Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 55

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 55
Félagi minn Óskar Þór Gunnarsson knattspyrnumaður úr Þór frá Akur- eyri er látinn. Útförin fór fram þann 9. maí. Óskar var fæddur 2. ágúst 1957 og var því á 29. aldursári er hann lést. Hann var sonur hjónanna Ellýjar Guðnadóttur og Gunnars Óskarsson- ar múrarameistara frá Akureyri. Óskar lærði ungur múraraiðn af föður sínum og vann við þá iðn til hinsta dags. Hann þótti bæði röskur og vandvirkur í starfi sínu. Óskar fékk ungur að árum mikinn áhuga á íþróttum og þá aðallega knattspyrnu. Hann hóf að leika með 6. flokki Þórs í knattspyrnu 9 ára gamall, fyrsta árið sem leikið var í þeim flokki hjá félaginu. Óskar lék lengst af sem framherji á þeim árum og skoraði mikið af mörkum. Eftir að í meistara- flokk kom hélt hann áfram að hrella markverði andstæðinganna og var t.d. markahæstur Þórsara í 2. deild árið 1980 — árið sem liðið vann sér sæti í 1. deild. Síðustu tvö keppnistímabil lék Óskar sem miðvörður í liði Þórs og þótti standa sig afburðavel í þeirri stöðu. Óskar var bæði hörku góður skalla- og skotmaður. Skarðið sem Óskar skildi eftir sig í okkar hópi verður vandfyllt en hans mun alltaf vera minnst sem góðs og hægláts drengs sem vildi öllum vel. Ég votta foreldrum, systkinum og öðrum ættingjum og vinum Óskars innilega samúð mína. Kristján Kristjánsson. Bæjarstjórn Keflavíkur óskar íþróttafólki góðs árangursá komandi sumri. Bæjarstjóri 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.