Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 37

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 37
Bjarni og Sævar Knattspyrnuhjónin í Bergen. Bjarni og Gurrý til vinstri — Sævar og Ásta. Auðvitað verður gamla þjóðarstoltið af fá smá fyllingu á erlendri grund og því spurði ég strákana hvað íslenskir knattspyrnumenn hefðu fram yfir þá norsku. Maður verður alltaf að reyna að fiska eftir einhverju jákvæðu í okkar garð. „Hugarfarið og dugnaðurinn", sögðu félagarnir eins og þeir hefðu æft svarið lengi. „ Ef íslensk lið hefðu þá aðstöðu sem flest lið hér hafa erum við ekki í nokkrum vafa um að lið heima gætu verið að gera sömu hluti í Evrópukeppni og sænska liðið Gauta- borg. Annars eru sumir í Noregi með þann hugsunarhátt að sleppa sem auð- veldast frá öllu — þeir vilja hafa það svo gott“. Þeir félagar voru sammála því að ef Skagaliðið 1983 og Valsliðið 1978 hefði búið við sömu aðstöðu og fjármagn og Brann býr við í dag hefðu þau lið getað byggt upp stórveldi. — Hvers saknið þið mest að leika ekki heimaá íslandi? „Andstæðingarnir heima eru svo skemmtilegir“, sagði Bjarni. „Þrátt fyr- ir baráttu innan vallar eru allir vinir eftir leik — og svo þekkjast allir. Hér er þetta miklu ómanneskjulegra. Meira að segja hér hjá Brann hittast leik- menn nær aldrei utan æfingatíma og leikja. Það getur kannski verið vegna þess að við leikum ávallt á sunnudög- um eða mánudögum og því er ekkert farið út á lífið um helgar. Annars eig- um við enga sérstaklega persónulega vini í liðinu þó þetta séu allt ágætir strákar". Sævar sagði að ástæðan gæti verið sú að vinnubrögðin úti eru alltaf mun meira „professional“ en heima. „Hér úti fá menn greitt fyrir að leika og er því alltaf dálítill metingur á milli leik- manna — sem eðlilegt er. Annars eru margir plúsar við það að leika heima. Mér þótti mjög gaman að leika með Val síðastliðið sumar eftir að hafa verið í Belgíu þetta lengi. Á íslandi eru yfir- leitt fleiri karakterar í fótboltanum sem eru ekkert að væla þó komið sé við þá í leikjum. Annars getur verið pirrandi heima eins og annars staðar að þegar menn eru að reyna að leggja sig fram til að ná árangri þá eru oft menn inn á milli sem gefa sig ekki alla í íþróttina. Það finnst mér slæmt fyrir lið sem hef- ur metnað". Bjarni sagði að lokum að hann lang- aði til að enda knattspyrnuferilinn á íslandi. „Þar er ekki eins mikil pressa á manni og leikið er meira fýrir ánægj- una. Þá er félagasskapurinn heima svo stór þáttur í ánægjunni að maður læt- ur hugann oft reika í söknuði". Ekki var að sjá á félögunum að þeim leiddist úti — því þeir hefðu þá altént hvorn annan og sínar fjölskyldur til að hugga sig við ef félagslega hliðin þjak- aði þá. íþróttablaðið þakkaði fyrir sig og mig — og leiðir okkar skildu. „Nors- ararnir" í íslenska knattspyrnulandslið- inu láta sig ekki vanta í landsleikina í sumar og verður tilhlökkun að sjá Bjarna svífandi í teignum og Sævar tæklandi sentera eins og honum einum er lagið. Sævar Jónsson í baráttu við enska landsliðsmanninn Peter Withe í landsleik 1982. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.