Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2020, Blaðsíða 16
Það er ekki beinlínis upp-lífgandi að fylgjast með fréttum í dag. Versta kreppa í hundrað ár í aðsigi samkvæmt fjármálaráðherra, atvinnuleysi, gjaldþrot og gríðarlegur halli ríkissjóðs, sem vafalaust mun leiða til niðurskurðar í þjónustu ríkis- ins að mati flestra. Allt vegna kórónaveirunnar og áhrifa hennar. Áhrifin á geðheil- brigði þjóðarinnar hljóta því að verða töluverð. Staða geðheilbrigðismála á Íslandi hefur lengi þótt af- gangsstærð og málaflokkur- inn ekki fengið þá athygli og það fjármagn frá heilbrigðis- yfirvöldum sem hann á skilið. Áætlað er að heilbrigðisyfir- völd veiti um 10 prósent af heildarútgjöldum sínum til geðheilbrigðismála. Ekki er hægt að fyllast sérstakri bjartsýni um að það breytist á næstunni, þó sjaldan hafi þótt meira tilefni til. Fleiri leita sér hjálpar Einar Þór Jónsson er formað- ur Geðhjálpar, en samtökin vinna að því að bæta hag fólks með geðraskanir og geðfötlun. Hann segir fleiri hafa leitað til samtakanna en áður: „Já, við fundum fyrir því að fleiri leituðu til okkar en ella strax í mars og við þurftum að ráða til okkar annan ráðgjafa. Þetta eru skrítnir tímar. Ég held að það hafi enginn átt von á þessu. Sjálfur kýs ég að horfa á ljósið í myrkrinu, þó svo útlitið sé dökkt núna. Ég trúi því samt að skilningur og velvild aukist fyrir okkar málaflokki í framhaldinu, en auðvitað verður áfram rifist um peninga. Ég held að maður verði að vera raunsær og bú- ast við niðurskurði í heilbrigð- iskerfinu og á fleiri stöðum. Maður veit ekkert hvernig haldið verður á málum en auð- vitað vonar maður að stjórn- 15. MAÍ 2020 DV16 EYJAN ÚTLITIÐ DÖKKT Í DAG EN NOTKUN GEÐLYFJA FER MINNKANDI Sjálfsvígssím- tölum í hjálpar- síma Rauða krossins fjölg- aði í apríl og voru alls 105 – þar af ellefu frá börnum. Einar Þór Jónsson, formaður Geðhjálpar, segir að strax í mars hafi fleiri leitað sér aðstoðar hjá samtökunum. MYND/ERNIR Trausti Salvar Kristjánsson traustisalvar@eyjan.is málamenn átti sig á því að for- varnir í geðheilbrigðismálum hafa aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. Það höfum við lært frá bankahruninu, að ef ekki verður tekið á málum strax, mun þjóðin fá það í bakið síðar meir, með miklu meira umfangi og kostnaði en ella.“ Merkir ekki aukningu á sjálfsvígum Tíðni sjálfsvíga jókst ekki á Íslandi strax í kjölfar banka- hrunsins 2008 líkt og óttast var. Var sú niðurstaða þvert á erlendar rannsóknir, sem sýndu að sjálfsvígum fjölgaði nokkuð strax í kjölfar efna- hagshruns og viðlíka áfalla. Ekki var merkjanleg breyt- ing á tíðni sjálfsvíga hér á landi fyrr en 2011, þegar mun færri sviptu sig lífi en áður, en næstu ár á eftir byrjaði tíðnin að hækka á ný og ná meðaltali fyrri ára fram til ársins 2018. Engar nýrri tölur um tíðni sjálfsvíga fengust frá Embætti landlæknis, en samkvæmt Einari Þór hafa samtökin ekki merkt aukningu sjálfsvíga í kjölfar kóróna veirunnar: „Nei, sem betur fer. Það var nokkuð mikið um þetta fyrir áramót veit ég, en við höfum ekki fundið fyrir aukningu eftir áramót. Ég vona innilega að það haldist þannig.“ Fjölgun sjálfsvígssímtala Hringingum í hjálparsíma Rauða krossins 1717 fjölgaði mikið í marsmánuði vegna COVID-19. Að sama skapi fækkaði sjálfsvígssímtölum óvenju mikið á sama tíma, sem er skýrt að einhverju leyti vegna þess álags sem var á símakerfið vegna COVID-19 og því hafi sjálfsvígssímtölin ekki náð inn. Hins vegar má greina fjölg- un sjálfsvígssímtala í apríl og samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum eru símtölin bæði þyngri og alvarlegri en áður. Samtals voru 105 slík samtöl í apríl, þar af ellefu frá börnum. Notkun geðlyfja minnkar Þá sýna tölur frá Landlæknis- embættinu að notkun á geð- lyfjum hefur minnkað í kjöl- far kórónaveirunnar, en þær tölur ná fram til 1. maí. Í flokki róandi og kvíðastillandi lyfja, svefn- og slævandi lyfja, sem og þunglyndislyfja, hefur notk- unin alls staðar minnkað milli mánaða, milli mars og apríl. Bankahrunið átti sér stað í október 2008. Þá var þró- unin svipuð. Notkun geðlyfja minnkaði lítillega næsta mán- uðinn. Minnkaði notkun þung- lyndislyfja lítillega, en tók síðan kipp í desember og náði hámarki í mars 2009. Sömu sögu má segja um svefnlyf og kvíðalyf, ef frá er talin aukn- ingin í mars. Hins vegar er engum blöð- um um það að fletta að notkun geðlyfja hér á landi hefur auk- ist gríðarlega á liðnum árum og strax árið 2013 var notkun þunglyndislyfja mest á Íslandi miðað við öll önnur lönd innan OECD-ríkjanna, eða 203% meiri en meðaltalið. n Fjöldi sjálfsvíga eftir kyni HEIMILD: EMBÆTTI LANDLÆKNIS 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 1015 2016 2017 2018 n Konur n Karlar 7 7 8 8 9 6 9 9 10 7 11 7 10 5 11 14 11 11 4 2 5 23 24 42 28 19 20 26 24 22 30 27 29 36 22 26 35 33 23 36 32 29

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.