Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Page 38

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Page 38
p eftír að reí Spjallað við sprettharðasta íslendinginn, Vilmund Vilhjálmsson Einn af hápunktum Reykjavíkurleik- anna í frjálsum íþróttum í sumar var keppni í 100 metra hlaupi. Þar var meðal keppenda þeldökkur Banda- ríkjamaður, sem kominn var langa leið að til þess að spretta úr spori og sýna snilli sína á Laugardalsvellinum. Blökkumaður þessi hafði náð mjög góðum árangri í 100 metra hlaupi, hlaupið á 10,1 sek. fyrr í sumar og skipað sér þar með í röð fremstu spretthlaupara í heiminum. Var því að vonum að hann var álitinn mjög sigur- stranglegur í keppninni á Laugardalsvellin- um, þótt vitanlega hefðu íslendingar nokkra von að okkar bezti maður, Vilmundur Vilhjálmsson, myndi velgja honum undir uggum. Hlaupararnir röðuðu sér upp við rás- markið. Bandaríkjamaðurinn fremur lág- vaxinn og kvikur í hreyfingum, Vilmundur líkari kastara sem villst hafði að rásmark-^ inu, en spretthlaupara, hávaxinn og vöðva- stæltur. Svo reið skotið af. Aðeins á fyrstu metrunum var vafi um hvernig fara myndi. Síðan stikaði Vilmundur fram úr blökku- manninum, löngum fjaðurmögnuðum skrefum og í markinu skildu 3 sekúndubrot að, sem er mikill munur í svo stuttu hlaupi. Frækilegt afrek hjá Vilmundi, sem sýndi að 38

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.