Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Page 4
4 27. mars 2020FRÉTTIR Helvítis fokkíng bangsinn S varthöfði sá fyrir sér betra og einfaldara líf með auknum fjölda fólks í sótt- kví, hertara samkomu- banni og almennri uppsprettu kærleiks í samfélaginu. Loks- ins mætti slaka á, taka sér frí frá lífsgæðakapphlaupinu og vera í núinu. Taka sér frí frá því að þurfa að vera sætur, fínn, í góðu formi og frábær manneskja. Eyða tíma, stundum aðeins of miklum tíma, með þeim sem maður elskar og finna leiðir til að hafa ofan af fyrir sér og sínum í nærumhverfinu. Einfaldara líf án pressu. En nei, auðvitað þurftum við að eyðileggja það. Svarthöfða hreinlega blöskrar hvað við getum verið asnalega vitlaus stundum. Svarthöfða finnst í raun meiri pressa fólgin í að vera heima í sjálfskipaðri sóttkví en að lifa eðlilegu lífi án COVID-19. Svarthöfði á að gera heimaæf- ingar og reyna að hafa uppi á ketilbjöllum sem ganga kaup- um og sölu á svarta markað- inum eins og sjaldgæfasta ródíum. Svo þarf hann líka að hreyfa sig úti, sama hvernig veðrið er. Svarthöfði á líka að hafa þolinmæði til að kenna börnum allt milli himins og jarðar – hvort sem það er stjörnufræði eða bakstur. Þetta þarf hann að gera samvisku- samlega hálf- an daginn, svo börnin fari ekki út af sporinu og lendi í bölvuðu rugli. Svarthöfði þarf líka að vera myndarlegur í eldhúsinu, elda úr því sem til er, elda hollt til að berjast gegn veirunni, láta sykurinn eiga sig og forðast alla matar- sóun eins og heitan eldinn. Hann þarf að hægelda, hæg- steikja, hægsjóða gjörsamlega allt. Svo á Svarthöfði að vera þakk- látur fyrir allt og ekkert. Hann má alls ekki fest- ast í jogginggallanum allan daginn heldur taka sig til. Svo þarf hann náttúrlega að vinna, guð hjálpi okk- ur! Helst 150 prósent vinnu því maður kemur svo miklu í verk heima. Og til að toppa þetta allt saman er sam- félagið að krefjast þess að hann setji fokkíng bangsa út í glugg- ann. Bangsa! Svarthöfði er svo bugaður að hann kemur engu í verk. Hann kann ekkert í stjörnufræði og er arfaslakur kokkur. Hann skilur ekki hvað ketilbjalla er en finnst hann tilneyddur að eyða stór- fé í slíkt apparat – því það eiga það allir. Svarthöfði endar núna flesta daga eins og haugur uppi í sófa, með snakkslóðina á eftir sér og tómatsósu í munnvikunum eftir að hafa boðið heimilisfólk- inu upp á pulsur með öllu, sjö- unda daginn í röð, og hugsar um helvítis masókistann sem fannst þessi bangsar-í-glugga hugmynd sniðug. Svarthöfði mun finna þig einn daginn … n Svarthöfði Það er staðreynd að… Megnið af rykinu heima hjá þér samanstendur af dauðum húðfrumum þínum. Jójóið er næstelsta leikfang í heimi á eftir brúðunni. Orðið pasta þýðir deig á ítölsku. Flestar bakteríur í líkamanum leynast á milli tánna. Hnéskeljar myndast ekki fyrr en við náum sex ára aldri. Hver er hún n Hún er fædd í júní árið 1961. n Hún ólst upp á Siglufirði, yngst sex systkina. n Hún starfaði sem sérfræðingur við Háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð á árunum 1993 til 2002. n Hún er fyrsta konan sem starf- aði sem þyrlulæknir Landhelgis- gæslunnar. n Hún er jafnframt fyrsta konan sem gegnir núverandi starfi, sem hún tók við árið 2018. SVAR: ALMA MÖLLER „Ég mæli með þessu ef ykkur leiðist“ Stefán og Andrea létu faraldurinn ekki stöðva hjónavígsluna L eikaraparið Stefán Benedikt Vilhelmsson og Andrea Ösp Karlsdóttir gengu í hjónaband á dögunum í óhefðbundinni athöfn, í skugga COVID-19. Parið tilheyrir Leikhópnum Lottu og hefur verið í sambandi í þrjú ár en þekkst í um tuttugu ár. Í samtali við DV segir Stefán að athöfnin hafi verið ótrúlega falleg, að vel hafi tekist til þótt nauðsynlegt hefði verið að breyta áætlunum töluvert vegna kórónu- veirunnar. Stefán segir hugmyndina að hjónavígslunni hafa komið upp þegar þau voru í Kína í fyrrahaust, ekki löngu áður en faraldurinn hófst. „Við fengum hugmyndina fyrst um hvað okkur lang- aði til að gera. Það var ekkert hefðbundið bónorð, held- ur var þetta sameiginleg ákvörðun,“ segir Stefán. „Við ætluðum að vera komin út til Mexíkó á þess- um tíma, í góða afslöppun, með millistopp í Banda- ríkjunum. Við vorum líka búin að sérpanta hringa frá gullsmiðju. Þá lenti gullsmiðurinn í bölvuðum vand- ræðum, því sá sem steypir gullhringana fyrir hann var settur í sóttkví. Síðan var öllum flugferðum aflýst,“ bætir Stefán við, og því gekk það ekki þrautalaust að skipuleggja þennan stærsta dag í lífi margra. Að sögn Stefáns var COVID-19 faraldurinn visst lán í óláni, enda fór athöfnin vel fram og varð að lítilli og notalegri athöfn, sem varð jafnvel einstakari og nánari fyrir vikið eftir breytt skipulag. Í upphaflega planinu ætluðu þau Stefán og Andrea ekki að ljóstra neinu upp um brúðkaupið fyrr en þau væru komin í þaul- skipulagða brúðkaupsferð í Cancún í Mexíkó, en þar sem allt fór úr skorðum út af COVID-19 gengu turtil- dúfurnar í það heilaga hér heima á Íslandi. Þau opin- beruðu hjónabandið á Facebook fyrir nokkrum dögum og tekur Stefán fram að enginn hafi vitað af þessu. „Það voru engir gestir viðstaddir, bara við og stelpurnar okkar. Við létum ekkert stoppa okkur, held- ur náðum við að aðlaga okkur nýjum og breyttum að- stæðum. Mestu máli skipti hvað við vorum að gera, ekki hvernig. Ég mæli sterklega með þessu ef ykkur leiðist,“ segir Stefán hress um hjónavígsluna. „Að lokinni vel heppnaðri athöfn skelltum við okkur svo með stelpurnar í brúðkaupsferð um allt Ísland á 30 mínútum með FlyOver Icleland en það bauð upp á enn frekari tilfinningasveiflur því við komu þangað þurfti að fresta „fluginu“ vegna tæknibilunar,“ segir Stefán, í skýjunum með ástina, lífið og tilveruna á tímum kór- ónuveirunnar. n „Mestu máli skipti hvað við vorum að gera, ekki hvernig. LJ Ó SM Y N D : R A G N H EI Ð U R A R N A R D Ó T TI R Nýgift Andrea og Stefán tilheyra bæði Leikhópnum Lottu. Tómas Valgeirsson tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.