Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1978, Síða 66

Íþróttablaðið - 01.06.1978, Síða 66
Vaxandi áhugi Framhald af bls. 21 hefur gefið leyfi til að hlaða og skyttan er komin í örugga skotstöðu. Haglabyssusvæðið Á haglabyssusvæðinu er afmarKaður völlur fyrir flugskífuæfingar, sem er al- þjóðleg íþrótt. Segja má að tilgangur hennar sé tvíþættur, annars vegar að æfa menn í að hitta bráð á hreyfingu með tilliti til veiðiskapar, hinsvegar sem sjálfstæð íþrótt sem nær tilgangi sínum með því að æfa skyttur í að ná leikni í þeim þrautum sem hún hefur upp á að bjóða og reyna skotfimi sína við kepp- endur á þeim vettvangi eftir föstum reglum. Nefnd kjörin á aðalfundi (haglabyssunefnd) hefur umsjón og stjórn með æfingum þessum og auglýsir hún æfingatímana meðal annars í sportvöruverzlunum. Hreinn Framhald af bls. 13' ekkert þarf að gera annað en að æfa og keppa. — En hvað um köstin hér heima í sumar? — Óskar Jakobsson er sá sem mest athygli beinist að. Hann hefur tekið geysilegum framförum í kringlukast- inu, sem hann hefur sem aðalgrein, og ég hef það á tilfinningunni að hann nálgist íslandsmetið í sumar. En Er- lendur Valdimarsson verður ekki á því að láta sinn hlut. Hann hefur einnig æft mjög vel og er í góðu formi, ef meiðsli há honum ekki. Ef þeir Óskar og Er- lendur eru báðir heilir má eiga von á mikilli keppni og góðum afrekum af þeirra hálfu. Örn Eiðsson Framhald af bls. 23 baráttuna í sumum greinum, a. m. k. að komast í úrslit í þeim. — Verða sett mörg íslandsmet í sumar, spurðum við Örn Eiðsson? — Það er ekki gott um að segja, en ég held að þetta verði bezta keppnistíma- bil í sögu frjálsra íþrótta á íslandi frá upphafi. Það sem er hvað ánægjulegast er hve breiddin er orðin mikil, hvað unga fólkið er áhugasamt og sækir á, og keppni í einstökum greinum á hverju móti er að verða skemmtileg. Búumst við Framhald af bls. 41 herðum þeirra H.S.K. manna og myndi ég ætla að nú væri meiri ástæða til bjartsýni í þeim efnum en oft áður. Því Selfoss er bær sem er afar vel í sveit settur; skotvegur er þangað frá Reykjavík og ætla má að fjölmargir Reykvíkingar muni notfæra sér þessa hagkvæmu staðsetningu og hin góðu vegaskilyrði. Það er staðreynd að landsmóti verður ekki lýst með orðum. Það þekkja þeir sem hafa verið á landsmóti. Þar er svo margt um að vera á sama tíma, spennan sem fylgir öllum þessum keppnisgrein- um er ólýsanleg og andrúmsloftið sem myndast á landsmótum er með öllu ó- gleymanlegt. Því segi ég: til þess að þekkja landsmót, verður maður að fara á það. Því vil ég eindregið hvetja alla þá er heimangengt eiga til þess að líta við á Selfossi dagana 21.—23. júlí. GLÆSILEGUR VEITINGASTAÐUR við þjóðveginn í Mosfellssveit Matur við allra hæfi Heitur og kaldur matur Grill-réttir Smurt brauð Nestispakkar og snittur Heitir og kaldir drykkir Hestamenn! íþróttamenn! Tökum aðokkuralls konar veislumat Opið alla daga vikunnar. Yfir sumarmánuðina frá 8—21.00 og yfir vetrarmánuðina frá 8—18,00 Rúmgott og vandað bílastæði 66

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.