Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 59

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 59
f r Fréttir frá ISI ^ sl. vori voru liðin rétt 50 ár frá því fyrsta Fimleikamót íslands fór fram. Fyrsti fimleikameistari ís- lands varð Magnús Þorgeirsson. Fimleikasambandið efndi til samsætis af þessu tilefni og við það tækifæri var Magn- ús sæmdur fyrsta gullmerki Fimleikasam- bandsins. Ásgeir Guðmundsson form. FSÍ ávarpaði Magnús og konu hans, rifjaði upp nokkur atriði úr sögu fimleikanna á árunum 1920—1940, en á þessu tímabili var mikil gróska í fimleikaiðkun hér á landi og fim- leikahópar, sem héldu utan til sýninga, hlutu lofsamlega dóma. Jafnframt þakkaði formaður FSÍ Magnúsi dyggilegan stuðning og framlag við að halda uppi merki fin> leikanna, ekki aðeins sem góður iðkandi, heldur einnig með ýmiskonar stuðningi á síðari árum. Á efri myndinni er Magnús ásamt fim- leikameisturum íslands 1977, talið frá vinstri: Magnús Þorgeirsson, Karólína Val- týsdóttir, Björk, Hafnarf.; Berglind Péturs- dóttir, Gerplu, Kópav., og Sigurður T. Sigurðsson KR. Á neðri myndinni þakkar Magnús þann heiður, sem honum var sýndur en með honum á myndinni eru f.v.: Ástbjörg Gunnarsdóttir varaform. FSl, Ásgeir Guðmundsson form. FSl og Ingibjörg J. Kaldal eiginkona Magnúsar. Fyrsti fundur sambands- stjórnar ÍSÍ Iþróttaþingi 1976 var gerð sú Æ% skipulagsbreyting á starfi fþrótta- sambandsins. að eftirleiðis er sam- B M bandsstjórn skipuð formönnum héraðssambandanna og sérsambandanna auk framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Koma fundir sambandsstjórnar í stað funda sambands- ráðs og formannafunda, er áður voru haldnir. Sambandsstjórnin er æðsti aðili milli íþróttaþinga og hún skal halda fundi sína árlega að vori til. Fyrsti fundur nýskipaðrar sambands- stjórnar var haldinn 23. apríl sl. vor. Mörg mál lágu fyrir fundinum, þ.á m. skipting á útbreiðslustyrk ISÍ til sérsambandanna að upphæð 9.0 millj. króna, skipun Ólympíu- nefndar fyrir næsta Ólympíutímabil, skýrsla Trimm-nefndar kjörinni af íþrótta- þingi 1976 og rætt var all ýtarlega um skýrslugerðir félaga og félagsmanna- og iðkendatal. Einnig ræddi fundurinn hinn mikla og sívaxandi ferðakostnað og hvernig væri hugsanlegt að lækka hann. Myndin á síðunni hér til hliðar er af full- trúum á þessum fyrsta fundi Sambands- stjómar ÍSÍ, en þar voru mættir fulltrúar nær allra þeirra samtaka, er skipa fulltrúa í sambandsstjórn. 59

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.