Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Page 38

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Page 38
p eftír að reí Spjallað við sprettharðasta íslendinginn, Vilmund Vilhjálmsson Einn af hápunktum Reykjavíkurleik- anna í frjálsum íþróttum í sumar var keppni í 100 metra hlaupi. Þar var meðal keppenda þeldökkur Banda- ríkjamaður, sem kominn var langa leið að til þess að spretta úr spori og sýna snilli sína á Laugardalsvellinum. Blökkumaður þessi hafði náð mjög góðum árangri í 100 metra hlaupi, hlaupið á 10,1 sek. fyrr í sumar og skipað sér þar með í röð fremstu spretthlaupara í heiminum. Var því að vonum að hann var álitinn mjög sigur- stranglegur í keppninni á Laugardalsvellin- um, þótt vitanlega hefðu íslendingar nokkra von að okkar bezti maður, Vilmundur Vilhjálmsson, myndi velgja honum undir uggum. Hlaupararnir röðuðu sér upp við rás- markið. Bandaríkjamaðurinn fremur lág- vaxinn og kvikur í hreyfingum, Vilmundur líkari kastara sem villst hafði að rásmark-^ inu, en spretthlaupara, hávaxinn og vöðva- stæltur. Svo reið skotið af. Aðeins á fyrstu metrunum var vafi um hvernig fara myndi. Síðan stikaði Vilmundur fram úr blökku- manninum, löngum fjaðurmögnuðum skrefum og í markinu skildu 3 sekúndubrot að, sem er mikill munur í svo stuttu hlaupi. Frækilegt afrek hjá Vilmundi, sem sýndi að 38

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue: 4. tölublað (01.08.1977)
https://timarit.is/issue/408415

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

4. tölublað (01.08.1977)

Actions: