Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 30

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 30
Ríkharður Lið Snæfells 1985/1986. margir sinnt unglingastarfinu af mikilli elju. Að sögn Ríkharðs var hann á móti reglunum sem meinuðu útlendingum sem ekki voru búsettir hér, að leika með íslenskum liðum. — Ég var hræddur um að niðursveiflan yrði miklu meiri en raun ber vitni og eftir á að hyggja má vera að þetta hafi ekki verið svo vitlaus ráðstöfun. Einn aðal- gallinn við veru útlendinganna hér var sá að íslenskir þjálfarar fengu miklu færri tækifæri til þess að sýna hvað í þeim bjó og þegar reglurnar voru sett- ar, stóð íslenskur körfuknattleikur eft- ir nær því þjálfunarlaus. Það voru kannski tveir til þrír þjálfarar sem gátu tekið að sér þjálfun hjá landsliðinu og bestu félagsliðunum. „Gott að ala upp börn í Hólminum“ Það líður að lokum spjalls okkar við Ríkharð Hrafkelsson en hann segir að ánægjulegasta þróunin í íslenskum körfuknattleik á undanförnum árum, hafi verið sú að breiddin sé alltaf að aukast. — Ég sé það best sjálfur hér í ann- ari deildinni með Snæfelli. Á þessum þrem árum sem ég hef verið með liðið hefur breiddin i deildinni aukist mjög mikið og það sama á við um aðrar deildir. Að sögn Ríkharðs kom eigin- lega aldrei verulega til greina að setjast að í Reykjavík fyrir fullt og fast. Eftir að hann var kominn með fjölskyldu, réð það úrslitum að á „fáum stöðum á landinu er betra að ala upp börn“, eða svo segir Rikki og bendir á sjálfan sig sem lifandi dæmi um velheppnað upp- eldi. — Ég var búinn að ákveða að hætta í þessum topp körfubolta með Val og landsliðinu. Þetta var orðið of mikið fyrir mig og íjölskylduna. Fjórar æfing- ar á viku og síðan keppnisferðir og leikir. Ég hafði alltaf jafn gaman af því að vera með. Félagsskapurinn var góð- ur og þetta gaf mér mikið. Innst inni var ég þó orðinn langþreyttur og ég veit það að ef ég hefði búið áfram í Reykjavík, þá hefði ég „fallið" og byrj- að aftur, segir Ríkharður og hlær dátt. — Saknarðu þess að vera ekki lengur með í slagnum á toppnum ? — Já, ég sakna þess. Það koma tím- ar þegar eftirsjáin er mikil en ég naga mig ekki í handarbökin. Mér líður vel hér í Stykkishólmi. Ég hef alltaf jafn gaman af því að vera með og þó að við tökum körfuboltann alvarlega hér í Hólminum, þá er þetta ekki „blóð, sviti og tár“ 11 mánuði á ári. Við kveðjum Ríkharð Hrafnkelsson og hann skellir sér í ballskóna. Um leið og við rennum út úr bænum í átt til Borgarness og Reykjavíkur, rifjast það upp fyrir okkur sem Ríkharður sagði okkur fyrr um kvöldið. Snæfellingar í körfuboltabænum Stykkishólmi verða að leika heimaleiki sína í Borgarnesi vegna þess að löglegur keppnisvöllur er ekki til í Hólminum. En þetta stend- ur víst til bóta. Snæfellingar binda von- ir við að byrjað verði á nýju íþróttahúsi á þessu ári, enda kosningar í nánd og að sögn Rikka var það eitt af kosning- arloforðum núverandi meirihluta fyrir síðustu kosningar, að byrja á íþrótta- húsi áður en kjörtímabilið væri á enda. LEIGUFLUGÁ Sverrirþóroddsson ) Öf lugar og fullkomnar f lugvélar. sem geta farið á flesta íslenska flugvelli. auk þess að fjuga án millilendinga til flugvalla i nágrannalöndunum. Leiguflug Sverris Þóroddssonar hefur sjúkra-og neyðarflugsvakt allan sólarhringinn. 28011 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.