Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 7
Ritstjöraspiall
ÞORGRÍMUR
ÞRÁINSSON
Aðeins níu mánuðum eftir jarðskjálftana miklu í Mexíkó er landið orðið vettvangur eins
mesta íþróttaviðburðar heims — úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Opnunar-
leikur úrslitakeppninnar verður leikinn 29. maí en réttum mánuði síðar verða nýir heimsmeist-
arar væntanlega krýndir. Líkast til mun athygli allra knattspyrnuáhugamanna heims beinast að
hverju fótmáli snillinganna i Mexíkó.
Um tíma leit út fyrir að úrslitakeppnin þyrfti að fara fram í öðru landi en íbúar í Mexíkó hafa
unnið hörðum höndum að endurbyggingu mannvirkja — margir eiga þó enn um sárt að binda.
Bestu knattspyrnumenn heims verða í sviðsljósinu í Mexíkó en líkast til munu nýjar stjörnur
skjóta upp kollinum. Ógjörningur er að segja til um hverjir eru líklegastir til að hljóta hinn eftir-
sótta titil en margir eru tilnefndir. í slíkri keppni er ekki eingöngu spurning um að vera með —
flestir ætla sér að sjálfsögðu að sigra.
Á sama tíma og boltinn rúllar í Mexíkó heldur deildarkeppnin áfram hér á landi. Líklega falla
stjörnur íslands í skuggann meðan þeir bestu eru á skjánum en engu að síður eru íslenskir
knattspyrnumenn á mikilli framfarabraut. Verum minnug þess að með örlítilli heppni hefði
„litla“ ísland hæglega getað verið meðal þátttökuþjóða í Mexíkó! Sá tími kemur vonandi að við
teljumst meðal þeirra bestu í heiminum. Þegar bestu knattspyrnuþjóðir heims kvíða því að leika
á íslandi, hljótum við að vera á réttri leið. Áður fýrr þótti ísland léttur andstæðingur —
samanber hið fræga tap 2:14 fyrir Dönum um árið. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og
slík úrslit heyra sem betur fer sögunni til.
Mikil og góð uppbygging á sér stað hjá landsliðum íslands — efniviður er nægur og verða
verkefni því að vera fyrir hendi til þess að leikmenn öðlist þá reynslu sem skiptir ávallt sköpum
þegar að alvörunni kemur.
Forsíðumynd er af Bjarna og Sævari.
Ljósmynd: Þorgrímur Þráinsson.
Ritstjóri:
Þorgrímur Þráinsson
Auglýsingastjóri:
Hafsteinn Viðar Jensson
Skrifstofa ritstjórnar:
Ármúla 38
Útgefandi: Frjálst framtak hf.
Stjórnarformaður:
Magnús Hreggviðsson
Skrifstofa og afgreiðsla:
Ármúla 18
Símar 82300 — 685380
Áskriftargjald kr. 565,00 (hálft ár)
Hvert eintak í áskrift kr. 188,33
Hvert eintak í lausas. kr. 229,00
Setning, umbrot, filmuvinna
prentun og bókband:
Prentstofa G. Benediktssonar
Litgreining kápu:
Prentmyndastofan.
Málgagn íþróttasambands íslands
HÉRAÐSSAMBÖND INNAN ÍSÍ:
HÉRAÐSSAMBAND SNÆFELLSNES- OG
HNAPPADALSSÝSLU
HÉRAÐSSAMBAND STRANDAMANNA
HÉRAÐSSAMBAND SUÐUR-ÞINGEYINGA
HÉRAÐSSAMBAND VESTUR-ÍSFIRÐINGl
HÉRAÐSSAMBAND BOLUNGARVÍKUR
HÉRAÐSSAMBANDIÐ SKARPHÉÐINN
ÍÞRÓTTABANDALAG AKRANESS
ÍÞRÓTT ABANDALAG AKUREYRAR
ÍÞRÓTTABANDALAG HAFNARFJARÐAR
ÍÞRÓTTABANDALAG ÍSAFJARÐAR
ÍÞRÓTTABANDALAG KEFLAVÍKUR
ÍÞRÓTTABANDALAG ÓLAFSFJARÐAR
ÍÞRÓTTABANDALAG REYKJAVÍKUR
IÞRÓTTABANDALAG SIGLUFJARÐAR
ÍÞRÓTT ABANDALAG SUÐURNESJA
fÞRÓTTABANDALAG VESTMANNAEYJA
UNGMENNA- OG ÍÞRÓTT ASAMBAND
AUSTURLANDS
UNGMENNASAMBAND A-HÚNVETNINGA
UNGMENNASAMBAND BORGARFJARÐAR
UNGMENNASAMBAND DALAMANNA
UNGMENNASAMBAND EYJAFJARÐAR
UNGMENNASAMBAND
KJALARNESSÞINGS
UNGMENNASAMBAND SKAGAFJARÐAR
UNGMENNASAMBAND V-HÚNVETNINGA
UNGMENNASAMBAND
V-SKAFTFELLINGA
UNGMENNASAMBANDIÐ ÚLFLJÓTUR
UNGMENNASAMBAND N-ÞINGEYINGA
SÉRSAMBÖNDINNAN i'Sl':
BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS
BLAKSAMBAND fSLANDS
BORÐTENNISSAMBAND ÍSLANDS
FIMLEIKASAMBAND ÍSLANDS
FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND fSLANDS
GLÍMUSAMBAND ISLANDS
GOLFSAMBAND ÍSLANDS
HANDKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS
ÍÞRÓTT ASAMBAND FATLAÐRA
JÚDÓSAMBAND ÍSLANDS
KARATESAMBAND ÍSLANDS
KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS
KÖRFUKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS
LYFTINGASAMBAND ÍSLANDS
SIGLINGASAMBAND ÍSLANDS
SKIÐASAMBAND ÍSLANDS
SKOTSAMBAND ÍSLANDS
SUNDSAMBAND ÍSLANDS
7