Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Page 44

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Page 44
Mexíkó ’86 SOVÉTRÍKIN Kraftur Sovétmanna er eins greinilegur á vettvangi knattspyrnunnar og hann er í stjórnmálum þar í landi. Enginn efast um trúmennsku og hæfileika bestu knattspyrnumanna Sovétríkjanna. Það sem kemur helst á óvart er hversu sjaldan landsliðið nær toppárangri. Þess besti árangur er 4.sætið í úrslitum HM 1966 — þegar Eduard Malofeyev þjálfari þeirra í dag lék með. í Mexíkó 1970 komst liðið í 8 liða úrslit en tapaði þar 0:1 fyrir Uruguay. Síðast komst liðið í úrslit á Spáni en árangur þar var ekki mikilisverður. Knattspyrna í Sovétríkjunum hefur breyst mikið á síðasta áratug. Þar til fyrir 10 árum einokuðu lið frá Moskvu deildarkeppnina en nú blanda fleiri lið sér í baráttuna. Sovét- ríkin hafa lengi beðið eftir árangri á heimsmælikvarða og hver veit nema stundin sé runnin upp. UNGVERJALAND Hvert einasta landslið sem Ungverjaland hefur stillt upp — hversu gott sem það hefur verið á við það vandamál að stríða að vera líkt við hið frábæra landslið fjórða áratugarins með Ference Puskas í broddi fylkingar. Þjálfari liðsins í dag gerir ekki kröfur um að liðið leiki eins vel og gullaldarliðið en hann trúir statt og stöðugt að Ungveijaland geti vakið athygli í Mexíkó. Heimsmeistarakeppnin hefur ekki farið blíðum höndum um Ungverjaland síðustu 20 árin. Síðast komst liðið í lokakeppnina 1966 — en þá tapaði liðið fyrir Sovétríkjunum í 8 liða úrslitum. Nú þegar landsliðið á afturkvæmt eru Sovétmenn meðal þeirra fyrstu andstæðinga. Ungverjaland var fyrsta liðið fyrir utan Ítalíu — að sjálfsögðu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Liðið tapaði aðeins einum leik í undankeppninni — fyrir Hollandi 0:1 en það var eftir að þeir höfðu sigrað í riðlinum. En dagar gullaldartímans eru langt að baki og tími til kominn að klóra aðeins í bakkann. BÚLGARÍA Búlgaría tekur í ár þátt í úrslitakeppninni í fyrsta skipti síðan 1974. Landsliðið hefur aldrei verið nálægt því að vinna heimsmeistaratitilinn eða Evrópukeppni landsliða en samt hafa margir frægir knattspyrnu- menn komið frá Búlgaríu. Vutzov þjálfari liðsins er vongóður um að leikmenn liðsins svo sem Bozhidar Iskrenov og Gergi Dimitrov komi til með að standast samanburð snillinga annarra landsliða þegar á reynir. Án efa verður mikil pressa á leikmönnum liðsins því eins og öllum er kunnugt leikur liðið opnunarleik keppninnar gegn núverandi meistur- um frá Ítalíu. Þrátt fyrir sigur Búlgaríu yfir Evrópumeisturum Frakk- lands í undankeppninni má búast við að landsliðið verði ráðgáta í Mexíkó. KANADA Kanada er ein þriggja þjóða sem tekur í fyrsta skipti þátt í úrslita- keppni HM — hinar þjóðirnar eru Danmörk og írak. Framfarir þeirra koma þó engum á óvart eftir góðan árangur á síðustu Ólympíuleikum. Þar komst Kanada í undanúrslit en liðið tapaði fyrir Brasilíu eftir víta- spyrnukeppni. Kanada tryggði sér þátttökurétt í úrslitakeppninni með sigri yfir Honduras 2:1 í síðasta leik undankeppninnar. Nýliðinn Carl Valentine sem reyndar er fæddur í Manchester skoraði sigurmark leiks- ins. Meginhluti landsliðsmannanna er fæddur í Kanada og hafa þeir mikinn metnað og stolt til að standa sig vel í Mexíkó því eins og allir vita hefur knattspyrna átt fremur erfitt uppdráttar í Norður-Ameríku. Enginn deildarkeppni var í Kanada þegar liðið sigraði í undankeppni HM og sýnir það ákveðinn karakter. Landsliðsþjálfarinn Toni Waiters á þó erfitt verk fyrir höndum því liðið er að sjálfsögðu meðal minni spá- manna í Mexíkó. 44

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.