Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 45

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 45
Mexíkó ’86 ÍTALÍA Titilhafarnir Ítalía er ein þriggja þjóða sem unnið hefur heimsmeist- aratitilinn þrisvar sinnum — 1934, 1938 og 1982. Ítalía varð í 2.sæti 1970 og í 4.sæti 1978. Þessi árangur sýnir að landið hefur átt frábær- um knattspyrnumönnum á að skipa og virðist engin breyting þar á. Þjálfari liðsins Enzo Bearszot hefur endurmótað liðið frá síðustu keppni en líklega verða nokkrir heimsmeistarar í liðinu. Má þar nefna Antonio Cabrini, Paolo Rossi, Bruno Conti, Altobelli, Collavati og Berg- omi. Þrátt fyrir innflutning erlendra leikmanna til Ítalíu síðustu árin hef- ur áhugi almennings aukist til muna andstætt því sem er að gerast annars staðar í Evrópu. Knattspyrnumenn á Ítalíu eru 1.022.000 — ætti það að segja sína sögu um gæði leikmanna þar. BRASILÍA Án efa frægasta knattspyrnuþjóð heims. Þrefaldir heimsmeistarar og eiga góðar minningar frá Azteca í Mexíkó því þar sigraði liðið Ítalíu með fjórum mörkum gegn engu 1970 með snillinginn Péle í broddi fylkingar. Knatttækni Brasilíumanna er rómuð og hafa þeir lagt á það áherslu að skemmta áhorfendum. Árangur þeirra hefur sýnt að sú knattspyrna er árangursrík. Auk þriggja titla — 1958, 1962 og 1970 hefur Brasilía tvisvar lent í 3.sæti og einu sinni í 4.sæti. Þjálfari liðsins er sá sami og í síðustu keppni, Tele Santana. Sú sveit knattspyrnu- manna sem kemur til með að leika í Mexíkó er ekki af verri endanum því nöfn eins og Socrates, Zico, Eder og Junior eru öllum að góðu kunn. Ef lið sem leikur svipaða knattspyrnu og Brasilía sigrar í Mexíkó er það sigur fyrir knattspyrnuna í heiminum. Tæpar 100.000.000 búa í Brasilíu og má því vænta þess að þjóðin-haldi áfram að fæða af sér snillinga á borð við Péle og Zico. ARGENTÍNA Argentína vann heimsmeistaratitilinn þegar úrslitakeppnin var síðast í Ameríku — á þeirra eigin heimavelli í Buenos Aires 1978. Þá sigruðu þeir Holland 3-1 eftir framlengingu. Það er athyglivert að aðeins einu sinni áður hefur Argentína náð viðunandi árangri í heimsmeistara- keppninni — 1930 þegar þeir lentu í 2.sæti á eftir Uruguay. Argentína getur státað af frábærum leikmönnum síðustu ár en flestir þeirra hafa verið seldir úr landi. Frægasti sendiherra landsins er án efa Diego Mara- donna sem leikur með Napolí á Ítalíu. Þjálfari liðsins Carlos Bilardo tók við liðinu af Cesar Luis Menotti 1983. Nái Maradonna að sýna sínar bestu hliðar í Mexíkó getur allt gerst. FRAKKLAND í síðustu heimsmeistarakeppni hafnaði Frakkland í 4.sæti — tapaði í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum fyrir V-Þjóðverjum. í Mexíkó er liðið líklegt til stórafreka. Sú staðreynd byggist ekki eingöngu á þeirra titli sem Evrópumeistarar heldur einnig á þeim hæfileikaríku leikmönnum sem í landsliðinu eru. Þjálfari liðsins er Henri Michel en sá sem stjórnar leik liðsins í einu og öllu er fyrirliðinn Michel Platini. Platini tekur í þriðja sinn þátt í úrslitakeppni HM og hefur hann skorað fleiri mörk fyrir franska landsliðið en nokkur annar. Platini hefur síðsastliðin þrjú ár verið kjörinn Knattspyrnumaður Evrópu. Leikstíll franska landsliðs- ins hefur haft mikil áhrif á leik annarra liða að undanförnu því liðið þykir leika skemmtilega knattspyrnu. Frakkland var ein fjögurra þjóða sem „þorði“ að taka þátt í HM 1930. Ein og hálf milljón knattspyrnu- manna leikur í Frakklandi og því er ekki að undra þótt einhverjir hafi sæmilega hæfileika. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.