Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 30
Ríkharður
Lið Snæfells 1985/1986.
margir sinnt unglingastarfinu af mikilli
elju.
Að sögn Ríkharðs var hann á móti
reglunum sem meinuðu útlendingum
sem ekki voru búsettir hér, að leika
með íslenskum liðum. — Ég var
hræddur um að niðursveiflan yrði
miklu meiri en raun ber vitni og eftir á
að hyggja má vera að þetta hafi ekki
verið svo vitlaus ráðstöfun. Einn aðal-
gallinn við veru útlendinganna hér var
sá að íslenskir þjálfarar fengu miklu
færri tækifæri til þess að sýna hvað í
þeim bjó og þegar reglurnar voru sett-
ar, stóð íslenskur körfuknattleikur eft-
ir nær því þjálfunarlaus. Það voru
kannski tveir til þrír þjálfarar sem gátu
tekið að sér þjálfun hjá landsliðinu og
bestu félagsliðunum.
„Gott að ala upp börn í
Hólminum“
Það líður að lokum spjalls okkar við
Ríkharð Hrafkelsson en hann segir að
ánægjulegasta þróunin í íslenskum
körfuknattleik á undanförnum árum,
hafi verið sú að breiddin sé alltaf að
aukast.
— Ég sé það best sjálfur hér í ann-
ari deildinni með Snæfelli. Á þessum
þrem árum sem ég hef verið með liðið
hefur breiddin i deildinni aukist mjög
mikið og það sama á við um aðrar
deildir. Að sögn Ríkharðs kom eigin-
lega aldrei verulega til greina að setjast
að í Reykjavík fyrir fullt og fast. Eftir
að hann var kominn með fjölskyldu,
réð það úrslitum að á „fáum stöðum á
landinu er betra að ala upp börn“, eða
svo segir Rikki og bendir á sjálfan sig
sem lifandi dæmi um velheppnað upp-
eldi.
— Ég var búinn að ákveða að hætta
í þessum topp körfubolta með Val og
landsliðinu. Þetta var orðið of mikið
fyrir mig og íjölskylduna. Fjórar æfing-
ar á viku og síðan keppnisferðir og
leikir. Ég hafði alltaf jafn gaman af því
að vera með. Félagsskapurinn var góð-
ur og þetta gaf mér mikið. Innst inni
var ég þó orðinn langþreyttur og ég
veit það að ef ég hefði búið áfram í
Reykjavík, þá hefði ég „fallið" og byrj-
að aftur, segir Ríkharður og hlær dátt.
— Saknarðu þess að vera ekki
lengur með í slagnum á toppnum ?
— Já, ég sakna þess. Það koma tím-
ar þegar eftirsjáin er mikil en ég naga
mig ekki í handarbökin. Mér líður vel
hér í Stykkishólmi. Ég hef alltaf jafn
gaman af því að vera með og þó að við
tökum körfuboltann alvarlega hér í
Hólminum, þá er þetta ekki „blóð, sviti
og tár“ 11 mánuði á ári.
Við kveðjum Ríkharð Hrafnkelsson
og hann skellir sér í ballskóna. Um leið
og við rennum út úr bænum í átt til
Borgarness og Reykjavíkur, rifjast það
upp fyrir okkur sem Ríkharður sagði
okkur fyrr um kvöldið. Snæfellingar í
körfuboltabænum Stykkishólmi verða
að leika heimaleiki sína í Borgarnesi
vegna þess að löglegur keppnisvöllur
er ekki til í Hólminum. En þetta stend-
ur víst til bóta. Snæfellingar binda von-
ir við að byrjað verði á nýju íþróttahúsi
á þessu ári, enda kosningar í nánd og
að sögn Rikka var það eitt af kosning-
arloforðum núverandi meirihluta fyrir
síðustu kosningar, að byrja á íþrótta-
húsi áður en kjörtímabilið væri á enda.
LEIGUFLUGÁ
Sverrirþóroddsson )
Öf lugar og fullkomnar f lugvélar. sem geta farið á flesta íslenska flugvelli.
auk þess að fjuga án millilendinga til flugvalla i nágrannalöndunum.
Leiguflug
Sverris Þóroddssonar
hefur sjúkra-og
neyðarflugsvakt
allan sólarhringinn.
28011
30