Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Síða 13
M itt á milli Stokkhólms og Gautaborgar, í frið-sælum skógi við vatn,
stendur meðferðarheimilið
þar sem Dóra hefur dvalið
síðustu þrjá mánuði.
Þangað hafa fjölmargir Ís-
lendingar leitað í gegnum tíð-
ina og öðlast bata. Og Dóra er
ekki eini Íslendingurinn sem
dvelur þar þessa stundina.
Ólíkt nær öllum Íslending-
um hefur Covid-19 faraldur-
inn nánast farið fram hjá
Dóru. „Ég er eiginlega búin
að missa af þessu öllu. Þessi
vírus hefur eiginlega ekki
breytt neinu hjá mér hérna, ég
er bara að gera það sama og
áður og það er sama dagskrá
í gangi. Ég er búin að vera að
tala við vini mína á Zoom og
ég er ekkert að tengja við það
sem þau eru að upplifa.“
Fjarveran frá syninum erfið
Hún fór fyrst í meðferð fyrir
einu og hálfu ári. „Ég var búin
að fara í fleiri en eina meðferð
heima á Íslandi. Ég þurfti að
prófa eitthvað annað, ég þurfti
að finna aðra lausn,“ segir
Dóra.
Langur biðlisti er inn á Vog
og það blasti við Dóru að hún
þyrfti langtímameðferð. „Ég
var heppin að komast fljótt inn
hérna. Ég er afskaplega þakk-
lát fyrir að hafa fengið þetta
tækifæri, að koma hingað út.“
Dóra tekur fram að hún hafi
ekkert út á meðferðarúrræðin
á Íslandi að setja. Sjálf hefur
hún bæði reynslu af Vogi og
Vík og ber starfinu þar og
starfsfólkinu vel söguna. „En
það er auðvitað hræðilegt að
það skuli vera svona löng bið í
meðferð heima á Íslandi. Það
er í rauninni harmleikur. Sér-
staklega eins og ástandið er
núna í samfélaginu, margar
fjölskyldur innilokaðar heima
hjá sér og víða er neysla í
gangi. Það er hræðileg til-
hugsun.“
Meðferðin í Svíþjóð er lang-
tímameðferð, þar sem farið er
djúpt ofan í 12 spora kerfið.
„Ráðgjafarnir hérna eru stór-
kostlegir. Umhverfið er ótrú-
lega fallegt og það hjálpar
líka til að vera í burtu frá öllu
heima. Kúpla sig út.“
Á meðan Dóra er í Svíþjóð
er tíu ára sonur hennar heima
á Íslandi. Það að vera í burtu
frá barninu sínu í langan tíma
er nákvæmlega jafn erfitt
og það hljómar. Planið var
að sonur Dóru og barnsfaðir
myndu heimsækja hana út til
Svíþjóðar í maí, í kringum af-
mæli sonarins.
„Hann var auðvitað svo
spenntur, og ég líka. Þegar ég
sagði honum að hann myndi
líklega þurfa að fara í sóttkví
í tvær vikur þegar hann kæmi
heim þá sagði hann að það
væri allt í lagi, það væri sko
alveg þess virði.“
Í dag lítur hins vegar út
fyrir að það verði ekkert úr
heimsókn þeirra feðga. Mæðg-
inin þurfa að láta sér nægja að
hittast í gegnum internetið.
„Hann les til dæmis alltaf
fyrir mig heimalesturinn á
kvöldin. Þannig að ég næ að
taka þátt í lífinu hans að ein-
hverju leyti. Ég hef stundum
fengið smá samviskubit yfir
því að skilja barnsföður minn
einan eftir með strákinn
okkar á meðan það er heims-
faraldur í gangi. Þeir eru
reyndar báðir alveg ógeðs-
lega fyndnir og skemmtilegir.
Ég veit að það er búið að vera
gaman hjá þeim, þótt það hafi
líka tekið á. En svo eigum við
líka bæði góða að.“
Barnsfaðir Dóru er Jörund-
ur Ragnarsson leikari. Þau
kynntust í Leiklistarskólanum
á sínum tíma og fóru saman í
gegnum námið. Þau skildu
fyrir sex árum og eru í dag
mjög góðir vinir. „Við höfum
unnið rosalega mikið saman í
gegnum tíðina. Við erum ótrú-
lega góðir vinnufélagar,“ segir
Dóra og á þar bæði við leik-
listina og foreldrahlutverkið.
Hún telur ekki útilokað að
sonurinn muni feta í fótspor
þeirra. „Hann er svona lítill
skemmtikraftur og hann hef-
ur stundum talað um það að
vilja verða grínisti. Á tímabili
fannst honum það reyndar
alveg hræðilegt hlutskipti að
vera leikarabarn og eiga for-
eldra sem voru alltaf að vinna
á kvöldin. Hann var sko ekki
sáttur við að við værum bara
að leika okkur eitthvað í leik-
húsinu á meðan hann væri í
pössun heima,“ segir Dóra. Í
dag lítur sonurinn starf for-
eldranna öðrum augum, kem-
ur oftast með þeim í leikhúsið
og fylgist spenntur með því
sem þar fer fram.
Lék bara hórur
Leiklistarbransinn á Íslandi er
hark. Samkeppnin er mikil og
það eru ekki allir sem lifa af.
Dóra er ein þeirra sem hafa
náð að lifa á listinni. Nætur-
vaktin, Hamarinn, Mið-Ísland,
Steypustöðin, Undir trénu og
Ófærð eru dæmi um þau kvik-
mynda- og sjónvarpsverkefni
sem Dóra hefur leikið í undan-
farin ár. Að ógleymdu Ára-
móta skaupinu 2017 og 2019
þar sem hún var jafnframt
yfirhandritshöfundur í bæði
skiptin.
Fyrsta aðalhlutverkið á
sviði eftir útskrift var ólétt
unglingsstúlka úr Garðabæn-
um, í söngleiknum Leg eftir
Hugleik Dagsson. Síðan hafa
hlutverkin orðið fleiri, bæði
í Þjóðleikhúsinu og Borgar-
leikhúsinu.
„Þegar ég útskrifaðist fékk
ég strax hlutverk í Þjóðleik-
húsinu en ég var samt að gera
eigin verkefni á fullu sam-
hliða því, af því að ég þurfti að
fá útrás fyrir framkvæmda-
og sköpunarþörfina. En auð-
vitað getur þetta verið erfitt,
að lifa eingöngu af listinni. Ég
er mjög heppin.“
Talið berst að leiklistar-
bransanum og #metoo-hreyf-
ingunni. Dóra segist svo
sannarlega hafa orðið vör við
kynferðislega áreitni og mis-
beitingu innan leikhússins.
„Á sínum tíma, þegar ég var
að klára Leiklistarskólann, þá
rann upp fyrir mér að ég hafði
nánast bara fengið að leika
hórur. Ég var meira og minna
á nærfötunum allan tímann
sem ég var í Leiklistarskól-
anum. Þetta var auðvitað
löngu áður en #metoo-hreyf-
ingin byrjaði og öll umræðan
í kringum það. Þarna áttaði ég
mig á hvað ég hafði verið blind
fyrir þessu og hvað þetta hefði
verið skakkt. Ég hélt án djóks
Ég var meira og minna á
nærfötunum allan tímann
sem ég var í Leiklistarskól-
anum.
Auður Ösp
Guðmundsdóttir
audur@dv.is
Þess dagana þarf Dóra að láta sér nægja að hitta son sinn í gegnum tölvuforrit. Aðskilnaðurinn er ekki auðveldur. MYND/AÐSEND
FRÉTTIR 13DV 1. MAÍ 2020