Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Blaðsíða 10
1. MAÍ 2020 DV10 FRÉTTIR
samþykkja áætlunina. Ég get
þó sagt þér að þjóðkirkjan er
ekki að auka við framlag til
markaðsmála þetta árið miðað
við undanfarin ár. Þegar fjár-
hagsáætlun kirkjunnar hefur
fengið umfjöllun á þinginu og
verið samþykkt verða upplýs-
ingar um hana settar á heima-
síðu kirkjunnar, kirkjan.is,“
segir Sigurbjörg.
Hún segir að stefna kirkj-
unnar sé að vera með opin
fjármál og að fólk geti í ná-
inni framtíð farið á kirkjan.is
og skoðað fjárhagsáætlunina,
niður í einstaka liði, og séð þar
til hliðar tikkandi rauntölur.
„Stefnan er að þetta verði
klárað í sumar og verði sem
sýnilegast.“
Í síðustu viku sendi Biskups-
stofa öllum á Íslandi sem kom-
ast á fermingaraldur á næsta
ári hvítan bol með merki
þjóðkirkjunnar, svokallaðan
„skírnarkjólsbol“. Alls eru
4.100 ungmenni á Íslandi fædd
árið 2007 og fengu þau bolinn
sendan. Á vefsíðunni ferm-
ing. is segir: „Þó svo veiruinn-
rás hafi sett fermingar vors-
ins í kransaköku þá sjáum
við glitta í fermingarlandið,“
segir í tilkynningunni. „Þá er
ekki seinna vænna að hefja
fermingarundurbúning ársins
2021, barna fædd 2007. Það
er sumsé ekki til fermingar-
undirbúningur. En, það er til
fermingarundurbúningur. Ok,
boomer!“
Á kirkjan.is er fólk hvatt
til að taka á móti sumrinu í
þessum litskrúðuga bol með
orðunum: „Svo hlæjum við
saman inn í sumarið í þessari
litabombu! Ef það var ein-
hvern tímann tími til þess
manni minn!“
Skráningum fer hratt
fækkandi
Í umfjöllun DV seint á síðasta
ári kom fram að rúmlega
þriðjungur landsmanna er
ekki skráður í þjóðkirkjuna,
eða 128.350 manns. Fram kom
að meðlimum þjóðkirkjunnar
hefði fækkað um 988 það sem
af var árinu. Það jafngildir
því að þrír segi sig úr henni á
degi hverjum.
Fram kom að hlutfall lands-
manna í þjóðkirkjunni hefði
aldrei verið lægra en um
þessar mundir. Frá árinu
2009 hefur meðlimum þjóð-
kirkjunnar fækkað um rúm-
lega 20 þúsund manns, en á
meðan hefur landsmönnum
fjölgað hratt, alls um 36 þús-
und manns, sem virðist ekki
skila sér til þjóðkirkjunnar.
Alls voru 92,2 prósent lands-
manna í þjóðkirkjunni árið
1992 en hlutfallið nú er um 65
prósent.
Vildu ekki gera upp á milli
ungmennanna
Í samtali við DV segist Pétur
ekki hafa orðið var við gagn-
rýni á bolagjafirnar. Almennt
virðist sem fólk hafi tekið
vel í þessa nýbreytni. „Svona
hallærislega töff bolir virðast
hafa komið fólki skemmti-
lega á óvart. Okkur langaði að
prófa aðrar leiðir núna í ár, í
staðinn fyrir að senda staðl-
aðan bækling sem fer kannski
bara beint í ruslið.“
Hann tekur fram að kirkjan
sé ekki að þrýsta á neinn, eða
þvinga skoðunum eða hug-
myndafræði upp á ungmennin.
„Fyrst og fremst erum við að
minna á að fermingarfræðsla
snýst um að rækta með sér
góð gildi. Við vildum ekki gera
upp á milli, gefa sumum bol en
öðrum ekki. Þess vegna fengu
allir bol, hvort sem þeir ætla
sér að fermast eða ekki.“ Aug-
lýsingastofan Aldeilis kom að
bolagerðinni, og var einnig á
bak við fyrrnefna auglýsingu
kirkjunnar í Morgunblaðinu.
„Ég hef fengið ofboðslega
góð viðbrögð við þessari aug-
lýsingu. Ég fann að fólki þótti
vænt um þetta, þó að þetta
væri óvænt,“ segir Pétur og
bætir við að engin önnur stofn-
un hafi lagt upp með að senda
landsmönnum sumarkveðju
með þessum hætti. „Þetta er
fyrst og fremst kirkja þjóðar-
innar sem breiðir þarna út
faðminn á erfiðum tímum og
segir: „Gleðilegt sumar.“ Þetta
er samtal við þjóðina.“
Þá bendir Pétur á að það
þurfi ekki að vera af slæmum
toga að þjóðkirkjan sinni
ímyndarmálum. „Ímyndar-
mál eru alls ekki slæm. Með
því að sinna ímyndarmálum
vill kirkjan vinna sér inn
trúnað og traust hjá þjóðinni
og minna á að kirkjan er til
staðar.“
Segir gríðarlega eftirspurn
eftir sálgæslu presta
Pétur bendir á að þjóðkirkjan
sé stór stofnun í eigu þjóðar-
innar. „Þetta er kirkja fólks-
ins og það er bara þannig að
það eru alls konar verkefni
sem þarf að sinna sem kosta
pening.“ Hann segir þjóð-
kirkjuna ekki eingöngu gegna
hlutverki gagnvart þeim
sem eru skráðir í trúfélagið,
heldur allri þjóðinni. Til að
mynda séu störf presta á sviði
sálgæslu mun umfangsmeiri
en skráning í kirkjuna gefur
til kynna. „Í einu prófasts-
dæmi voru sautján eða átján
hundruð samtalsviðtöl fyrstu
þrjár vikurnar eftir að Covid
hófst. Eftirspurnin segir okk-
ur að það er mikil þörf fyrir
þessa þjónustu. Það skiptir
svo miklu máli í þessum við-
kvæmu aðstæðum að það sé
fagmenntað fólk til staðar,
eins og prestar. Og það sem
er einstakt við kirkjuna er að
þessi þjónusta er endurgjalds-
laus.“
Agnes brást hratt við
Starf sunnudagaskóla hefur
verið lagt niður í einhverjum
af kirkjum höfuðborgarsvæð-
isins vegna dræmrar aðsókn-
ar, ótengt Covid-19 og ríkjandi
samkomubanni. Má þar nefna
Háteigskirkju. Aðspurður um
eftirspurn eftir annarri þjón-
ustu á borð við sunnudaga-
skóla segir Pétur að sunnu-
dagaskólar séu á undanhaldi í
sumum hverfum borgarinnar
en í öðrum hverfum sé starf-
ið hins vegar í mikilli sókn.
Nefnir hann Lindakirkju og
Vídalínskirkju sem dæmi.
„Það er ljóst að sunnudaga-
skólinn hentar ákveðnum
hópi, en ekki öðrum. Það má
heldur ekki gleyma að nú í
dag er komið svo mikið fram-
boð af afþreyingu sem sunnu-
dagaskólar þurfa að keppa
við. Áður var ekki svona fjöl-
breytt úrval af afþreyingu.
Ég man til dæmis eftir því
þegar Stöð 2 byrjaði á sínum
tíma að sýna barnaefni á
sunnudagsmorgnum. Þá varð
til samkeppni við sunnudaga-
skólann.“
Aðspurður um mál sem
hafa komið upp undanfarin
misseri, nú síðast mál Skírnis
Garðarssonar, segir Pétur
að biskup hafi brugðist hratt
og rétt við. „Það er auð-
vitað bara staðreynd að fólk
hefur sagt sig úr kirkjunni
undanfarin ár, og það kemur
í bylgjum, eins og kringum
það þegar umdeild mál koma
upp. En eins og ég sé það þá
er fólk ekki að segja skilið
við stofnunina, það er ekki að
segja skilið við trúna, það sem
kirkjan stendur fyrir.“
Þá segir hann kirkjuna svo
sannarlega ekki víkja sér und-
an harðri gagnrýni og að hún
sé að sjálfsögðu ekki undan-
skilin aðhaldi, ekki frekar en
aðrar stofnanir. Hann segir
kirkjuna ekki hafa verið und-
anskilda þegar kreppir að.
„Hins vegar er það þann-
ig að þegar það kreppir að,
þegar það er álag á þjóðinni,
þá þenur kirkjan sig út. Það
hefur sýnt sig undanfarnar
vikur og mun líka sýna sig
þegar við þurfum að takast á
við afleiðingarnar af Covid-
faraldrinum.“ n
Svo hlæjum við
saman inn í sum-
arið í þessari lita-
bombu! Ef það
var einhvern tím-
ann tími til þess
manni minn!
Listakonan Lára Garðarsdóttir á heiðurinn af teiknaðri auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu á sumar-
daginn fyrsta. MYND/SKJÁSKOT