Íþróttablaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 54
Sorgin
kom líka
við
sögu
Sá leikmaður argentínska
heimsmeistaraliðsins sem vakti
hvað mesta athygli í HM var
Leopoldo Luque. Öllum bar
saman um að þar væri frábær
leikmaður á ferðinni — leikmað-
ur sem bæði er fljótur og hefur
góða tækni, enda gerði hann
vörnum andstæðinganna oft erf-
itt fyrir í keppninni.
Um tíma var útlit á að Luque myndi
ekki leika marga leiki með Argentínu-
mönnum. Daginn eftir fyrsta leik
Argentínu fékk hann svo slæmar fréttir
að hann ákvað að draga sig í hlé. Bróðir
hans, Oscar Luque fórst í bílslysi
skammt frá Buenos Aires, en mjög gott
samband var milli þeirra bræðra og
kærleikur. Þegar Leopoldo fékk að vita
um slysið fékk hann taugaáfall og varð
að gefa honum róandi sprautu.
— Knattspyrna og heimsmeistara-
keppni skipta mig ekki lengur máli,
sagði Leopoldo, — ég ætla að draga
mig í hlé.
En argentínski þjálfarinn fékk hann
síðar til að skipta um skoðun. Jarðar-
förinni var flýtt og Leopoldo missti að-
eins tvo leiki úr. — Ég held, að það hafi
verið rétt ákvörðun að leggja áherzlu á
það við Leopoldo að hann tæki áfram
þátt í keppninni, sagði þjálfarinn, —
það dreifði huga hans og gerði sorg
hans ekki eins þungbæra.
Sorg ítalanna
ítölsku knattspyrnumennirnir urðu
einnig fyrir þungbæru áfalli fljótlega
eftir að heimsmeistarakeppnin hófst.
Góður vinur allra leikmanna liðsins, 12
ára drengur sem hét Humberto Renato
lézt. Drengurinn var sonur Omars Si-
vori, sem var á sínum tíma einn þekkt-
asti og vinsælasti knattspyrnumaðurinn
á Ítalíu, lék með Juventus.
Omar Sivori býr í Argentínu og var
það fyrsta verk ítölsku landsliðsmann-
anna er þeir komu þangað að heim-
sækja hann og fjölskyldu hans. Þar
hittu þeir drenginn sem var langt
Leopoldo Luque
leiddur af krabbameini og varð hann
strax góður vinur þeirra og báru leik-
mennirnir mikla umhyggju fyrir hon-
um. Ákváðu þeir að gera hann að
lukkudreng sínum í keppninni og hétu
honum fallegum gjöfum fyrir hvern
leik sem þeir sigruðu í.
ítalirnir voru svo á æfingu fyrir leik
sinn við Argentínu er þeim barst frétt
um að drengurinn væri látinn. Þjálfar-
inn stöðvaði æfinguna um tíma og
leikmennirnir gengu um völlinn niður-
lútir og hryggir, enginn þó eins og
þjálfarinn, Énzo Bearzot, en hann hafði
verið náinn vinur Omars Sivoris.
Sundlaug
Akureyrar
OPIN ALLA DAGA.
Mán. — föstud. frá kl. 7—21,00
laugardag frá 8—18,00
sunnudag frá 8—11,00
nema júní og júlí til 15,00.
Gufubað, setlaug, tennisvöllur og
góð sólskýli á staðnum.
54