. Þeir spiluðu samt sitt prógramm, pökkuðu saman og keyrðu suður og ég sagði við sjálfan mig: „Nei, nú er ég hættur“.“  En forsjónin hafði aðrar fyrirætlanir. Stuttu seinna hringdi Grímur Atlason í Hauk og pantaði húsið fyrir tónleika sænsku söng- konunnar Lisu Ekdahl. „Hún er nú í uppáhaldi hjá mér þannig að ég gat ekki látið hana koma hér að lokuðum dyrum. Ég ákvað því að þrauka aðeins og halda áfram.“ Þetta varð vendipunktur hjá Græna hattinum og í framhaldi tók aðsóknin að aukast jafnt og þétt. „Önnur góð innspýting var þegar ég keypti gömlu „Drottninguna“ hans Kalla Sighvats – hammondorgel – og í kjölfarið fóru hljómsveitir eins og Þursaflokkurinn, Ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.