Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Síða 38
38 14. febrúar 2020STJÖRNUSPÁ M ikið mæðir á Viðari Þor­ steinssyni, fram­ kvæmdastjóra Eflingar, í skugga yfirgrips­ mikilla verkfalls­ aðgerða í Reykja­ víkurborg. DV ákvað því að leggja tarot fyr­ ir Viðar og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Lesendur geta síðan dreg­ ið sín eigin tarotspil á vef DV. Leitar ráða Fyrsta spil sem kemur upp er Æðsti prestur. Viðar er í vanda staddur og veit ekki alveg hvernig hann á að beita sér í þessum aðgerð­ um. Hann leitar því hjálpar hjá fag­ manni. Kennari, lögfræðingur, skyld­ menni eða vinur mun leiðbeina honum næstu daga og er honum ráðlagt að taka mark á ráðum viðkomandi. Viðar þarf að hlusta gaumgæfilega á ráðin en einnig huga að sinni eigin framtíð. Hann þarf að koma sér í réttan gír, tileinka sér annað hugarfar og halda áfram veg­ inn. Hvort hann er á réttum stað þarf hann að gera upp við sig, en honum eru allir vegir færir ef hann vill feta nýja slóða. Stökkbreytingar Næst er það 8 stafir. Spilið tákn­ ar jafnvægi, félagslegt ör­ yggi og veraldleg gæði sem Viðar getur notið. Viðar þarf að treysta á sjálfan sig og ekki gleyma innsæinu, sem segir honum að í framtíðinni sé honum ætl­ að stærra hlutverk en það sem hann sinnir í dag. Varðandi núverandi verkfallsað­ gerðir þá virðist enginn endir í sjónmáli en málið tekur stökkbreytingum á stuttum tíma og allt leys­ ist. Hlutirnir verða eins og Viðar vill hafa þá og allar óskir hans verða uppfylltar. Góð laun og öryggi Loks er það 9 mynt. Viðar er þannig manneskja að hann kýs að vera einn endrum og eins. Eiga stundir með sjálfum sér. Hann er alls ekki þjak­ aður af einmanaleika og kann vel að meta gæða­ stundir með sjálfum sér þegar þessari holskeflu verkfalla er lokið. Hann hefur lagt mikið á sig til að komast á þann stað sem hann er á í dag. Nú þarf hann að njóta og ekki eyða tíma í óþarfa áhyggjur. Hugsanlega breytir hann um starfsvettvang í nánustu framtíð, en það tæki­ færi felur í sér góð laun og ör­ yggi. n Lesið í tarot Viðars stjörnurnar Spáð í Afmælisbörn vikunnar Naut - 20. apríl–20. maí Fiskur - 19. febrúar–20. mars Vatnsberi - 20. janúar–18. febrúar Steingeit - 22. desember–19. janúar Bogmaður - 22. nóvember–21. desember Sporðdreki - 23. október–21. nóvember Vog - 23. sept.–22. október Meyja - 23. ágúst–22 .sept. Ljón - 23. júlí–22. ágúst Krabbi - 22. júní–22. júlí Tvíburi - 21. maí–21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir 16.–22. febrúar Það styttist í vorið og það gleður, því að þú þolir ekki dimmuna og kuldann. Þú færð óvænt símtal frá gömlum félaga sem segir þér aðeins meira en þú vildir vita. Þessar upplýsingar koma veröld þinni í uppnám. Það er fjölskyldumeðlimur í vanda og þig langar að hjálpa. Þú veist bara ekki nákvæmlega hvernig þú ferð að því. Stundum er bara best að vera til staðar og hlusta. Of mikil afskiptasemi getur komið í kollinn á þér. Það hefur verið einhver ládeyða í lífi þínu. Þú hefur ekki viljað fara mikið út á meðal fólks og finnst best að vera ein/n. Þú finnur ekki fyrir einmanaleika, en í þessari viku finnur þú fyrir þörf til að láta ljós þitt skína. Mikil þreyta hefur þjakað þig undanfarið, sem er afar ólíkt þér. Þú þarft að rífa þig upp á afturfótunum og jafnvel breyta einhverju í mataræðinu til að koma þér aftur á gott ról. Þetta er bara leiðinda- tímabil en það líður hjá. Þú hefur tekið mikið af stórum ákvörðunum hratt undanfarið og það gerir þig stressaða/n. Þú hefur áhyggjur af fjárhagnum og finnst líkt og maki þinn sé ekki að segja alla söguna. Vertu á varðbergi. Þú losar þig við eitthvert verkefni eða því um líkt, sem er þvílíkur léttir. Þér finnst líkt og heimsins byrðar séu horfnar af herðum þínum og þér líður sem þú sért frjáls. Njóttu þess og settu sjálfa/n þig í fyrsta sæti. Þú hefur verið að leita að neistanum svo lengi þegar kemur að vinnunni og nú loksins er hann í sjónmáli. Þú ert komin/n í gott umhverfi með skapandi fólki og það er hlustað á þig og þínar skoðanir. Þú ert á grænni grein. Þú æðir áfram þessa dagana og nærð ekki að gera neitt vel. Þú ert frekar týnd/ ur og gerir fátt annað en að kvarta yfir örlögum þínum. Bráðum hættir fólk að nenna að hlusta á þig. Finndu innri ró og hafðu smá gaman af lífinu. Það styttist í mikil tímamót í þínu lífi, tímamót sem þú veist ekki enn að eru að fara að eiga sér stað. Þessi tímamót neyða þig til að hugsa þinn gang og kanna hvað það er í fari þínu sem virkar stuðandi. Þú kemst að leyndarmáli og eins og sannri steingeit sæmir segir þú engum frá. Þessi trúnaður og traust sem þú heldur svo fast í á eftir að koma sér vel í aðstæðum sem eru svo klikkaðar að þú trúir þeim varla. Þessi mánuður hefur verið óvenjugóður og seinni hlutinn af honum verður enn betri. Þú ert æðrulaus sem aldrei fyrr og opin/n fyrir framtíðinni, sem geymir aðeins birtu og hlýju. Ástin lætur á sér kræla áður en þú veist. Óvæntur tölvupóstur kemur öllu í uppnám á vinnustaðnum eða í skólanum og það fellur í þinn hlut að reyna að miðla málum. Það gengur verr en við var búist og þú þarft að horfast í augu við að það er ekki hægt að gera öllum til geðs. Hrútur - 21. mars–19. apríl Stúlka fædd - Svona eiga foreldrarnir saman T ónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann og lögfræðingurinn Kristín Eva Geirs­ dóttir eignuðust sitt fyrsta barn saman fyrir stuttu, gullfallega stúlku sem vó tæpar þrettán merkur. DV fannst því kjörið að líta í stjörnumerkin og sjá hvernig nýbak­ aðir foreldrar eiga saman. Kristín er vog en Sverrir er sporðdreki. Þessi tvö merki mynda nánast samstund­ is djúp tilfinningatengsl. Sporðdrekinn get­ ur týnst í eigin tilfinningum en þá er gott að hafa á kantinum vogina, sem þráir fátt meira en samhljóm og jafnvægi. Vogin og sporðdrekinn passa vel saman og hafa svipaðar þarfir þegar kemur að ástinni. Vogin er hamingjusömust þegar hún er í tra­ ustu sambandi og sporðdrekinn þrífst í heil­ brigðu sambandi með mikilli nánd. Þessi tvö geta vel tekist á við verkefni saman og hentar það þeim mjög vel að vinna saman. Þegar þau sameina krafta sína, gáfur og sköpunarhæfileika þá myndast hér ofur­ par sem nánast ómögulegt er að sundra. Þau elska bæði að taka áhættu og þetta samband verður aldrei leiðinlegt eða hversdagslegt. n Kristín Fædd: 17. október 1988 Vog n málamiðlari n samstarfsfús n örlát n félagsvera n óákveðin n forðast deilur Sverrir Fæddur: 13. nóvember 1980 Sporðdreki n úrræðagóður n hugrakkur n ástríðufullur n þrjóskur n afbrýðisamur n dulur n 16. febrúar Vala Flosadóttir stangarstökkvari, 42 ára n 17. febrúar Magnús Ólafsson leikari, 74 ára n 18. febrúar Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona, 45 ára n 19. febrúar Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, 67 ára n 20. febrúar Páll Hreinsson hæstaréttardómari, 57 ára n 21. febrúar Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnmálakona, 49 ára n 22. febrúar Ragna Ingólfsdóttir badmintonstjarna, 37 ára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.