Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 51

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 51
Drengjalandslið íslands í knattspyrnu Undirbúningur drengjalandsliðsins í knattspyrnu hefur staðið yfir síðan í febrúar. Upphaflega byrjaði Lárus Lofts- son þjálfari liðsins með 60 stráka á æfingu en síðan hefur hópurinn verið skorinn niður. Sá hópur sem kynntur er í íþróttablaðinu er aðeins forval því endanlegur hópur hefur enn ekki verið valinn. Lárus á eftir að fylgjast með fleiri strákum í Reykjavík og úti á landi þannig að enginn er öruggur í landsliðið enn sem komið er. Strákarnir hafa æft saman í nokkurn tíma og verður æfingum íjölgað fram í júní. Stefnan er sett á Norðurlanda- mótið sem verður í Danmörku í júlí. Evrópukeppni Drengja- landsliða er síðan í haust en ekki hefur enn verið dregið í riðla í þeirri keppni. Sérstakar æfingabúðir verða haldnar á Laugarvatni í viku í sumar fyrir drengjalandsliðið, unglingalandsliðið og úr- valdslið úr 4. aldursflokki. Þessi vika er hugsuð sem æfing fyrir Evrópukeppni landsliðanna. Að sögn Lárusar Loftssonar þjálfara fer hann um Norður- og Austurland dagana 14. og 15. júní til að fylgjast með strákum sem koma til greina í landsliðið. Sem stendur eru í hópnum eingöngu strákar frá Suð-Vesturlandshorninu en það getur allt eins breyst. „Strákar utan af landi eiga jafn mikla möguleika í liðið eins og þeir sem leika á Reykjavíkur- svæðinu. Svo geta forráðamenn liða úti á landi hæglega bent okkur á þá stráka sem koma til greina í hópinn“, segir Lárus. — Eru þetta efnilegir strákar? „Breiddin í þessum aldurshóp er ekki mikill og það háir okkar en þetta eru efnilegir strákar. Það vantar nokkur félög sem hafa ekki fulltrúa í liðið. Verkefnaskortur er enginn þvf alltaf er eitthvað um að vera. Strákarnir eru áhugasamir og alltaf til í leiki og æfingar". — Kemur Sigfried Held til með að hafa einhver afskipti af liðinu? „Það er ekki ólíklegt. Ég vona að ég eigi eftir að hafa góð samskipti við hann og að hann komi með hugmyndir sem eru ekki til góða“. — Hugsið þið ekki til framtíðarinnar þegar um val á landsliði er að ræða? „Það er alltaf ákveðinn stígandi í þessu hjá landsliðinu. Að sjálfsögðu erum við ekki bara að tjalda til einnar keppni. Hvað undirbúning varðar horfum við alltaf til A-landsliðsins — við verðum að horfa fram á veginn. Reynslan hefur sýnt að þeir strákar sem leika með yngri landsliðunum hafa skil- að sér í A-landsliðið. Strákarnir þurfa ætíð að hafa næg verk- efni svo ekki myndist eyða hjá þeim. Við verðum að halda þeim við efnið“, sagði Lárus að lokum. Lárus Loftsson þjálfari 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.