Spássían - 2013, Blaðsíða 63

Spássían - 2013, Blaðsíða 63
63 ÁST, kynlíf, vinátta, kynferðisleg misnotkun, þunglyndi, dauðaslys, sjálfsmorð, eiturlyf, tónlist og ofbeldi. allt þetta og meira til er til umfjöllunar í unglingaskáldsögunum Þrettán ástæður (Thirteen Reasons Why, 2007) eftir Jay asher og Kostir þess að vera bekkjarrós (The perks of Being a Wallflower, 1999) eftir Stephen Chbosky. Þessar unglinga- og þroskasögur hafa notið mikilla vinsælda, bæði hér á landi og erlendis, en fyrri bókin var nýlega þýdd á íslensku af Ágústi péturssyni og sú síðari hefur nú verið kvikmynduð og sýnd í bíóhúsum. auk þess að fjalla um erfið málefni eiga bækurnar það sameiginlegt að fjalla um unglingspilta sem þurfa að takast á við tilveruna og hætta að horfa á lífið þjóta hjá. Þeir þurfa að taka ákvörðun og afstöðu, standa með sjálfum sér og þeim sem þurfa á því að halda. Það er hins vegar oft erfiðara en virðist við fyrstu sýn. Sögumenn og leSendur Menntaskólapiltarnir Clay og Charlie eru sögumenn, hvor í sinni sögu, og báðir eru þeir vænir og saklausir piltar sem hvorki hafa lent í hinu né þessu og varla gert flugu mein. Clay, sögumaður Þrettán ástæðna, er vel liðinn ljúflingur enda skilur hann ekkert í því hvers vegna hann er einn þeirra þrettán einstaklinga sem höfðu áhrif á þá ákvörðun skólasystur hans, Hönnu baker, að fremja sjálfsmorð. Í upphafi bókar fær Clay sendan pakka fullan af hljóðsnældum og þegar hann spilar þá fyrstu hljómar rödd Hönnu sem ásakar þá sem stuðluðu að sjálfsmorði hennar og segir að nú skuli þeir fá makleg málagjöld. Hún varar áheyrendur sína við því að ef þeir láti spólurnar ekki ganga áfram til næstu manneskju á listanum muni öðru setti af spólum verða dreift meðal allra nemenda skólans. Þetta gæti leitt til opinberrar niðurlægingar þeirra sem um er fjallað auk þess sem sumum yrði kannski hegnt – líkamlega, andlega eða jafnvel af dómstólum með fangelsisvist. Þrettán ástæður er samtímis saga Clay og Hönnu, bæði tala þau í fyrstu persónu – til hlustenda, til lesenda, hvort til annars og til annarra móttakenda hljóðsnældanna. Lesandinn fylgir Clay eftir þar sem hann hlustar á hverja spóluna á fætur annarri, heimsækir staðina sem Hanna nefnir og kvíðir því að nafn hans komi fram. Hann kemst að því hvers vegna Hanna framdi sjálfsmorð og hann fréttir líka ýmislegt fleira sem skelfir hann og hræðir, bæði varðandi sjálfan sig og skólafélaga sína. Í Bekkjarrósinni mundar Charlie sjálfur pennann og skrifar til velviljaðs, ónefnds einstaklings sem aldrei skrifar til baka og við fáum ekki að vita hver hann er. Charlie skrifar því hann hefur þörf fyrir að tjá sig enda er mikið að gerast í lífi hans: besti vinur hans framdi sjálfsmorð nokkru áður en sagan hófst og sjálfur hefur Charlie legið inni á spítala vegna geðrænna vandamála. Hann er að byrja í menntaskóla, handviss um að þar muni hann ekki eignast einn einasta vin og er þegar farinn að hlakka til þeirrar stundar þegar hann útskrifast. Honum finnst hann ekki geta leitað til foreldra sinna eða systkina eftir stuðningi og eina manneskjan sem hann virkilega treysti, Helen frænka, er dáin. Charlie er einföld sál og sérstök – eins og uppskrift að einelti – en hann eignast þó tvo vini á sínum fyrsta degi í skólanum, stjúpsystkinin Sam og patrick sem opna augu hans fyrir nýjum möguleikum, tónlist, ástinni, vináttu, partýjum, eiturlyfjum, kærustum og ýmsu fleira. Þetta gengur þó ekki átakalaust fyrir sig og í lok vetrarins halda nýju vinirnir í háskóla en Charlie situr einn eftir í menntó. „Á endanum … Skiptir allt mÁli“ Á hljóðsnældunum sjö talar Hanna baker til þeirra sem hafa gert á hennar hlut, þeirra sem hún telur bera ábyrgð á líðan sinni og því að hún gafst upp á lífinu. Hverjir eru þetta? Til dæmis fyrsti strákurinn sem hún varð skotin í, gluggagægir, tveir fyrrverandi vinir, strákur sem hatar hana, klappstýra sem lendir í árekstri, strákur sem hún svaf hjá, námsráðgjafi, lygari, þjófur sem stelur ljóðum og nokkrir fleiri – ásamt Clay, sem skilur ekki hvers vegna hann hefur fengið þessar spólur, ekki frekar en nokkurt hinna. Hanna útskýrir hins vegar að margir, að því er virðist, meinlausir atburðir tengist og hafi áhrif á einstaklinginn. „Á endanum“, segir hún, „skiptir allt máli“ (19) og lítill snjóbolti getur breyst í snjóflóð: Ég veit. Ég veit hvað þú ert að hugsa. Meðan ég var að segja þessa sögu núna hugsaði ég það líka. Koss? Eftir Helgu Birgisdóttur að horfa á lífið þjóta hjá: uM tvær SorGLeGAr unGLinGAbækur YFIRLESIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.