Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 16
íslandsmótið 1986 VALUR - MIKLAR BREYTINGAR! FRAM - STUNDIN RUNNIN UPP? fslandsmeistarar Vals hafa orðið fyrir mikilli blóð- töku. Fjórir reyndir fastamenn úr liðinu leika ekki með í sumar og er það skarð fyrir skildi. Guðmundur Þorbjörnsson gerðist atvinnumaður í Sviss að loknu síðasta keppnistímabili. Sævar Jónsson fór til Noregs og leikur með Brann undir stjórn Tony Knapp. Heim- ir Karlsson þjálfar ÍR í sumar og síðast en ekki síst lagði fyrirliði síðustu 5 ára Grímur Sæmundsen skóna á hilluna. Valsmenn eiga þó marga unga og efnilega stráka sem koma til með að fá smjörþefinn af alvöru knattspyrnu í sumar. Nægir þar að nefna Bergsvein Sampsted, Jón Grétar Jónsson og Anthony Karl Gregory. Til liðs við íslandsmeistarana hafa gengið nokkrir sterkir leikmenn s.s. Ársæll Kristjáns- son, Ámundi Sigmundsson og Sigurjón Kristjánsson. Vorleikir Vals gefa ekki tilefni til mikillar bjartsýni því liðið lék ekki þá knattspyrnu sem einkenndi það í fyrra. Ian Ross á greinilega erfitt verk fyrir höndum við að móta nýtt lið og gæti það tekið nokkurn tíma. Ofan á allt voru allt að 7 leikmenn Vals meiddir um miðjan maí og var haft á orði að þeir ætluðu að stofna sunddeild innan félagsins. Þrátt fyrir allt má búast við að Valur blandi sér í baráttu toppliðanna þó ólíklegt sé að liðið nái að halda íslandsmeistarabikarnum á Hlíðarenda. ÞJÁLFARI: Ian Ross NÝIR LEIKMENN: Ámundi Sigmundsson (Víkingi) Ársæll Kristjánsson (Þrótti) Sigurjón Kristjánsson (ÍBK) Carlos (Portúgal) Hilmar Árnason (Fylki) FARNIR FRÁ 1985: Guðmundur Þorbjörnsson (Bad- en Sviss) Sævar Jónsson (Brann, Noregi) Heimir Karlsson (ÍR) Grímur Sæmundsen (hættur) Kristinn Björnsson (Stjarnan) Kristján Svavarsson (Austra) Fram heldur uppteknum hætti og vinnur þá bikara sem leikið er um á vorin. Liðið hefur virkað mjög sannfærandi það sem af er sumri og brennir sig lík- lega ekki aftur á því sem gerðist í fyrra — að missa niður öruggt forskot. Leikmenn hljóta að vera orðnir þyrstir í íslandsmeistarabikarinn sem liðið vann síð- ast 1972. Liðinu er reyndar spáð titlinum í ár og bendir allt til þess að það takist. Fram hefur á að skipa bestu framlínumönnum landsins sem eru Guð- mundarnir Torfason og Steinsson. Guðmundur Torfason átti í fyrra sennilega sitt besta keppnistíma- bil frá upphafi og hefur hann líklega verið nær kjöri knattspyrnmanns ársins en nokkur annar. Arnljótur nokkur Davíðsson - ungur og efnilegur strákur hefur verið að blanda sér inn í framlínuna hjá Fram og hefur aldeilis gert góða hluti. Sennilega eitt mesta efni yngri leikmanna okkar. Annar nýliði hefur vakið athygli í vor — sá er Gauti Laxdal. Stórefnilegur pilt- ur. Þessir strákar koma til með að fylla þau skörð sem Ómar Torfason og Ásgeir Elíasson skildu eftir — en þau eru vandfyllt. Breiddin í Framliðinu er mjög mikil og kemur hún til með að vega þungt þegar upp er staðið. Líklega verða margir góðir leikmenn sem kæmust nánast í hvaða lið sem er, að sitja á bekknum og jafnvel uppi í stúku. Friðrik Friðriksson er orðinn einn albesti markvörður landsins. Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson og nánast hver og einn leikmaður hafa leikið vel það sem af er og er 14 ára bið líklega á enda. ÞJÁLFARI: Ásgeir Elíasson NÝIR LEIKMENN: Þórður Marelsson (Víkingi) FARNIR SÍÐAN 1985: Ómar Torfason (Luzern Sviss) Haukur Bragason (KA) 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.