Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1978, Side 24

Íþróttablaðið - 01.06.1978, Side 24
Ragnar Ólafsson skrifar um golf Ungu mennirnir verða atkvæða- miklir í sumar Ég hef trú á því að það keppnistíma- bil golfmanna sem nú er nýlega hafið verði í senn árangursríkt og skemmti- legt, og þær miklu framfarir sem orðið hafa í þessari íþróttagrein hérlendis á undanförnum árum komi vel í ljós í sumar. Nú er að koma fram á sjónar- sviðið hópur af ungum kylfingum sem hafa æft íþróttina með öðrum hætti en lengst af hefur tíðkast hér. Þar á ég við. að þeir hafa byrjað að æfa golf þegar á barnsaldri, og hafa því fengið rétta og góða grunnþjálfun sem hefur mikið að segja í golfinu, ekki síður en í öðrum íþróttagreinum. Þá hefur það einnig sitt að segja, að golfvellirnir fara batnandi ár frá ári. Það er farið að hugsa betur um þá en nokkru sinni fyrr og menn hafa lært af reynslunni hvernig á að meðhöndla vellina. Eitt atriði enn spil- ar þarna líka inn í, og á ég þar við, að nú fást mun betri tæki til golfiðkana en var hér fyrir nokkrum árum. Nú er á boðstólum gott úrval af golfkylfum og golfboltum, þannig að hver og einn getur þar valið við sitt hæfi, en þarf ekki að aðlaga sig að kylfum sem keyptar höfðu verið gamlar, eða hentuðu við- komandi ekki á einn eða annan hátt. Það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir því hvað golfíþróttin á auknum vinsældum að fagna hérlendis, sem annars staðar. Þegar íþróttin var á bernskuskeiði sínu hér var tiltölulega mjög dýrt að taka þátt í henni, bæði voru kylfur og annar búnaður dýr og vallarleiga einnig. Nú eru fáir sem telja sér óviðráðanlegt að eignast sæmilegan búnað og vallarleigan er vel viðráðan- leg fyrir hvern sem er. Ástæða þess að svo margt ungt fólk hefur komið inn í íþróttina á undanförnum árum er vafalaust sú, að foreldrar margra þeirra sem þarna eiga hlut að máli stunduðu eða stunda golf og tók fólkið börnin sín með sér þegar það fór á æfingar. Eru þeir örugglega ótaldir sem fengið hafa „bakteríuna“ t slíkum ferðum á golf- vellina með fpreldrum sínum. Ég hef líka orðið áþreifanlega var við hversu fullorðið fólk hefur jákvæða afstöðu gagnvart því að börn þeirra leiki golf, hvetja þau til þess og fylgjast með þeim. Finnst það örugglega gæfulegra að börnin stundi íþróttir heldur en að þau hangi á sjoppunum eða séu á hálfgerð- um vergangi á götunum. Golfklúbb- arnir hafa reynt að mætti að mæia hin- um aukna áhuga ungra sem aldinna með því að bæta aðstöðuna á völlun- um, og eins að sjá fyrir þjálfurum. Þor- valdur Ásgeirsson hefur nú um árabil annast golfkennslu víða og leiðbeint mörgum þegar þeir voru að taka fyrstu skrefin og nú hefur t.d. Golfklúbbur Reykjavíkur enskan atvinnumann sem þjálfara og er þetta annað árið í röð sem hann er hjá klúbbnum. Er ákaflega mikilvægt að klúbbarnir geti boðið upp á slíka aðstoð, þar sem mikilvægt er að byrjendur læri strax undirstöðuatriðin í íþróttinni, því eins og allir vita er oft erfiðara að venja sig af ýmsum vitleys- um en taka þær upp. Segja má að frá hádegi og fram á kvöld sé mikill mannfjöldi á flestum golfvallanna. Aðalstraumurinn byrjar þó venjulega ekki fyrr en eftir klukkan fimm, þegar fólk kemur úr vinnu sinni, en þá eru margir sem bregða sér á golfvöllinn „og fara hring“. Um helgar Stundum byrja menn hér keppni í glaða sól- skini og góðviðri... 24

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.