Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 19

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 19
spurðum Guðmund hvað þyrfti að breytast hér á landi til að hægt væri að búast við fleiri toppmönnum og betri árangri. — Frumskilyrðið er og verður náttúru- lega það að menn æfi mikið og reglulega. En það þarf fleira að koma til. Við þurfum nauðsynlega á betri innanhússaðstöðu að halda. Hún er mjög takmörkuð og bágborin miðað við það sem mætti kalla lágmarks- aðstöðu. Eins og er held ég að engin plön séu um að byggja viðunandi aðstöðu fyrir frjálsíþróttir í landinu. Við þurfum einnig fleiri þjálfara og betur lærða. Þá þurfum við að efla og auka samvinnu innan alls þess hóps sem vinnur að frjálsíþróttamálum og stundar frjálsar íþróttir. Loks verðum við að framlengja okkar stutta sumar með því að fara til annarra landa áður en sumar byrjar hér og eftir að því er lokið hér, þ.e. í apr- íl/maí og í september. Það er fullt af keppnum hingað og þangað erlendis lengi eftir að við verðum að hætta keppni hér, og nauðsynlegt er að vera ytra í smá tíma áður en keppnirnar byrja fyrir alvöru. Eitt af því sem er nauðsynlegt að breytist er fjöldi þjálfara. Það háir starfinu mjög í dag að þeir eru alltof fáir. Við þurf- um að fjölga þjálfurum verulega til að hver þeirra geti einbeitt sér að minni hópum og miklu afmarkaðri verkefnum. Það gæti hjálpað okkur verulega til að ná fram meiri framförum, því um leið og fleiri menn kæmu inn í starfið myndu þeir skipta því á milli sín. Þannig er háttað hjá fR að ég er einn með alltof stóran hóp. Er það ekkert vafamál að ef ég fengi 1—2 menn með mér í ÍR þá mundum við skipta þeim mikla fjölda sem þar er á milli okkar. Það er engum akkur í að vera að reyna að gína yfir öllum og reyna að fást við alla. Það hefur ekki verið mín meining, maður hefur einungis orðið að gera þetta, sagði Guðmundur og það var alvara og sannfæring í orðum hans. Fjölmiðlar mikilvægir Þeir eru fjölmargir sem finna fjölmiðlum ýmislegt til foráttu, og má segja að íþrótta- menn og forystumenn íþróttamála hafi marga söguna að segja í því sambandi, því ósjaldan geta menn ekki fellt sig við það sem fært er í letur í fjölmiðlunum, sérstak- lega ef það varðar þá sjálfa. Þar sem íþróttablaðið hefur oft spurt fólk um af- stöðu þess til fjölmiðla var Guðmundur spurður um það einnig. — Fjölmiðlar hafa geysimiklu hlutverki að gegna, að mínu viti, og ég verð að segja að mér finnst þeir oft ekki standa undir sínu hlutverki. Þeir eru afskaplega fljótir að geta um neikvæðar hliðar og oft sér maður að vinnubrögðin eru óvönduð. Þetta gerist bæði hér og erlendis. Gagnrýni í umfjöllun þeirra um íþróttir er oft af lítilli þekkingu og afar sjaldan hef- ur maður séð jákvæða gagnrýni. Stundum er gagnrýnin byggð á misskilningi, stundum á atvikum sem eru undantekningar í starf- inu. Og oft er málum slegið upp án þess að viðkomandi séu spurðir beint um málsat- vik, en í staðinn leitað álits óviðkomandi aðila. Fjölmiðlar hafa þó stundum reynt að taka sig á og er það kærkomið og til virð- ingar. Þeir hafa jú líka hjálpað við að auka áhuga fólks fyrir hinum ýmsu íþróttagrein- um og það er einnig vei. Ep það sem ég held sé nauðsynlegast í sambandi við fjölmiðla og íþróttir er að góð samvinna ríki þar ætíð á milli beggja aðila. Báðum er það fyrir beztu og báðum til framdráttar. Svo mörg voru þau orð, gagnleg umræð- unni um fjölmiðla og íþróttir. Giftur frjálsíþróttum! Það er skoðun þess sem þessar línur ritar að þeir sem taka að sér einhvern starfa verði að einhverju leyti að starfinu og trúlofist starfinu, ef þannig mætti að orði komast. Nú er það þannig að Guðmundur hefur varið geysimiklum tíma til frjálsíþróttanna og er það næstum hans líf, að því er kunn- áttumenn segja. Allan tímann er hann að einhverju leyti að snúast í hinu og þessu sem varðar þjálfun og málefni frjálsíþrótta- deildar ÍR en mikið hefur Guðmundur einnig lagt félagsstarfinu að mörkum, að sögn. Eru margir á því að fórnfýsi Guðmundar hafi gengið út fyrir það sem nokkur annar maður mundi geta lagt á sig í þessum efnum, en slík ummæli ættu að bera óbilgirni persónuleikans góðan vott. Að lokum var Guðmundur spurður hvort segja mætti að hann væri ekki beint trúlofaður frjálsíþróttunum. heldur miklu fremur gift- ur þeim. Við þessari spurningu hló Guðmundur í kampinn og svaraði á sama máta og spurt var: „Það má kannski taka svo til orða og segja að ég sé giftur frjáls- íþróttinni. Alla vega hafa þær komið í stað konunnar!!“ PÓSTKRöFU- _ FRÍMERRI í STAÐ FERÐAR í BÆINN LEVÍS GALLABUXUR SNID 522 Vinsamlegast sendið mér Levi’s gallabuxur í beirri stærð sem merkt er við.— MITTIS MÁL 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 36 Q Q tn LL LU CC * 34 36 NAFN: HEIMILISF: laugavegi 89-37 hafnarstræti 17 10353 12861 13303

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.