Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 19

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 19
íslandsmótið 1986 ÞÓR - STERKIR Á HEIMAVELLI! Þriðja sætið í l.deild 1985 er besti árangur sem Þór hefur náð frá því liðið komst í l.deild. Akureyr- ingarnir sætta sig ekki við neitt annað en að bæta þann árangur og því ætti það ekki að takast? Liðið er firnasterkt á heimavelli — tapaði þar aðeins tveimur stigum í lyrra en árangur á útivelli verður liðið að bæta ef þeir ætla sér stóra hluti. Þetta er ekki spurn- ing um neitt annað en hugarfar. Liðið þykir leika létta og skemmtilega knattpyrnu og hefur á að skipa tveimur af skemmtilegustu framherjum íslands. Það eru Halldór Áskelsson og Bjarni Sveinbjörnsson. Halldór hefur þegar skapað sér nafn sem góður landsliðsmaður. En sem betur fer eru þeir ekki einu mennirnir í liðinu sem kunna eitthvað fyrir sér á gras- inu því í Þór er fjöldi góðra leikmanna. Siguróli Kristjánsson (Moli) kom skemmtilega á óvart sem ný- liði og komst í 21 árs landsliðið. Hann á vafalítið eftir að hrella andstæðingana í sumar. Skemmtilegur strákur! Baldvin markmaður var meðal þeirra bestu í l.deild og er geysilega vaxandi. Blaðamaðurinn síkáti Kristján Kristjánsson fær að sleppa ritvélinni annað slagið og leikur með Þór áfram. Sem sagt — liðið er vænlegt til árangurs. ÞJÁLFARI: Björn Árnason. NÝIR LEIKMENN: Logi Einarsson (Leiftri) Þórarinn Jóhannesson (Reyni Á) Fjölnir Guðmundsson (KA) KR - KOMINN TÍMIÁ ÞÁ KR-ingar urðu síðast íslandsmeistarar í knatt- spyrnu 1968 og eru menn orðnir fremur hungraðir í titil. Liðið hefur bæði frábærum þjálfara og leik- mönnum á að skipa og er því ekkert að vanbúnaði. Gordon Lee hefur gjörbreytt liðinu til hins betra og leikmenn eru að sjálfsögðu einu ári reyndan en í fyrra. Kjölfesta liðsins felst í leikmönnum á borð við Ágúst Má Jónsson, Gunnar Gíslason, Jóstein Einars- son, Stefán Jóhannsson, Sæbjörn Guðmundsson, Willum Þórsson og Hálfdán Örlygsson. Ekki slæmur mannskapur því enn fleiri ungir og efnilegir leikmenn eru í liðinu. Öflugt unglingastarf KR er að skila ár- angri og bera leikmenn eins og Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson og Þorsteinn Guðjónsson þess vitni. Allir þrír eru framtíðarleikmenn. Auk þess hefur Vesturbæjarliðinu borist góður liðsauki í landsliðsmanninum Lofti Ólafssyni og Heimi Bergssyni frá Selfossi. Ef reyndustu leikmenn ná að sýna sínar bestu hliðar er liðið til alls líklegt. Gústi hefur loksins fengið náð fyrir augum landsliðs- nefndar — sem hann á sannarlega skilið og gæti frammistaða hans vegið þungt í sumar. ÞJÁLFARI: Gordon Lee NÝIR LEIKMENN: Loftur Ólafsson (Þrótti) Heimir Bergsson (Selfossi) 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.