Spássían - 2013, Blaðsíða 26

Spássían - 2013, Blaðsíða 26
26 ástæða þess að ég ákvað að hlusta á palomu Faith var að hún var svo fyndin og skrítin sem gestur í breska spurningaþættinum Never Mind the Buzzcocks. Ég ákvað að prófa að hlusta á hana og varð eiginlega kjaftstopp. paloma er hreinlega einhver flottasta söngkona sem ég hef heyrt í lengi og nýjasta platan hennar, Fall to Graces, er skemmtilegt bland af diskói, poppi og sálartónlist með smá „retro“ tilfinningu. Lögin eru áferðarfalleg og mynda flotta heildarmynd á plötunni án þess að allt hljómi keimlíkt. textarnir eru heildstæðir en auðgleymanlegir. Það sem stendur upp úr er röddin og, já, hvílík rödd. (paloma gerði líka ábreiðu af inXS smellinum „never tear us apart“ sem er alveg þess virði að hlusta á að minnsta kosti einu sinni, ef ekki tvisvar.) Ef þér líkar við Paloma Faith, hlustaðu þá á The Noisettes, Jessie Ware, Duffy og Emeli Sandé. paloma Faith Fall to Grace Grímuleikritinu Hjartaspaðar í uppsetningu Skýjasmiðjunnar og Gaflaraleikhússins. Leikritið fjallar um ástarþríhyrning (eða jafnvel ferhyrning) á elliheimili og er bæði hjartnæmt og hin besta skemmtun. Einn helsti sjarmi leikritsins er sú staðreynd að allir leikarar eru með stórar heilgrímur og leika án orða. Þeir þurfa því að treysta algjörlega á líkamstjáningu til að koma tilfinningum og samskiptum til skila. Þetta er krefjandi leikstíll sem nánast hrópar á skapandi lausnir og það er skemmst frá því að segja að leikstjóranum, Ágústu Skúladóttur, og leikurunum tekst allt í senn; að glæða persónurnar miklu lífi, skapa með þeim samlíðan, vekja spennu og kitla hláturtaugarnar.  Sýningin var tilnefndi til Grímuverðlaunanna sem sproti ársins og fyrir búninga, en Aldís Davíðsdóttir, ein af leikhópnum, hannaði grímurnar sem eru afar vel heppnaðar og í raun ótrúlega tjáningarríkar. Volcano sirkushátíðinni sem Norræna húsið stendur fyrir 4.-14.júlí og fer fram í Vatnsmýrinni og í Borgarleikhúsinu þar sem Cirkus Cirkör sýnir Wear it Like a Crown. Litríkt sirkusþorp mun rísa í Vatnsmýrinni þar sem sjö sirkustjöldum verður slegið upp, auk sölutjalda og veitingatjalda. Norræna húsið lofar því að Sirkusþorpið muni iða af lífi frá morgni til kvölds en sýningar verða fyrir alla aldurshópa auk námskeiða í sirkuslistum. Ein af sýningunum er Pluto Crazy, en þar er vísað í franskt orðatiltæki, plut tôt crazy, sem þýðir hreinlega að vera algjörlega brjálaður. Í þessari sýningu vinnur norski sirkushópurinn Cirkus Xanti með ungum finnskum sirkushóp, Sirkus Aikamoinen, sem árið 2011 var nefndur sem ein af björtustu vonunum í sirkusheiminum í Evrópu, og býður til „fjörugs brjálæðis í yndislegu sirkusandrúmslofti með kitlandi lifandi tónlist“. SPáSSíaN er Spennt Fyrir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.