Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 18
íslandsmótið 1986
ÍA — ALLTAF GÓÐIR!
UBK - ÓÞEKKT STÆRÐ!
ÍA hefur verið í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu
í 35 ár og verður líklega engin breyting þar á í sumar.
Hörður Helgason hefur látið af þjálfarastöðunni eftir
þriggja ára gott starf. Við þjálfunni tók Jim nokkur
Barron frá Englandi sem Skagamenn láta mjög vel af.
Karl Þórðarson hefur lagt skóna á hilluna í bili og
verður eftirsjá af þessum frábæra leikmanni. Siggi
Lár. og Hörður Jóhannesson hættu við að hætta eftir
að hafa kynnst þjálfaranum — sýnir það að hann
virðist kunna eitthvað fyrir sér. Skagamenn hafa
ávallt haft geysilega „rútíneruðu“ liði á að skipa sem
leikur skemmtilega knattspyrnu. Nokkrir upprenn-
andi landsliðsmenn eru í liði ÍA og nægir þar að
nefna harðjaxlinn Ólaf Þórðarson sem myndi tækla
naut ef þess þyrfti með. ÍA hafnaði í 3.sæti í Litlu bik-
arkeppninni í vor en þeir leikir gefa sjaldnast rétta
mynd af getu liðanna því flestir þjálfarar eru að þreifa
fyrir sér með þann mannskap sem þeir hafa í hönd-
unum.
Reynslan og seiglan kemur til með að skipta sköp-
um hjá ÍA í sumar og kæmi á óvart ef liðið blandaði
sér ekki í toppbaráttuna.
ÞJÁLFARI: Jim Barron
NÝIR LEIKMENN: Guðbjörn Tryggvason (Start,
Noregi)
FARNIR SÍÐAN 1985: Magnús Brandsson (Selfoss)
Karl Þórðarson (hættur) Jón Áskelsson (hættur)
Breiðablik staldraði aðeins eitt keppnistímabil í
2.deild og kom það mörgum á óvart. Liðið nýtur leið-
sagnar góðs þjálfara sem er Jón Hermannsson en
hann stefnir að því að tryggja liði sínu traust sæti í
l.deild. í Breiðabliki eru nokkrir reyndir leikmenn —
til að mynda Benedikt Guðmundsson fyrirliði, Ólafur
Björnsson, Jóhann Grétarsson, Hákon Gunnarsson
og Vignir Baldursson. Auk þess eru í hópnum margir
ungir og efnilegir knattspyrnumenn sem eiga eftir að
láta að sér kveða í framtíðinni. Liðinu hefur síðan
borist góður liðsauki — en er samt sem áður óþekkt
stærð. Baráttan verður hinu unga liði eflaust erfið en
ef strákarnir bíta á jaxlinn ættu þeir að standast álag-
ið. Eðlilega tekur tíma að móta nýtt lið og gætu
fyrstu leikir liðsins borið merki þess. Liðinu var spáð
falli í skoðanakönnun meðal forráðamanna liðanna í
l.deild og ætti það að virka sem vítamínsprauta á lið-
ið. Strákarnir ætla vafalítið að láta allar hrakspár lönd
og leið — tíminn einn sker úr um hvort það tekst.
ÞJÁLFARI: Jón Hermannsson.
NÝIR LEIKMENN: Vignir Baldursson (Austra) Helgi
Ingason (Víkingi) Guðmundur Valur Sigurðsson
(UMFN) Örn Bjarnason (UMFN) Guðjón Reynisson
(ÍBÍ) Hallgrímur P. Sigurjónsson (UMFG) Haraldur
Úlfarsson (Fylki) Ingvaldur Gústafsson (ÍBÍ)
FARNIR SÍÐAN 1985: Guðmundur Baldursson
(Möltu) Þórarinn Þórhallsson (Augnablik)
18