Spássían - 2013, Blaðsíða 51

Spássían - 2013, Blaðsíða 51
51 dönsk, Mánar og Hjálmar að bóka tónleika, þessar stóru hljómsveitir sem nota hammondorgel, því það er auðvitað ekki vinnandi vegur að koma slíku frá reykjavík. Ég ákvað þá að fara í þetta af fullum þunga og græjaði staðinn upp. Það eru öll tæki hérna: Píanó, trommur, orgel og allir magnarar. Hljómsveitir geta bara komið á einum fólksbíl án þess að vera með hálffullan sendibíl af græjum.“ FJöLBrEYTTir LiSTAMENN Haukur segir ganga vel að fá fólk til að spila og yfirleitt þarf ekki að ganga á eftir hljómsveitum og listamönnum. Mezzoforte, Þursa- flokkurinn, Todmobile, Hjálmar, Nýdönsk, Skálmöld og Ljótu hálfvitarnir hafa verið tíðir gestir í gegnum árin. „John Grant kemur hérna í sumar. Ég reyni að hafa þetta sem fjölbreyttast og svo leyfir maður minni spámönnum að komast að því það er ekki endalaust sem þessir stærri og þekktari geta verið hérna. Maður verður að rækta hitt með.“ Græni hatturinn er bókaður fram í ágúst og margir bíða eftir að Haukur finni handa þeim dagsetningu fyrir tónleika. „úrvalið og framboðið hefur verið svo rosalega mikið að það hefur verið dálítið erfitt fyrir þessi óþekktu að fá einhverja aðsókn nema þau séu sjálf dugleg að hvetja vini til að mæta. Ég hef séð um auglýsingar og kynningarmál fyrir þau en það er takmarkað sem maður kemst yfir. Í fyrra voru haldnir hérna 150 tónleika. Það gerir þrjá á viku að meðaltali.“  Utanbæjarfólk er duglegt að koma á Græna hattinn, að sögn Hauks, og mikið er hringt og spurt um dagskrár hverrar helgar. „Ég er alltaf á vaktinni og það er ekki opið nema ég sé á svæðinu. Ef ég tek mér frí þrjár til fjórar helgar á ári spyr fólk: „Hvað er þá hægt að gera á Akureyri?“ Þetta er eini staðurinn sem býður upp á lifandi músík.“  Haukur hefur séð alfarið einn um að reka Græna hattinn. „Svo er ég með fólk sem ég kalla út. Maður er að vinna allar helgar og svo þarf að þrífa. Ég er reyndar með ágæta manneskju með mér í því. Einnig þarf að vinna á barnum, fara með ruslið, kaupa inn, taka á móti vörum, auglýsa og fylgja því eftir, hengja upp plaköt, sjá um að koma miðum í sölu og allt annað sem getur komið upp. Samt er fólk er ennþá að spyrja mig hvort ég sé ekki að vinna með þessu!“ SAMViNNA Við HOF Haukur segir ekki hafa verið mikið um samvinnuverkefni við Akureyrarbæ. „Ég hef ekki fengið neina styrki. Ég hef að vísu tvisvar sinnum verið með gítarhátíð; heila helgi með hinum ýmsu gítarleikurum, og ég fékk styrki í þau verkefni en kom samt út með bullandi tapi. Þetta var bara unnið af brennandi áhuga.“ Hann hefur átt í þónokkru samstarfi við Menningarhúsið Hof og skipulagt þá tónleika sem rúmast ekki á Græna hattinum. „Fyrsta árið sem Hof var opið var ég með tíu tónleika og síðan hafa þeir verið fimm á ári eða svo. Ég hef ekki komist yfir meira.“ Hann sér fram á áframhaldandi samstaf við Hof og einnig að halda Græna hattinum gangandi um ókomna tíð. Þó hefur hann ekki hugsað sér að stækka við sig. „Ég held að það sé kostur að hafa þetta mátulega lítið þótt það sé annað slagið fullt. Þetta er bara passlega stórt.“  Haldnar eru tónlistahátíðir hringinn í kringum landið á ári hverju: reykjavík Airwaves, Aldrei fór ég suður á Ísafirði, Tónlistarhátíðin Gæran á Sauðár- króki, Keflavík Music Festival í reykjanessbæ o.fl. Því vaknar sú spurning hvort það komi ekki fljótlega að Akureyri. Haukur er efins. „Ég veit það ekki. Það er eiginlega tónlistarveisla hérna um hverja einustu helgi.“ „mezzoforte, þurSaflokkurinn, todmobile, hjálmar, nýdönSk, Skálmöld og ljótu hálfvitarnir hafa verið tÍðir geStir Í gegnum árin.“ „ég reyni að hafa þetta Sem fjölbreyttaSt og Svo leyfir maður minni Spámönnum að komaSt að.“ „ „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.