Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2020, Side 40
27. mars 2020 13. tölublað 111. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Karlmenn dansa ekki! Harpa / Skeifan 6 / 5687733 Styðjum íslenska hönnun! 15% afsláttur af allri íslenskri gjafavöru fram til 5. apríl, bæði í verslunum okkar og vefverslun. www.epal.is #minnhönnunarmars Jesús, djöfullinn og Björn M ikil leynd hvíldi yfir tökum nýjustu kvikmynd- ar bandaríska leikstjórans Terrence Malick, en tökur fóru að stórum hluta fram hér á landi og á Ítalíu. Eftirvinnsluferli myndarinnar er enn í fullum gangi, þrátt fyrir faraldurinn sem nú geisar, en tökur fóru fram sumarið 2019. Afraksturinn ber heitið The Last Planet og fjallar um viðburðaríka ævi Jesú Krists. Íslenska leikaranum Birni Thors bregður fyrir í myndinni í ótilgreindri rullu en helstu leikarar eru Sir Ben Kingsley, Joseph Fiennes, Aidan Turner, Douglas Booth og ungverski leikarinn Géza Röhrig, sem fer með burðarhlutverkið. Þar að auki fer Óskarsverðlaunahafinn Mark Rylance með hlutverk kölska, sem sýndur verður í fjórum mismunandi gervum. The Last Planet er sögð taka djarfan og drunga- legan vinkil á þekktar dæmisögur um Krist úr Biblíunni og verður myndin útfærð með ljóðrænum brag, líkt og fyrri verk leik- stjórans. Á löngum ferli hefur Malick hlotið gífurlegt lof fyrir verk sín, hvað mest fyrir kvikmyndirnar Badlands, The Thin Red Line og The Tree of Life, sem skartaði meðal annarra leikurunum Brad Pitt og Sean Penn. Ekki er enn vitað hvort fram- vinda COVID-19 hafi áhrif á út- gáfu kvikmyndarinnar, en að öllu óbreyttu eru sýningar fyrir- hugaðar næsta haust. Dansa til að gleyma S amfélagsmiðillinn Tik Tok hefur vakið gríðar- lega lukku hjá yngri kynslóðinni, sérstak- lega hjá krökkum á aldrinum 8 til 15 ára, en aðaltrendið á miðlinum er stutt dansmynd- bönd. Aldurssamsetning not- enda á Íslandi hefur breyst lítið eitt eftir að kórónaveiran setti allt úr skorðum og nota áhrifavaldar á aldrinum 25 og 40 nú miðilinn grimmt til að stytta sér stundir. Í þeim hópi eru til að mynda fyrrverandi fegurðardrottningarnar Tanja Ýr Ástþórsdóttir og Manuela Ósk Harðardóttir, sem og Ernuland, sem berst fyrir bættri líkamsímynd landans. Samkvæmt erlendum miðl- um borgar Tik Tok áhrifavöld- um 500 dollara, um 70 þúsund krónur, fyrir að ganga til liðs við miðilinn en óvíst er hvort það á við um íslensku áhrifa- valdana. S úkkulaðiframleiðendur víða um heim hafa opnað dyr sínar á staf- rænu hátíðinni #Stay- HomeWithChocolate. Hátíðin hófst 24. mars og lýkur 28. mars. Öllum viðburðum hefur verið streymt beint á Instagram. Full- trúi Íslands á hátíðinni er Om- nom. Kjartan Gíslason, einn af stofnendum Omnom, segir í samtali við Forbes að sala á súkkulaði hafi hrunið í skugga kórónuveirufaraldurs og því fagni hann framtakinu. Stafræn súkkulaðiveisla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.