Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 7

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 7
i blaðinu Hann Guðmundur Annað efni: Allir sem fylgzt hafa með frjálsum íþróttum hérlendis á undanförnum árum þekkja Guðmund Þórarinsson, hinn óþreytandi og duglega þjálfara (R-inga. Hefur starf Guðmundar vakið verðskuldaða athygli, og þá ekki sízt unglingaþjálfun hans, þar sem lagður hefur verið grunnurinn að frjálsíþróttastórveldi ÍR. íþrótta- blaðið spjallar nú við Guðmund Þórarinsson og segir frá störfum hans. Sigur — Sigur — Sigur Þeir sem viðstaddir eru leiki belgíska knattspyrnu- liðsins Standard Liege, hrópa gjarnan framanskráð einum rómi. Sá er verið er að hylla er íslendingurinn Ásgeir Sigurvinsson, sem nú er tvímælalaust kominn í röð fremstu knattspyrnumanna Evrópu. Kom snilli hans vel fram í landsleikjum íslendinga við Belgíu- menn og Hollendinga á dögunum, og þrátt fyrir að í liðum þessara þjóða væri hver öðrum betri, var það samt sem áður Ásgeir Sigurvinsson sem vakti mesta athygli. Sviðið er Diisseldorf Nýlega fór fram í Dusseldorf í Vestur-Þýzkalandi hin svonefnda heimsbikarkeppni í frjálsum íþróttum — sennilega mesti frjálsíþróttaviðburður þessa keppn- istímabils. Þar voru stórstjörnur á ferð, en ekki fór þó allt eins og ætlað var, svo sem lesa má í grein íþróttablaðsins um þetta mikla mót. Heldur „húsbyggingunni“ áfram Vilmundur Vilhjálmsson, spretthlaupari úr KR, er einn þeirra ungu frjálsíþróttamanna sem vakti mikla athygli í sumar. Vilmundur er harður keppnismaður sem stefnir á toppinn, er harður við sjálfan sig, og gerir sér grein fyrir því að leiðin að settu marki næst ekki fórnalaust. íþróttablaðið birtir nú viðtal við Vilmund, þar sem hann fjallar um feril sinn og framtíðaráform. Tom Watson Einn bezti kylfingur í heimi um þessar mundir er Bandaríkjamaðurinn Tom Watson. Hann fékk áhuga á íþróttinni er hann var aðstoðarmaður föður síns, sem var áhugagolfleikari. I sumar vann Watson það frækilega afrek að sigra í brezku golfkeppninni, en þar voru meðal þátttakenda flestir beztu golfleikarar heimsins. Endurhæfingin Páll B. Helgason, sérfræðingur í orku- og endurhæf- ingarlækningum ritar mjög athyglisverða grein í Iþróttablaðið að þessu sinni um endurhæfingu fatl- aðra og þátttöku þeirra í íþróttum. Nefnist grein Páls: „Endurhæfingin hefur náð hátindi þegar hinn fatlaði fer að taka þátt í íþróttum." Meðal annars efnis í íþróttablaðinu að þessu sinni má nefna grein í greinaflokknum ,,0tilíf“, þar sem fjallað er um byssuíþróttina og veiðimennsku. Greint er frá fyrsta fundi sambandsstjórnar ÍSÍ, og þátttöku ís- lendinga í Stoke Mandvilleleikunum í Bretlandi. Og Iþróttablaðið bregður einnig upp svipmyndum í litum frá Reykjavíkurleikunum í frjálsum íþróttum. Forsíðan: Óþarfi mun að kynna kappann sem mynd er af á for- síðu blaðsins, Hrein Halldórsson — Strandamanninn sterka. Myndin var tekin á Reykjavíkurleikunum er Hreinn sigraði marga af beztu kúluvörpurum heims í keppni.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.