Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1978, Page 39

Íþróttablaðið - 01.06.1978, Page 39
Iþróttabúningar orðin tízkuvara Tískusveiflur og tískuteiknarar hafa haslað sér nýjan völl í Bandaríkjunum. Helstu knatt- spymulið í Bandaríkjunum, sem njóta nú sívaxandi vinsælda, hafa ráðið til sín kunna tískuteiknara, til að teikna búninga fyrir liðsmenn sína. Meðal þessara manna eru hinn kunni teiknari Ralph Lauren, sem hefur teiknað búninga fyrir knattspymuliðið Cosmos í New York, þar sem Pele lék til skamms tíma. Annar er Sal Cesarani, sem nýlega teiknaði búninga fyrir Fury knattspymuliðið í Philadelphia. Frank Barsalona er framkvæmda- stjóri liðsins, sem er í eigu 17 manna, sem allir eru í tengslum við tónlist. Þeirra á meðal eru Paul Simon og Peter Frampton. Þessir menn eru vanir að vera í sviðsljósinu og vildu fá eitthvað sérstakara en búninga, sem stóru fyrir- tækin eins og Adidas, Admiral og Champion framleiða. Sal Cesarani varð fyrir valinu. Einu fyrirmælin sem hann fékk voru að búningamir ættu að vera litríkir og „sexy“. Frank Barsalona segir að at- hugun hafi leitt í ljós að 42% af áhorf- endum á knattspymuleikjum í Banda- ríkjunum væru konur, gagnstætt því sem er í Evrópu, þar sem yfirgnæfandi meirihluti eru karlmenn. Hann segir að kona eins af eigendunum hafi haft meiri áhrif á búningana en nokkur annar. Hún horfði á sinn fyrsta knatt- spymuleik í fyrra og sagði: „Það er auðvelt að skilja það sem er að gerast og það er „sexy“ að sjá alla þessa karl- menn hlaupandi um völlinn í fötum, sem litu út eins og nærföt.“ Ýmsum skilyrðum þarf að fullnægja. Til dæmis þarf að vera rúm fyrir númer leikmannsins, nafn hans og nafn Adi- das, sem framleiðir búningana. Fyrir valinu varð að hafa búningana gyllta og vínrauða. Blússan er með kraga og þremur hnöppum og mun þrengri en venja er til. Cecareani segir að þetta séu skrautlegir, heldur verða þeir að vera „sexy“ líka, ef vel á að vera. allt menn, sem þoli að ganga í þröngum fötum. Buxumar eru fimm sentimetr- um styttri en venja er til og á þeim eru hliðarklaufir, tólf sentimetra upp á við. Þá eru þær þrengri en almennt hefur verið. Þá hefur verið búinn til sérstakur vínrauður æfingabúningur, með gyllt- um röndum. Vínrauð rönd liggur niður eftir hlið sokkanna utanfótar, sem lítur út eins og framhald af rönd á buxunum. Skór verða venjulegir svartir knattspymu- skór, en Cesarani segist vera að hugsa um að teikna nýja fyrir næsta ár. Þannig var knattspymutízkan á því herrans ári l901. Hnésíðar buxur, ermalagnar peysur og markvörðurinn í hnausþykkri ullarpeysu, og auðvitað með derhúfu; en það höfuðfat þótti líka ómissandi fyrir þjálfara og stjórnendur liða. Myndin er af liði Tottenham sem sigraði í ensku bikarkeppninni 1901. 39

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.