Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 10
Guðmundur VANMETINN STÓRSPILARI Við Gummi Torfa mæltum okkur mót daginn eftir að hann og félagar hans í Fram höfðu sigrað Val 2-1 í meistarakeppni KSÍ. Gummi haltraði í salinn og fékk sér kaffi. Hafði greini- lega ekki heyrt getið um Gunnlaug Ormstungu sem neitaði að ganga halt- ur meðan báðir fætur væru jafnlangir. Guðmundur hefur átt við meiðsli að stríða, sem vonandi reynast ekki lang- varandi, því í sumar er búist við miklu af Guðmundi Torfasyni. Hann átti í fyrra sitt besta keppnistímabil til þessa, og átti ekki hvað síst þátt í velgengni Fram mestallt sumarið. Sinn fyrsta A- landsleik lék hann 1985 og síðan bætt- ust tveir við í Bahrain og Kuwait í apríl síðastliðnum. Þrátt fyrir þetta finnst okkur á íþróttablaðinu sem Guðmund- ur hafi ekki fengið þá umfjöllun sem hann á skilið í íjölmiðlum, minnugir þess að þeir erlendu þjálfarar sem hér störfuðu s.l. sumar luku miklu lofsorði á hann sem leikmann. Þannig minnist Gordon Lee á það í viðtali, að hann hefði viljað sjá þá nafn- ana Guðmund Torfason og Guðmund Þorbjörnsson saman í fremstu víglínu, en báðir áttu þeir frábært tímabil í fyrra, þó uppskera Valsmannsins hafi verið ívið meiri. Þjálfari Vals, Ian Ross er einnig hrifinn af baráttu og skalla- tækni þessa mikla Framara og svo er um fleiri. ÚR EYJUM í FRAM Það dylst engum sem ræðir við Guð- mund Torfason um knattspyrnu, að hann er dyggur félagsmaður, mikill Framari. En af hverju valdi hann Fram þegar hann flutti 8 ára gamall frá Vest- mannaeyjum? „Ég var þá byrjaður að æfa með Tý, og það voru einhverjar taugar á milli Týs og Fram á þessum árum. Fram var alltaf liðið mitt á fastalandinu. Þó æfði ég fyrst með Ármanni er ég flutti í Laugarnesið, sjálfsagt áhrif frá þeim strákum sem ég kynntist fyrst, en ég lék ekkert með, hafði spilað fyrr á árinu með ÍBV. Strax næsta ár gekk ég í Fram og hef verið þar síðan.“ Nokkrir þjálfarar hafa komið við sögu Guðmundar sem leikmanns í yngri flokkum Fram, lengst var leigu- bílstjórinn kunni Baldur Skaftason leiðbeinandi Gumma og jafnaldra hans, en af þeim er Hafþór Sveinjónsson sá eini sem enn er „í boltanum". Guð- mundur Steinsson er ári eldri svo þeir léku saman nafnarnir annað hvort ár, eins og þeir hafa gert svo vel síðustu tvö-þrjú árin sem besta miðherjapar í íslenskri knattspyrnu. Árangurinn var þó ekkert til að hrópa húrra fyrir í yngri flokkunum. „Ég minnist þess að á mínu 1. ári með Fram lékum við úrslitaleik í Reykjavíkurmóti 5. flokks á KR-vell- inum gegn Sæbirni Guðmundssyni og fleirum. Mér tókst að skora sigurmark- ið í 2-1 sigri og var það sætt. Annars vorum við oft í toppbaráttu ásamt Þrótti, KR og Val, en það vantaði herslumuninn." MIKILL ÍÞRÓTTA- ÁHUGII' FJÖLSKYLDUNNI „Það er ánægjulegt að sjá að á slð- ustu árum eru félögin almennt farin að leggja mun meiri áherslu á yngri flokk- ana en áður var. Þó er eitt sem enn má bæta að mun, og það snýr að okkur meistaraflokksmönnunum. Við þurfum að gefa unga fólkinu sem æfir hjá okk- ar félagi miklu meiri gaum, horfa á leiki og hvetja til dáða. Maður minnist þess sjálfur þegar við strákarnir gutum aug- um á goðin í meistaraflokki, á æfingu á grasvellinum, og síðan þegar þau gengu framhjá mölinni á leið í sturtu reyndi maður virkilega að sýna get- una.“ Áður en við segjum skilið við æsku- ár Guðmundar og fyrstu skref hans á knattspyrnuvellinum forvitnumst við um hvata þess að hann hóf að æfa knattspyrnu. Hvort íþróttaáhugi innan fjölskyldunnar hafi ráðið því, en faðir Guðmundar er eins og allir vita Torfi Bryngeirsson, einn besti frjálsíþrótta- maður íslands, fyrr og síðar, stanga- stökkvari og langstökkvari sem m.a. varð Evrópumeistari í Brússel 1950. „Það þurfti ekki beint hvatningu frá pabba eða öðrum. Þetta kom af sjálfu sér, það voru allir strákar í Eyjum í fót- bolta öllum stundum á Bústaðatúninu. — Fyrstu stjömurnar voru bræðumir Ólafur og Ásgeir Sigurvinssynir sem 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.