Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1978, Síða 41

Íþróttablaðið - 01.06.1978, Síða 41
Búumst við 25þúsund gestum á landsmótið — sagði Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFI Nú styttist óðum í það, að 16. landsmót Ungmennafélags ís- lands verði haldið. Að þessu sinni verður það haldið á Selfossi dag- ana 21.—23. júlí og er það H.S.K. sem heldur mótið nú. Við fórum á fund Sigurðar Geirdal, framkvæmdastjóra U.M.F.Í. og báðum hann að segja okkur frá aðdraganda og undir- búningi þessa móts. Undirbúningur landsmóta hefst fyrir alvöru ári áður en mótin eru haldin. En í sambandi við mannvirki og staðsetn- ingu þá er byrjað að undirbúa þremur árum áður en mótin fara fram, eða næsta landsmótsár á undan. Þetta landsmót, til að mynda, áttu U.M.S.E. að halda, en í fyrra varð ljóst að mannvirki þau er reisa þurfti fyrir mótið yrðu ekki tilbúin í tíma. Þá sótti U.M.S.E. um frest til 1979. Allt slíkt er afar illa séð hjá okkur og því var afráðið í fyrrahaust að H.S.K. héldi mót þetta, því Selfoss var eini staðurinn á landinu sem gat tekið að sér að halda mótið fyrirvaralaust. U.M.S.E. frestar því sínu landsmótshaldi um þrjú ár og heldur mótið 1981. Undirbúningur fyrir mót sem þetta er gífurlegur og leggja þar margir hönd á plóginn. Úti í samböndunum eru það framkvæmdastjórar hvers sambands um sig, landsmótsnefndir eða stjórnir sambandanna sem skipuleggja undir- búninginn og fá þá hina ýmsu menn til liðs við sig. Á vegum landsmótsnefndar vinnur fjöldinn allur af fólki að ýmis- konar undirbúningsstörfum og hafa sumir starfað að undirbúningi síðan í fyrrasumar. Á mótið sjálft þarf svo að sjálfsögðu óhemju marga starfskrafta, því að við reiknum með því að allt að 25000 manns muni koma austur á Sel- foss yfir mótsdagana. Allir þeir starfs- kraftar sem munu starfa á mótinu munu vinna sín verk í sjálfboðavinnu og menn geta reynt að gera sér í hugar- lund hversu gífurlegan spamað slíkt hefur í för með sér fyrir okkur. Mótið verður sett kl. 20 föstudaginn 21. júlí. Setningarathöfnin fer fram á íþróttavellinum og hefst hún með hóp- göngu rúmlega 1000 þátttakenda inn á íþróttasvæðið. Mót þetta kemur til með að verða mikil íþróttahátíð, því þar verður keppt í frjálsum íþróttum, blaki, körfuknatt- leik, handknattleik, knattspymu, sundi, borðtennis, starfsíþróttum, skák og glímu. Auk þessa verður júdó sýning- argrein á mótinu. Fjöldi keppenda liggur ekki endan- lega fyrir, en að þátttakendum í for- keppnum meðtöldum, (þeir eru auð- vitað ekki allir sem koma á mótið og keppa til úrslita, heldur aðeins þeir sem sigruðu forkeppnirnar) má reikna með að fjöldi keppenda sé í kring um 2000. Keppni í hinum ýmsu greinum á að vera lokið kl. 18 mótsdagana og á kvöldin verða síðan kvöldvökur og dansleikir. Aðstaða fyrir mót sem þetta er ein- staklega góð á Selfossi. Má í því sam- bandi nefna nýtt íþróttahús, nýja úti- sundlaug, tvo íþróttavelli (annar er malarvöllur og hinn er grasvöllur), góðar hlaupabrautir og góða aðstöðu fyrir áhorfendur. Öll fjárhagsleg ábyrgð verður á Framhald á bls. 66 Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri UMFt 41

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.