Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Síða 14

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Síða 14
sinnum bikarmeistari. „Ég lék með FH til 27 ára aldurs en þá var hand- boltaiðkunin farin að stangast á við félagsmálin og pólitíkina. Reyndar þjálfaði ég Reyni Sandgerði í 3. deild og 2. deild um þriggja ára skeið og síðan Njarðvík í eitt ár. Þótt um lang- an vegværi aðfaravarað mörgu leyti auðveldara að þjálfa en að standa í slagnum í 1. deild. í fyrra var heimil- að að B-lið 1. deildar liða tækju þátt í deildarkeppninni og sigruðum við FH-ingar í 3. deild á síðasta keppnis- tímabili. Við leikum því í 2. deild í vetur en tökum það svona hæfilega alvarlega. Lítill tími gefsttil æfingaen sigurviljinn hjáokkur„|>ömlu körlun- um" er samur og fyrr. Ég á alveg eins von á því að við munum sigla um miðja deild. Okkur er víst bannað að vinna okkur upp f 1. deild." — Þú hefur ekki látið glepjast af golffþróttinni eins og svo margir boltaíþróttamenn? „Nei, golfið er svo fjandi tímafrekt. Mín skoðun er sú að þegar menn hafa iðkað keppnisíþróttir, þar sem ávallt er leikið til sigurs og barist til síðasta blóðdropa, þá komi fátt annað til greina. Ég finn mig allavega illa í þessum skokkíþróttum. Ég vil hafa keppni og hasar í málunum. Golfið kemur kannski síðar." — Einsettir þú þér að styðja vel við bakið á íþróttastarfseminni í bænum þegar þú varst kjörinn bæjarstjóri? „Það liggur í augum uppi að ég þekki íþróttamálin vel af eigin raun og vil veg þeirra sem mestan. Þegar ég hef síðan tækifæri til að láta gott af mér leiða reyni ég að nýta það og beita áhrifum mínum í þá veru. Það er engin sýndarmennska eða fagur- gali þegar fullyrt er að íþróttaiðkun fólks á öllum aldri sé gefandi og nauðsynleg á svo fjölmargan hátt. Hún skiptir máli bæði uppeldislega og heilsufarslega, þ.e. bæði fyrir lík- ama og sál. Mér finnst stundum að stjórnmálamenn geri sér ekki nægi- lega vel grein fyrir því hversu gífur- lega umfangsmikil starfsemi á sér stað í sambandi við íþróttírnar. Bæði ég og fleiri, sem vorum kjörnir til trúnaðarstarfa í síðustu bæjarstjórn- arkosningum, vorum klárir á því að það þyrfti að gera stórátak í þessum málum. Nú sjáum við vonandi fram á betri tíð með blóm í haga hvað varðar aðstöðu fyrir fþróttir hér í bæ. Fyrst bera að nefna nýja íþrótta- húsið sem verður opnað í febrúar á komandi ári. Það er algjör bylting fyrir íþróttalíf í Hafnarfirði. Þar verða tveir keppnisvellir fyrir handbolta enda er húsið 47x47 metrar. Ég held ég fari rétt með að stærri gólfflötur, þar sem hægt er að stunda íþróttir, fyrirfinnist ekki á íslandi. Húsið er á athafnasvæði FH en engu að síður Guðmundur Arni Stefánsson bæjar- stjóri í Suðurbæjarsundlauginni sem verður opnuð núna í október. liggur fyrir samningur þess efnis að bærinn muni reka það sem venjulegt íþróttahús fram til ársins 2005. Þá eignast FH húsið til eigin afnota. í desember verður tekið f notkun hús fyrir fimleikafélagið Björk sem er mjög öflugt. Þar verður gryfja sem er nauðsynleg öllum þeim sem iðka fimleika en húsið verður samtengt íþróttahúsi Hauka. Núna í október verður opnuð sundlaug f Suðurbæn- um sem kallast Suðurbæjarlaug en þar verður bæði inni- og útilaug. Þessi sundlaug var löngu orðin tíma- bær því hin gamla er komin til ára sinna en þjónar bæjarbúum vel og kemur til með að gera það áfram. Hvað útiíþróttum viðkemur hefur mesta áherslan verið lögð á svæðið f Guðmundur Árni lék um 10 ára skeið með meistaraflokki FH. Hann sést hér í kunnugri stöðu.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.