Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1978, Síða 9

Íþróttablaðið - 01.06.1978, Síða 9
íþróttafjölskyldan... keppnisárum sínum. Guðný Guðjónsdóttir — er þegar komin í hóp beztu sundkvenna landsins. og dregur hvergi af sér, enda andstæðingurinn spumingum fyrst beint til hennar, og hún beðin að greina lítillega frá sund- ferli sínum. — Ég var sjö ára, þegar ég byrjaði að synda, en ég fór ekki að æfa sund með keppni fyrir augum fyrr en ég var að verða fimmtán ára, og þá kunni ég ekkert nema bringusund. Síðar á sama ári hóf ég einnig æfingar með landslið- inu. Mín aðalsundgrein var alltaf 100 metra skriðsund. Þó keppti ég í öðrum sundgreinum einnig. — Hvað getur þú sagt okkur um met og meistaratitla? — Á árunum 1955—1961 varð ég 19 sinnum Islandsmeistari og setti á þessu tímabili 52 íslandsmet, sem voru ekki öll í skriðsundi, heldur einnig í bringu- sundi — baksundi og flugsundi. Tvö ár í röð 1956« og 1957 hlotnaðist mér gull- merki ISÍ. Þetta voru heiðursmerki sem veitt voru því íþróttafólki sem setti tíu íslandsmet eða fleiri á árinu. Ég held að ég hafi það fyrir satt, að ég sé fyrsta íslenzka konan sem steig á verðlaunapall á Norðurlandameistara- móti. Þrjú Norðurlandameistaramót í röð, 1957—1959, tókst mér að ná í silfrið fyrir 100 metra skriðsund og bronsið fyrir 400 metra skriðsund. — Þú kepptir einu sinni á Olympíu- leikunum? — Jú, það var 1960 í Róm og þar keppti ég að sjálfsögðu í 100 metra skriðsundi. Eins og sést af þeirri stuttu sögu sem Ágústa segir hér á eftir, þá er ástæðan fyrir góðum árangri ekki alltaf af mjög hátíðlegum toga spunnin: — Á Norðurlandameistaramótinu í Kalmar í Svíþjóð 1957 kepptum við í sjó. Mér er afar minnisstætt að í braut- inni fyrir framan mig synti fjöldinn all- ur af sílum eða einhverskonar smáfisk- um og ég hugsaði: „Drottinn minn dýri, ef ég fengi þetta nú ofan í bolinn!“ Ég held, að ég hafi aldrei hvorki fyrr né síðar flýtt mér jafnmikið í sundi, enda tókst mér líka að ná öðru sætinu! Þá sneri íþróttablaðið sér að hús- bóndanum, Guðjóni Ólafssyni og spurðist fyrir um íþróttaferil hans: — Nú, það er víst varla í frásögur færandi, að ég hóf sundæfingar hjá Ár- manni í kringum 1948, en þá var ég 12 ára. Ég varð aldrei afreksmaður í sundi, keppti að vísu eitthvað í drengjaflokki en ég var latur við að æfa. Fljótlega upp úr þessu fór ég yfir í sundknattleikinn, einnig hjá Ármanni, og urðum við 9

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.