Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 45
Mexíkó ’86
ÍTALÍA
Titilhafarnir Ítalía er ein þriggja þjóða sem unnið hefur heimsmeist-
aratitilinn þrisvar sinnum — 1934, 1938 og 1982. Ítalía varð í 2.sæti
1970 og í 4.sæti 1978. Þessi árangur sýnir að landið hefur átt frábær-
um knattspyrnumönnum á að skipa og virðist engin breyting þar á.
Þjálfari liðsins Enzo Bearszot hefur endurmótað liðið frá síðustu
keppni en líklega verða nokkrir heimsmeistarar í liðinu. Má þar nefna
Antonio Cabrini, Paolo Rossi, Bruno Conti, Altobelli, Collavati og Berg-
omi.
Þrátt fyrir innflutning erlendra leikmanna til Ítalíu síðustu árin hef-
ur áhugi almennings aukist til muna andstætt því sem er að gerast
annars staðar í Evrópu. Knattspyrnumenn á Ítalíu eru 1.022.000 —
ætti það að segja sína sögu um gæði leikmanna þar.
BRASILÍA
Án efa frægasta knattspyrnuþjóð heims. Þrefaldir heimsmeistarar og
eiga góðar minningar frá Azteca í Mexíkó því þar sigraði liðið Ítalíu
með fjórum mörkum gegn engu 1970 með snillinginn Péle í broddi
fylkingar. Knatttækni Brasilíumanna er rómuð og hafa þeir lagt á það
áherslu að skemmta áhorfendum. Árangur þeirra hefur sýnt að sú
knattspyrna er árangursrík. Auk þriggja titla — 1958, 1962 og 1970
hefur Brasilía tvisvar lent í 3.sæti og einu sinni í 4.sæti. Þjálfari liðsins
er sá sami og í síðustu keppni, Tele Santana. Sú sveit knattspyrnu-
manna sem kemur til með að leika í Mexíkó er ekki af verri endanum
því nöfn eins og Socrates, Zico, Eder og Junior eru öllum að góðu
kunn. Ef lið sem leikur svipaða knattspyrnu og Brasilía sigrar í Mexíkó
er það sigur fyrir knattspyrnuna í heiminum. Tæpar 100.000.000 búa í
Brasilíu og má því vænta þess að þjóðin-haldi áfram að fæða af sér
snillinga á borð við Péle og Zico.
ARGENTÍNA
Argentína vann heimsmeistaratitilinn þegar úrslitakeppnin var síðast
í Ameríku — á þeirra eigin heimavelli í Buenos Aires 1978. Þá sigruðu
þeir Holland 3-1 eftir framlengingu. Það er athyglivert að aðeins einu
sinni áður hefur Argentína náð viðunandi árangri í heimsmeistara-
keppninni — 1930 þegar þeir lentu í 2.sæti á eftir Uruguay. Argentína
getur státað af frábærum leikmönnum síðustu ár en flestir þeirra hafa
verið seldir úr landi. Frægasti sendiherra landsins er án efa Diego Mara-
donna sem leikur með Napolí á Ítalíu. Þjálfari liðsins Carlos Bilardo tók
við liðinu af Cesar Luis Menotti 1983. Nái Maradonna að sýna sínar
bestu hliðar í Mexíkó getur allt gerst.
FRAKKLAND
í síðustu heimsmeistarakeppni hafnaði Frakkland í 4.sæti — tapaði í
vítaspyrnukeppni í undanúrslitum fyrir V-Þjóðverjum. í Mexíkó er liðið
líklegt til stórafreka. Sú staðreynd byggist ekki eingöngu á þeirra titli
sem Evrópumeistarar heldur einnig á þeim hæfileikaríku leikmönnum
sem í landsliðinu eru. Þjálfari liðsins er Henri Michel en sá sem stjórnar
leik liðsins í einu og öllu er fyrirliðinn Michel Platini. Platini tekur í
þriðja sinn þátt í úrslitakeppni HM og hefur hann skorað fleiri mörk
fyrir franska landsliðið en nokkur annar. Platini hefur síðsastliðin þrjú
ár verið kjörinn Knattspyrnumaður Evrópu. Leikstíll franska landsliðs-
ins hefur haft mikil áhrif á leik annarra liða að undanförnu því liðið
þykir leika skemmtilega knattspyrnu. Frakkland var ein fjögurra þjóða
sem „þorði“ að taka þátt í HM 1930. Ein og hálf milljón knattspyrnu-
manna leikur í Frakklandi og því er ekki að undra þótt einhverjir hafi
sæmilega hæfileika.
45