Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 40

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 40
Mexíkó ’86 ÍRAK Þrátt fyrir að hafa þurft að leika alla heimaleiki sína utan heima- landsins vegna stríðs milli íran og írak tókst írak að komast til Mexíkó. Allt er þá þrennt er — írak tók þátt í undankeppni HM í þriðja sinn og náði alla leið. Þjálfari liðsins er brasilískur og hefur mikla reynslu sem ieikmaður í heimsmeistarakeppni. Hann heitir Jorge Vieira og lék á sín- um tíma með toppliðum í Korintu. Landslið írak er byggt upp á frábær- um leikmönnum úr félaginu Rasheed en þeirra á meðal eru varnarmað- urinn Khalil Alawi og Ali Hussein sem skoraði tvö marka írak í þýðing- armiklum sigri yfir Sýrlandi. Af 10.000.000 manna þjóð leika aðeins 4.400 knattspyrnu. Ólíklegt er að írak geri einhverjar rósir í Mexíkó en áhuginn og metnaðurinn gæti fieytt liðinu langt. NORÐ UR-ÍRLAND Billy Bingham þjálfari Norður írlands veit allt um heimsmeistara- keppnina í Mexíkó og þrátt fyrir að írarnir séu ekki álitnir í sama gæða- flokki og Brasilía eru þeir á meðal best undirbúnu þjóða sem leika í Mexíkó. írarnir eru frægir fyrir að koma á óvart þegar minnst varir. Enginn bjóst við að þeir sigruðu Ítalíu þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitunum 1958. Þá lék Bingham sjálfur á hægri kantinum og liðið komst alla leið í 8 liða úrslit. Svipað gerðist fyrir 4 árum á Spáni þegar Norður írland kom öllum á óvart — liðið sigraði þá gestgjafana 1:0 íyr- ir framan 70.000 tryllta áhorfendur. Þá naut liðið krafta 17 ára tánings sem öllum er kunnugur í dag. Norman Whiteside heitir pilturinn og kemur hann til með að leika stórt hlutverk í Mexíkó eins og Pat Jenn- ings markvörður sem orðinn er fertugur. Hann á stóran þátt í því að liðið komst til Mexíkó því með frábærri markvörslu hélt hann hreinu gegn Rúmeníu og í síðasta leiknum gegn Englandi á Wembley. Ekki kæmi á óvart þó liðið stæði sig vel. SUÐUR-KÓREA Landslið Suður-Kóreu leikur í úrslitakeppni HM í annað sinn. Fyrra skiptið var 1954 en þá tapaði liðið illilega fyrir Ungverjalandi 9-0 og Tyrklandi 7-0. Margt hefur breyst síðan og þegar nágrannar þeirra í Norður-Kóreu náðu góðum úrslitum í lokakeppninni 1966 ákvað Kim Yung Nam þjálfari Suður-Kóreu að nú skildu þeir ekki verða neinir eft- irbátar nágrannanna. Suður-Kórea skoraði 17 mörk í 8 leikjum í und- ankeppninni og þeirra aðalmaður var Choi Soon Ho sem þegar hefur vakið áhuga liða í Vestur-Evrópu. Þegar leika nokkrir leikmenn frá Suður-Kóreu í Evrópu — þeirra á meðal eru Huh Yung Moo miðjuleik- maður sem lék með PSV Eindhoven í Hollandi og hin leikreyndi Bum- Kun Cha sem leikið hefur í Bundesligunn í 8 ár. í 32 milljón manna þjóðfélagi leika aðeins 2000 manns knattspyrnu. Margir álíta Suður- Kóerubúa einn af „the dark horses" í Mexíkó. MAROKKÓ Fyrst lék Marokkó í úrslitum HM 1970 — nú leikur liðið í annað sinn. 1970 gáfu þeir til kynna að Afríkuþjóðirnar ættu eftir að láta að sér kveða. Þá gerði Marokkó jafntefli við BUlgaríu en tapaði naumlega fyrir Vestur-Þjóðverjum 2:1 eftir að hafa leitt nánast allan leikinn. Marokkó er annað tveggja liða í Mexíkó sem hefur brasilískan þjálfara. Jose Faria er þekktur þjálfari sem þjálfaði áður Fluminense og í Quat- ar. Nýlega gerði hann Marokkó liðið F.A.R. að Afríkumeisturum félags- liða. Marokkó fékk aðeins eitt mark á sig í undankeppni HM í 8 leikjum — þökk sé varnarmönnum liðsins og markverðinum Zaki. Einn þeirra mikilvægasti Ieikmaður er Mohamed Timoumi - leikmaður ársins í Afríku. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.