Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Qupperneq 24
SAKA MÁL 1. MAÍ 2020 DV H in heita ást bar Travis ofurliði og hann gat ekki staðist freisting­ una að stunda kynlíf með Jodi en það er mormónum strang­ lega bannað að gera utan hjónabands. En hann gat ekki haldið að sér höndum og í tölvupósti til vinar síns skrif­ aði hann meðal annars: „Það er ekki erfitt að átta sig á að sá sem hreppir Jodi, hvort sem það er ég eða einhver annar, vinnur í konulottóinu.“ Þegar parið yfirgaf Las Vegas hvatti Travis Jodi til að lesa Mormónsbók, trúar­ rit mormóna. Skömmu síðar snérist hún til mormóna­ trúar og tók skírn. Hún bjó þá í Murrieta í Kaliforníu en hann í Mesa í Arizona. Það hélt ekki aftur af henni að aka til hans nokkrum sinnum í viku en ferðin tekur rúmar fimm klukkustundir. Sky Lovingier Hughes, vinkona hennar, sagði síðar að Jordi hefði verið heltekin af Travis. En Jordi vissi ekki að Trav­ is átti í miklum vandræðum með sambandið. Hann var mjög trúaður og mátti því ekki stunda kynlíf utan hjóna­ bands. Eftir fimm mánaða samband batt hann enda á sambandið. Það stöðvaði Jodi ekki og hún flutti til Mesa til að geta verið nær honum. Hún hélt áfram að birtast við heimili hans. Úr varð storma­ samt samband þar sem þau rifust annan daginn og stund­ uðu kynlíf þann næsta. Í bókinni „Picture Perfect: The Jodi Arias Story“ segir höfundurinn, Shanna Hogan, að stundum hafi Travis reiðst þegar Jodi birtist við heimili hans en stundum hafi hann hoppað beint upp í rúm með henni. Eftir að hafa búið í Mesa í átta mánuði flutti Jodi skyndi­ lega aftur til Kaliforníu. Þar bjó hún í litlu herbergi á heimili afa síns og ömmu í bænum Yreka. Vinir Travis vörpuðu öndinni léttar, þeir voru sannfærðir um að Jodi væri lífshættuleg. „Ég sagði: „Travis, ég er hrædd um að finna þig sundurhlutaðan í frystinum hennar,“ skrifaði Lovingier Hughes í bókinni „Our Friend Travis: The Travis Alexander Story“. Stjórnsöm og afbrýðisöm Vinir þeirra segja að sam­ band þeirra hafi verið frá­ bært fyrstu vikurnar. Þau yfirfylltu næstum því Face­ book og MySpace með róm­ antískum sjálfsmyndum frá ferðum sínum og upplifunum. Jodi elskaði hversu fyndinn Travis var og hversu vel þau skemmtu sér saman. Vinir þeirra tóku þó fljótlega eftir að Jodi var mjög stjórnsöm og afbrýðisöm. Hún er sögð hafa hringt að minnsta kosti tíu sinnum á dag í Travis auk þess að birtast óvænt við heimili hans hvað eftir annað. Hún vildi hafa fulla stjórn á hvað hann gerði þegar hún var ekki nærri. „Þegar hann fór á klósettið beið hún eftir honum fyrir utan. Ef hringt var í hann kannaði hún úr hvaða núm­ eri var hringt og hún skoðaði tölvupóstinn hans reglulega og samfélagsmiðla. Ef hún fann tölvupóst sem henni mislíkaði áframsendi hún hann til sjálfrar sín til að geta skoðað hann betur. Ég sá hluti sem trufluðu mig mjög mikið,“ sagði Hughes síðar um samband þeirra. Þegar Jodi var ekki til stað­ ar fór Travis mikið í kirkju. Þar átti hann djúp trúnaðar­ samtöl um samband þeirra og hversu mjög hann skamm­ ast sín fyrir að hafa stundað kynlíf utan hjónabands. Hann vildi ekki lifa í synd. Vinir hans reyndu að sannfæra hann um að honum stafaði hætta af Jodi en hann sá ekki alvöru málsins. Í fyrrnefndri bók Shanna Hogan kemur fram að Travis hafi viljað giftast mormóna­ stúlku sem væri hrein mey. Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni Travis Alexander taldi sig hafa unnið í lottó þegar hann kynntist gengilbeinunni Jodi Arias. Þau urðu fljótlega par. En nokkrum mánuðum síðar runnu á Travis tvær grímur og hann áttaði sig á að hann hafði gert stærstu mistök lífsins. Jodi og Travis kynntust árið 2006 á hobbísýningu í Las Vegas. Jodi, sem var 26 ára, ljóshærð og mynd- arleg, starfaði þá sem gengilbeina og var áhuga- ljósmyndari. Hún kynntist hinu 29 ára sjarmatrölli Travis á sýningunni. Hann var tryggingasölumaður og heittrúaður mormóni. Ég sagði: „Travis, ég er hrædd um að finna þig sundurhlutaðan í frystinum hennar.“ Jodi er virkilega glæsileg kona og fór hún létt með að vefja Travis um fingur sér. MYND/ TV2.NO 24 FÓKUS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.