Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 12
Guðmundur herjar Fram-hrognamál, pólsk-þýsk- íslenska. í 2. deildinni 1983 kom JÓHANNES ATLASON og hjálpaði Andrei, og var svo með okkur 1984. Jói er skemmti- legur og góður karakter, og mjög kröfuharður þjálfari, með „sérstaka" rödd. Svo er hann einstaklega laginn í að svekkja menn í „mórölskum" leik sem við köllum „SEGJA“: Síðast en ekki síst er það ÁSGEIR ELÍASSON sem nú er með Fram-liðið annað árið í röð. Geiri er einn albesti þjálfari sem ég hef haft og hefur kennt mér margt. Hann er taktískur og ein- staklega góður þjálfari og á stóran þátt í að mér gekk betur í fyrra en nokkru sinni fyrr. Árangur liðsins talar líka sínu máli. Það vantaði bara herslumun til að öll mót ynnust í fyrra og nú eru tveir titlar komnir." Það er greinilegt að metnaðurinn er í lagi hjá Guðmundi, enda segist hann alltaf reyna að vinna, sama í hverju sé keppt og við hverja, „jafnvel þó maður tefli skák við „011a“.“ HVAÐ GERÐIST 1985 Guðmundur talar um herslumuninn sem vantaði til að allt ynnist í fyrra, en hvað gerðist? Hver er orsök þess að lið sem hefur 10 stiga forystu um mitt mót gloprar henni niður og endar í 4. sæti? „Á því er engin einhlít skýring, held- ur margar og margþættar ástæður. Við klikkum í krítískum leikjum, t.d. 2-6 gegn ÍA uppi á Skaga í furðulegasta leik sem ég hef spilað. Það fannst mér vera vendipunkturinn, en einnig má nefna leikinn gegn Þrótti á Fögruvöll- um, 1-1. Við leikmennirnir klikkuðum, það er ekki spurning." Hvað með 1. deildina í ár og mögu- leika Fram? „Það eina sem vantar hjá Fram nú er betri árangur í 1. deild. Fram varð síð- ast meistari 1972, svo það er löngu kominn tími á okkur. í fyrra sögðum við reyndar, ef ekki núna þá aldrei, en nú er komið nýtt ár. Og sleppum við við meiðsli verður Fram í fremstu röð. Vinni leikmenn markvisst saman að því að koma íslandsbikarnum í Safamýrina getur það vel gerst. Við erum taplausir Gummi lék um nokkurra ára skeið með hljómsveitum. í ár og ég vona að framhald verði þar á.“ FASTIR LIÐIR EINS OG VENJULEGA Snúum okkur að „föstum liðum“, Guðmundur. — Eftirminnilegir leikir? „Allir Evrópuleikirnir eru sérlega minnisstæðir, þeir fyrstu gegn Hvid- ovre ekki síður en leikirnir í haust. Það var gaman að komast í 2. umferð og vinna þá atvinnumannaliðið sterka Rapid Vín hér heima (2-1, og skoraði Guðmundur Torfason sigurmarkið: innskot blm.). Bikarúrslitaleikirnir eru sömuleiðis eftirminnilegir, þeir ánægjulegu sem og hinir sem höfðu svekkelsi í för með sér. Það er svo stutt milli gleði og sorgar í þessu, en hvoru tveggja er reynsla sem maður nýtur góðs af. Úrslitaleikurinn í bikarnum 1980, gegn ÍBV, gleymist ekki. Ég meiddist í nára, en við höfðum skipt báðum leyfilegu varamönnunum inn á, svo ég skrölti áfram en hafði hægt um mig. Undir lok framlengingar fengum við aukaspyrnu fyrir utan teig, sem mér tókst að skora úr eftir að Marteinn hafði truflað einbeitingu þeirra sem í varnarveggnum stóðu og sent svo bolt- ann til mín, 2-1 og kærkominn sigur. Bikarúrslitin í fyrra voru einnig skemmtileg, og fögnuðurinn ólýsan- legur í leikslok er 3-1 sigur yfir ÍBK var í höfn.“ í síðastnefnda leiknum átti Guð- mundur Torfa sannkallaðan stórleik, lagði upp tvö fyrstu mörkin sem Pétur Ormslev skoraði, Ragnar Margeirsson minnkaði muninn, en Gummi Torfa kórónaði frábæra frammistöðu með því að innsigla sigur Fram, 3-1. Er und- irrituðum það til efs, að Guðmundur Torfason hafi í annan tíma leikið betur. SKEMMTILEGIR MEÐSPILARAR OG ERFIÐIR ANDSTÆÐINGAR? „Það er erfitt að draga einhvern út úr af meðspilurunum, því það hefur verið gott að spila með þeim öllum, misgott að vísu eins og gengur. í fyrra náðum við t.a.m. mjög vel saman nafn- amir frammi, Steinsson og ég, með Ómar Torfa skammt undan og Pétur, Ásgeir og Kristin Jóns. aðeins aftar. Það er mjög gott að spila með öllum þessum mönnum. Andstæðingarnir geta líka verið skemmtilegir, t.d. Valsmaðurinn Guðni Bergsson o.fl. sem eru léttir og hressir á milli átakanna. Þorgrímur Þráinsson og Jósteinn Einarsson í KR eru með erfiðari varnarmönnum íslenskum og svo má ég til með að nefna vin minn Ársæl Kristjánsson, sem gert hefur mér marga skráveifuna. Hann er einn sá al- grófasti, og mætti gjarnan spara takk- ana eins og sagt er. Þetta er ekkert persónulegt, við erum góðir félagar utan vallar.“ UPPÁHALDS- LEIKMENN OG UPPÁHALDSLIÐ? Fyrsta uppáhaldið var Ásgeir Sigur- vinsson. Hann var að verða stórt nafn í íslenskri knattspymu um það leyti sem ég var að byrja að æfa í Eyjum. Þegar í 3. og 2. flokki var hann orðinn afburða leikmaður. Marteinn Geirs. var einnig góður, hafði góð áhrif á lið og var skemmtilegur meðspilari. Af erlendum leikmönnum er Michel Platini númer eitt, tvö og þrjú. Mitt uppáhaldslið í ensku deildinni 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.