Íþróttablaðið - 01.06.1986, Síða 40

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Síða 40
Mexíkó ’86 ÍRAK Þrátt fyrir að hafa þurft að leika alla heimaleiki sína utan heima- landsins vegna stríðs milli íran og írak tókst írak að komast til Mexíkó. Allt er þá þrennt er — írak tók þátt í undankeppni HM í þriðja sinn og náði alla leið. Þjálfari liðsins er brasilískur og hefur mikla reynslu sem ieikmaður í heimsmeistarakeppni. Hann heitir Jorge Vieira og lék á sín- um tíma með toppliðum í Korintu. Landslið írak er byggt upp á frábær- um leikmönnum úr félaginu Rasheed en þeirra á meðal eru varnarmað- urinn Khalil Alawi og Ali Hussein sem skoraði tvö marka írak í þýðing- armiklum sigri yfir Sýrlandi. Af 10.000.000 manna þjóð leika aðeins 4.400 knattspyrnu. Ólíklegt er að írak geri einhverjar rósir í Mexíkó en áhuginn og metnaðurinn gæti fieytt liðinu langt. NORÐ UR-ÍRLAND Billy Bingham þjálfari Norður írlands veit allt um heimsmeistara- keppnina í Mexíkó og þrátt fyrir að írarnir séu ekki álitnir í sama gæða- flokki og Brasilía eru þeir á meðal best undirbúnu þjóða sem leika í Mexíkó. írarnir eru frægir fyrir að koma á óvart þegar minnst varir. Enginn bjóst við að þeir sigruðu Ítalíu þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitunum 1958. Þá lék Bingham sjálfur á hægri kantinum og liðið komst alla leið í 8 liða úrslit. Svipað gerðist fyrir 4 árum á Spáni þegar Norður írland kom öllum á óvart — liðið sigraði þá gestgjafana 1:0 íyr- ir framan 70.000 tryllta áhorfendur. Þá naut liðið krafta 17 ára tánings sem öllum er kunnugur í dag. Norman Whiteside heitir pilturinn og kemur hann til með að leika stórt hlutverk í Mexíkó eins og Pat Jenn- ings markvörður sem orðinn er fertugur. Hann á stóran þátt í því að liðið komst til Mexíkó því með frábærri markvörslu hélt hann hreinu gegn Rúmeníu og í síðasta leiknum gegn Englandi á Wembley. Ekki kæmi á óvart þó liðið stæði sig vel. SUÐUR-KÓREA Landslið Suður-Kóreu leikur í úrslitakeppni HM í annað sinn. Fyrra skiptið var 1954 en þá tapaði liðið illilega fyrir Ungverjalandi 9-0 og Tyrklandi 7-0. Margt hefur breyst síðan og þegar nágrannar þeirra í Norður-Kóreu náðu góðum úrslitum í lokakeppninni 1966 ákvað Kim Yung Nam þjálfari Suður-Kóreu að nú skildu þeir ekki verða neinir eft- irbátar nágrannanna. Suður-Kórea skoraði 17 mörk í 8 leikjum í und- ankeppninni og þeirra aðalmaður var Choi Soon Ho sem þegar hefur vakið áhuga liða í Vestur-Evrópu. Þegar leika nokkrir leikmenn frá Suður-Kóreu í Evrópu — þeirra á meðal eru Huh Yung Moo miðjuleik- maður sem lék með PSV Eindhoven í Hollandi og hin leikreyndi Bum- Kun Cha sem leikið hefur í Bundesligunn í 8 ár. í 32 milljón manna þjóðfélagi leika aðeins 2000 manns knattspyrnu. Margir álíta Suður- Kóerubúa einn af „the dark horses" í Mexíkó. MAROKKÓ Fyrst lék Marokkó í úrslitum HM 1970 — nú leikur liðið í annað sinn. 1970 gáfu þeir til kynna að Afríkuþjóðirnar ættu eftir að láta að sér kveða. Þá gerði Marokkó jafntefli við BUlgaríu en tapaði naumlega fyrir Vestur-Þjóðverjum 2:1 eftir að hafa leitt nánast allan leikinn. Marokkó er annað tveggja liða í Mexíkó sem hefur brasilískan þjálfara. Jose Faria er þekktur þjálfari sem þjálfaði áður Fluminense og í Quat- ar. Nýlega gerði hann Marokkó liðið F.A.R. að Afríkumeisturum félags- liða. Marokkó fékk aðeins eitt mark á sig í undankeppni HM í 8 leikjum — þökk sé varnarmönnum liðsins og markverðinum Zaki. Einn þeirra mikilvægasti Ieikmaður er Mohamed Timoumi - leikmaður ársins í Afríku. 40

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.