Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Qupperneq 51

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Qupperneq 51
TfrMA Watew/ nema eðlilegt að hann væri vinsæll meðal skólafélaga sinna og kennara. Alvarlega slettist þó upp á vinskapinn með honum og skólastjóranum, er sá síðarnefndi varð einu sinni var við það að Tom Watson var að gefa ungri skólasystur sinni sígarettu á skólalóðinni, en þar var tóbaksnotkun með öllu bönnuð. Kallaði skólastjórinn piltinn og stúlkuna fyrir sig og hélt yfir þeim þrumandi skammarræðu og hótaði þeim brottrekstri úr skólanum. Bæði stóðu þau sneypt undir reiðilestrinum, en þegar þau fóru sá skólastjórinn að þau leiddust hönd í hönd. Stúlka þessi hét Linda og er nú eig- inkona Tom Watsons og ferðast með hon- um hvert sem hann fer. Þegar skyldunámi var lokið lögðu bæði Tom og Linda stund á sálfræðinám og vegnaði vel, sérstaklega þó henni. Tom var hins vegar farinn að eyða æ meiri tíma í golfleikinn og eðlilega stal sá mikli tími sem hann þurfti til æfinga og þátttöku í mótum, miklum tíma frá náminu. — Ég man að hann vildi ólmur kvænast mér meðan við vorum enn í gagnfræða- skóla, sagði Linda Watson, — ég vildi hins vegar bíða unz við höfðum lokið námi og lét hann sér það vel líka. Hefði mig hins vegar grunað hvað framtíðin bæri í skauti sínu hefði ég gifzt honum á stundinni. Ég get ekki hugsað mér skemmtilegra og fjöl- breyttara líf en við lifum. Við ferðumst um víða veröld og kynnumst nýju og nýju ágætisfólki. Ég skemmti mér jafnan kon- unglega að fylgjast með mótunum sem Tom keppir í og ef hann vinnur sigur verð ég jafnvel enn glaðari en hann. Ég er oft að því spurð hvort ekki sé erfitt að vera kona svo frægs íþróttamanns, en svara því alltaf á sama veg. — Það er þvert á móti bæði auð- velt og skemmtilegt. Við höfum alltaf fengið að vera í friði með einkalíf okkar og ein- hvem veginn er það þannig að Tom hefur aldrei lent á milli tannanna á kjaftakerling- unum. Við reynum að haga okkur eins eðlilega og við getum. Við búum t.d. ekki á dýrustu hótelum borganna sem við gistum. Reyndum heldur að finna okkur lítil og þægileg hótel, þar sem við getum verið í friði. Við bjóðum oft fólki til okkar, og oft safnast margt manna, sérstaklega þó ungl- 'ngar kringum okkur, en Tom hefur haft það fyrir reglu að halda þeim í hæfilegri fjarlægð og gefur t.d. ekki eiginhandarárit- anir við matborðið. En líf Tom og Lindu Watson hefur ekki alla tíð verið dans á rósum. Enginn getur hnyndað sér hversu gífurlega vinnu Tom lagði á sig þegar hann var að vinna sig upp í að verða í fremstu röð golfleikara. Hann var við æfingar á golfvöllunum frá morgni til kvöld. Hann keypti sér allar kennslumyndir sem til voru um golfíþróttina og athugaði gaumgæfilega hverja hreyfingu meistar- anna, hvert högg þeirra og hvernig þeir höguðu sér og breyttu við hinar mismun- andi aðstæður. Á kvöldin þegar hann kom heim frá æfingunum var hann svo þreyttur að ekki var um það að ræða að þau hjóna- komin brygðu sér á bíó eða á ball, eins og títt er um ung hjón. — Við vorum bæði afskaplega spennt þegar hann var að byrja að taka þátt í stór- mótum, sagði Linda. — Við lágum ef til vill andvaka og ræddum um keppinauta hans og golfvellina sem leika átti á. Það sem gladdi mig mest var að Tom varð aldrei ergilegur þótt hann tapaði eða honum gengi illa. Hann varð bara ákveðnari að gera bet- ur næst. — Ég get ekki alltaf unnið, sagði Tom stundum, — það getur enginn. Ég hef heldur ekki áhuga á því; það sem mig dreymir um er að verða það góður golfleik- ari að eftir mér verði munað löngu eftir að ég hef lagt skóna á hilluna, og svo verður auðvitað ekki nema að mér takist oft að sigra og það í stórmótum. Tom Watson var þegar farinn að vekja athygli á stórmótum árið 1970, en sinn fyrsta stórsigur vann hann þó ekki fyrr en árið 1975 er hann sigraði í „British open“ á Caraoustie. Það var eftir þá keppni sem Jack Nicklaus sagði um hann að hann hefði hæfileika, sjálfstraust og ótakmarkaða framagirni. — Hann er ekki komandi stjarna, hann er þegar orðinn stórstjarna, sagði Nicklaus. Það reyndist Tom Watson engan veginn auðvelt að standa udnir þessum sigri sínum. Árið 1976 átti hann stöðugt 1 erfiðleikum með upphafshögg sín, og varð aldrei í fremstu röð á stórmótum. Eftir frammi- stöðu sína árið 1975 hafði hann verið talinn Tom Watson hampar hinum eftirsóknarverða verðlaunagrip í ,,Brithis open“ keppninni. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.