Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Qupperneq 24

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Qupperneq 24
 Úr félagsheimili Standard Liege, stórar myndlr hanga uppi af leik- mönnum liðsins og á þessari mynd sjást 5 af máttarstólpum liðsins, Nikel, frá V-Þýzkalandi, Visnyei frá Ungverjalandi, Sigur- vinsson frá íslandi og belgísku landsliðsmennirnir Piot og Ren- að var athyglisvert að fylgjast með íslenzka landsliðinu í knattspyrnu í leikjum þess í Belgíu og Hollandi á dögunum. Árangur landsliðsins var í sjálfu sér svipaður og reikna hefði mátt með, er frammistaða eins af íslenzku landsliðs- mönnunum í þessum leikjum var öll önnur, en jafnvel þeir bjartsýnustu höfðu búizt við. Ásgeir Sigurvinsson átti þarna tvo sannkallaða stórleiki, hann var allt í öllu hjá íslenzka landsliðinu. Hann var íslenzka landsliðið að hálfu leyti — kannski rúmlega það. Fyrir mörgum árum sá undirritaður leik í þriðja flokki, lið ÍBV lék þá gegn jafnöldrum sínum úr Víkingi. Einn maður á vellinum vakti sérstaka athygli viðstaddra. Hann tók öll útspörk Vest- mannaeyjaliðsins, hann sá um innköst- in, aukaspyrnurnar og hornin. Að sjálf- sögðu var hann fyrirliði liðs sins og þó Víkingarnir reyndu að gæta hans reyndist það þeim erfitt, Ásgeir Sigur- vinsson var einfaldlega of góður fyrir þá. Það eru sennilega 7 ár síðan þetta var og aðstæður eru breyttar. Ásgeir Sigur- vinsson lék að vísu ekki sama hlutverkið með landsliðinu og með þriðja flokki ÍBV um árið — en allt að því. Eyjapeyj- inn er nú orðinn 22ja ára og sannkallað stórveldi í evrópskri knattspyrnu. Hann vekur athygli hvar sem hann fer með sínu þekkta liði Royal Club Standard frá Liege í Belgíu. Með íslenzka landsliðinu var hann sá sem byggði upp og skipu- lagði, var heilinn í öllum leik liðsins. Það var ekki að undra þó hollensk og belgísk blöð fjölluðu mikið um þennan snjalla leikmann, sem er orðinn vel kunnur í löndum þeirra. Belgía 4 — Sigurvinsson 0 í einu blaðanna mátti lesa að Belgía hefði unnið Sigurvinsson með 4 mörk- um gegn engu og þótti þeim mikið koma til frammistöðu Ásgeirs. Það var hann sem mest rúm fékk í blöðum ytra, jafn- vel meira en mestu uppáhaldsleik- mennirnir í viðkomandi landsliðum. Ruud Krol lét hafa það eftir sér að Sigurvinsson væri sá leikmaður. sem Ajax vantaði og ætti þessi fyrirliði silf- urliðsins frá síðustu Heimsmeistara- keppni að vita hvað hann segir. Var fyrirsögn þessa efnis þanin yfir 6 dálka í einu af belgísku stórblöðunum og fyrir neðan var birt stór mynd af þeim bræðrum Ásgeir og Ólafi og sagt eitt- hvað á þá leið að þó þeir séu ekki alveg eins í útliti þá fari það ekki á milli mála að þeir séu í sömu fjölskyldu. Halda mætti áfram að telja upp um- sagnir um Ásgeir í belgískum og hol- lenskum blöðum fyrir þennan leik. Einnig var mikið talað við Ásgeir fyrir leikinn og kunnasta knattspymutímarit Hollands birti opnumynd í litum af Ás- geiri og var myndin tekin á Laugarvatni í sumar. í stað þess að velta hollenskum, frönskum og flæmskum frösum um snilli Ásgeirs yfir á íslenzku skulum við 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.