Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Side 8
8 FRÉTTIR 15. MAÍ 2020 DV SIGURÐUR REYNALDSSON HJÁ HÖGUM AÐSTÆÐUR MINNA Á HRUNIÐ 2008 „Þessar aðstæður minna svolítið á stöðuna í hruninu 2008, þar féll gengið líka og má segja að verið sé að fella gengið á kostnað neytenda til að hjálpa útflutningi þjóðarinnar. Þetta er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að svara fyrir,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Haga. Hann segir kostnaðarverðshækkanir frá birgj- um hafa verið miklar að undanförnu, bæði frá innlendum og erlendum birgjum. „Gengisfall íslensku krónunnar hefur verið mjög mikið á skömmum tíma, sem hefur leitt til kostnaðar- verðshækkana. Auk þess hefur Covid-ástandið hækkað verð á ákveðnum vöruflokkum, meðal annars vegna þess að framleið- endur hafa þurft að grípa til kostn- aðarsamra aðgerða við uppskeru eða framleiðslu og minna framboð í ákveðnum vöruflokkum hefur leitt af sér hærra verð. Það er jákvætt að í augnablikinu hefur hægst á verðhækkunum. Við vonum að það sé kominn stöðugleiki á gengið svo neytendur þurfi ekki að horfa upp á frekari verðhækkanir.“ HJALTI ÓSKARSSON HJÁ HAGSTOFUNNI HAGSTOFAN MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM „Ef við tökum bara mat síðustu tvo mánuði. Það er 1,3 prósenta hækkun á mat og drykkjarvöru á milli apríl og mars og ef við tökum breytingu frá febrúar fram í apríl er breytingin 1,8 prósent,“ segir Hjalti Óskarsson, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands. Hann segir stofnunina ekki hafa orðið vara við að almennar hækkanir næmu 10-20 prósentum, en dæmi er um slíkar hækkanir hjá verslunum á síðustu vikum. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni geta umtalsverðar verð- hækkanir á neysluvöru, eðlilega, haft áhrif á vísitölu neysluverðs. Hins vegar vegi þá þyngra almennar hækkanir en ekki hækkanir á ein- staka vörum. Hagstofan fær upp- lýsingar um verð ýmist frá söluað- ilum, stundum koma upplýsingarnar af heimasíðum söluaðila og í öðrum tilvikum er falast eftir upplýsingum með símtölum frá Hagstofu. MYND/AÐSEND NÝLEGAR VERÐHÆKKANIR Nokkuð hefur borið á því að fyrirtæki hafa hækkað verð hjá sér og rétt- lætt það með vísun í gengisbreytingu. Getur slík hækkun verið nokkuð mikil og er þá einkum miðað við 10 prósent hækkun eða meira. Hér fyrir neðan má líta nokkur nýleg dæmi sem athygli hafa vakið á samfélags- miðlum: Hókus Pókus stóll hjá Ólafíu og Óli- ver hækkaði úr 29.990 upp í 47.990 krónur. Garminbúðin hækkaði verð á úri um 10.000 krónur. Elko hækkaði verð á rafmagns- hlaupahjóli um 10.000 krónur. Hókus pókus stóll hjá Ólafíu og Óliver. MYND/SKJÁSKOT MYND/SKJÁSKOT Margir velta fyrir sér hagkvæmum leiðum til að gera sér glaðan dag eða kaupa sér nauðsynjavörur. Þá eru eftirfarandi Facebook-hópar og afsláttarleiðir sniðugar að hafa í huga. Facebook-hópar • Sparnaðar tips • Fjármálatips • Vertu á verði – eftirlit með verðlagi Tilboð fjarskiptafyrirtækjanna • 2f1 hjá Nova • 2f1 hjá Símanum • VIP tilboð hjá Vodafone Aðrar tilboðsleiðir • Hópkaup • Aha.is • Einkaklúbburinn • 2Fyrir1.is • Afslættir fyrir námsmenn: student.is • Afslættir fyrir eldri borgara og öryrkja: Kannið afslætti hjá söluaðila/þjónustveitanda. GOTT AÐ HAFA Í HUGA MATUR OG DRYKKUR HÆKKAÐI MEST Verðbólga var 2,2% í apríl sem er undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Vísitala hækkaði um 0,48% frá fyrri mánuði (apríl). HÆKKANIR Í APRÍL Mat- og drykkjarvara 1,37%* Brauð- og kornvörur 0,90% Kjöt 0,60% Ávextir 5,06% Grænmeti 9,14% Húsgögn 2,50% Stór heimilistæki 3,27% Lyf 3,63% Flugfargjöld innanlands 18,00% Bílar 2,29% Bjór 2,38% LÆKKANIR Í APRÍL Bensín og olíur -4,54%* Föt -0,65% Borðbúnaður, glös, eldhús- og heimilsáhöld -4,47% *Vegur þyngst til hækkunar (+0,2%) *Vegur þyngst til lækkunar á vísitölunni (-0,15%) Við vonum að það sé kominn stöðugleiki á gengið svo neyt- endur þurfi ekki að horfa upp á frekari verðhækkanir. Almennar hækkanir vega þyngra en hækkanir á einstaka vörum. Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.