Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1978, Síða 48

Íþróttablaðið - 01.06.1978, Síða 48
Iþróttahús MA Við Menntaskólann á Akureyri er 70 ára gamalt íþróttahús úr timbri. Salurinn er 9x17 m. Gólfið í salnum er nær ónýtt, böð þröng og með öllu ófullnægjandi. Grunnur hússins er lélegur og viðgerð eða endurnýj- un því miklum erfiðleikum bundin. 13 Grasvöllur M.A. var tekinn í notkun 1958. Hann er 60x100 m auk grasflata fyrir handbolta. Grasvöllur M.A. var notaður til æfinga og keppni fyrir nemendur Mennta- skólans á Akureyri vor og haust. Búnings- aðstaða er í íþróttahúsi M.A. Grasvöllurinn hefur nú verið leigður íþróttafélagi í bæn- um næstu 2 ár (1978 og 1979), og í sumar hefur farið fram á honum allmikil viðgerð. Sundlaug Akureyrar íþróttahús Glerárskóla íþróttahús Glerárskóla var tekið í notkun í mars 1977. I húsinu er einn skiptanlegur salur 18x33 m og 4 búningsklefar með til- heyrandi böðum og þurrkherbergjum. Á- haldageymslur eru rúmgóðar og áhalda- kostur ágætur. Anddyri er rúmgott og að- staða góð fyrir húsverði og kennara. Fund- arherbergi er 1 húsinu þar sem íþróttafélag- ið Þór hefur forgangsaðstöðu. Engin sérstök áhorfendasvæði eru í hús- inu, en áhaldageymslur eru opnar og gefur það möguleika til að hafa áhorfendur þar ef þörf krefur. Reynslan af þeirri notkun sem fengist hefur þann stutta tíma síðan húsið tók til starfa, er mjög góð og virðast allir vera mjög ánægðir með það. Hús þetta er fyrst og fremst til afnota fyrir Glerárskólann og gerir það meir en full- nægja leikfimikennslu skólans. Þá hefur vistheimilið Sólborg fengið inni með leik- fimikennslu fyrir sína nemendur. í Glerár- skóla eru 488 börn á aldrinum 6—14 ára og á Sólborg eru 32 nemendur sem sækja tíma í húsinu. Eftir að skólaleikfimi lýkur á daginn kl. 16.00 og til kl. 23.00 er íþróttahúsið notað af íþróttafélögum og almenningi, laugardaga kl. 9.00—17.00 og sunnudaga til kl. 12.00. Þegar mikið álag er í íþróttaskemmunni vegna keppni hefur íþróttahús Glerárskóla verið notað til að létta á skemmunni og er þá aðallega um blak og körfuboltakeppni að ræða. Starfsmenn hússins eru tveir, karl og kona og vinna þau á vöktum. Fyrsta sundlaugin sem byggð er á Akur- eyri og sennilega á þeim stað sem Sundlaug Akureyrar er nú var byggð með torffyrir- hleðslu í læk sem rann um Grófargil árið 1897. Veggir á núverandi sundlaugarþró voru byggðir árið 1922 og botn steyptur í hana árið 1936. Laugin er 11x35 m, og heitt vatn var leitt úr Glerárgili árið 1933. Árið 1956 var nýtt hús tekið í notkun við laugina. í kjallara þess er innisundlaug 8x12.5 m og er hún að langmestu leyti notuð sem kennslusundlaug fyrir barnaskólana (7—12 ára). Á tveim næstu hæðum eru búningsklefar og böð fyrir konur og karla, miðasala, aðstaða fyrir starfsfólk og gufu- bað. Við sundlaugina er „heiturpottur" eða setlaug ca. 41 °—42°. Þá er aðstaða fyrir sól- baðsgesti. Á sundlaugarlóðinni er tennis- völlur og fer útleiga á honum gegn um af- greiðslu sundlaugarinnar. Sumarmánuðina er útisundlaugin opin fyrir almenning frá kl. 7.00 til 21.00 en á vetrum er almenn- ingstímum skotið inn á milli skólatíma. Daglega er opið fyrir almenning kl. 7.00-8.00, kl. 12.00-13.00 og kl. 17.00—20.00, á laugardögum kl. 8.00—16.00 og sunnudögum kl. 8.00—12.00 Allir skólar bæjarins nota Sundlaug Ak- ureyrar fyrir skólasundið og er þar því oft þröngt á þingi. Ekki er möguleiki að fella sund inn í stundarskrá allra skólala svo mikill hluti skólasundsins fer fram í námskeiðum utan skólatíma og með því fæst nokkurn veginn tilskilinn tímafjöldi fyrir hvert skólastig. 48

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.