Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 44

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 44
Mexíkó ’86 SOVÉTRÍKIN Kraftur Sovétmanna er eins greinilegur á vettvangi knattspyrnunnar og hann er í stjórnmálum þar í landi. Enginn efast um trúmennsku og hæfileika bestu knattspyrnumanna Sovétríkjanna. Það sem kemur helst á óvart er hversu sjaldan landsliðið nær toppárangri. Þess besti árangur er 4.sætið í úrslitum HM 1966 — þegar Eduard Malofeyev þjálfari þeirra í dag lék með. í Mexíkó 1970 komst liðið í 8 liða úrslit en tapaði þar 0:1 fyrir Uruguay. Síðast komst liðið í úrslit á Spáni en árangur þar var ekki mikilisverður. Knattspyrna í Sovétríkjunum hefur breyst mikið á síðasta áratug. Þar til fyrir 10 árum einokuðu lið frá Moskvu deildarkeppnina en nú blanda fleiri lið sér í baráttuna. Sovét- ríkin hafa lengi beðið eftir árangri á heimsmælikvarða og hver veit nema stundin sé runnin upp. UNGVERJALAND Hvert einasta landslið sem Ungverjaland hefur stillt upp — hversu gott sem það hefur verið á við það vandamál að stríða að vera líkt við hið frábæra landslið fjórða áratugarins með Ference Puskas í broddi fylkingar. Þjálfari liðsins í dag gerir ekki kröfur um að liðið leiki eins vel og gullaldarliðið en hann trúir statt og stöðugt að Ungveijaland geti vakið athygli í Mexíkó. Heimsmeistarakeppnin hefur ekki farið blíðum höndum um Ungverjaland síðustu 20 árin. Síðast komst liðið í lokakeppnina 1966 — en þá tapaði liðið fyrir Sovétríkjunum í 8 liða úrslitum. Nú þegar landsliðið á afturkvæmt eru Sovétmenn meðal þeirra fyrstu andstæðinga. Ungverjaland var fyrsta liðið fyrir utan Ítalíu — að sjálfsögðu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Liðið tapaði aðeins einum leik í undankeppninni — fyrir Hollandi 0:1 en það var eftir að þeir höfðu sigrað í riðlinum. En dagar gullaldartímans eru langt að baki og tími til kominn að klóra aðeins í bakkann. BÚLGARÍA Búlgaría tekur í ár þátt í úrslitakeppninni í fyrsta skipti síðan 1974. Landsliðið hefur aldrei verið nálægt því að vinna heimsmeistaratitilinn eða Evrópukeppni landsliða en samt hafa margir frægir knattspyrnu- menn komið frá Búlgaríu. Vutzov þjálfari liðsins er vongóður um að leikmenn liðsins svo sem Bozhidar Iskrenov og Gergi Dimitrov komi til með að standast samanburð snillinga annarra landsliða þegar á reynir. Án efa verður mikil pressa á leikmönnum liðsins því eins og öllum er kunnugt leikur liðið opnunarleik keppninnar gegn núverandi meistur- um frá Ítalíu. Þrátt fyrir sigur Búlgaríu yfir Evrópumeisturum Frakk- lands í undankeppninni má búast við að landsliðið verði ráðgáta í Mexíkó. KANADA Kanada er ein þriggja þjóða sem tekur í fyrsta skipti þátt í úrslita- keppni HM — hinar þjóðirnar eru Danmörk og írak. Framfarir þeirra koma þó engum á óvart eftir góðan árangur á síðustu Ólympíuleikum. Þar komst Kanada í undanúrslit en liðið tapaði fyrir Brasilíu eftir víta- spyrnukeppni. Kanada tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppninni með sigri yfir Honduras 2:1 í síðasta leik undankeppninnar. Nýliðinn Carl Valentine sem reyndar er fæddur í Manchester skoraði sigurmark leiks- ins. Meginhluti landsliðsmannanna er fæddur í Kanada og hafa þeir mikinn metnað og stolt til að standa sig vel í Mexíkó því eins og allir vita hefur knattspyrna átt fremur erfitt uppdráttar í Norður-Ameríku. Enginn deildarkeppni var í Kanada þegar liðið sigraði í undankeppni HM og sýnir það ákveðinn karakter. Landsliðsþjálfarinn Toni Waiters á þó erfitt verk fyrir höndum því liðið er að sjálfsögðu meðal minni spá- manna í Mexíkó. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.