Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 18
STERKUR OG STÓR
Héðinn Gilsson ein skærasta stjarnan í handknattleiknum
Þótt Héðinn Gilsson hafi verið eft-
irsóttur af erlendum liðum á undan-
förnum mánuðum hefur hann látið
öll tilboð sem vind um eyru þjóta og
einbeitir sér að leik sínum með FH í
1. deildinni um þessar mundir. Hann
er sá handknattleiksmaður sem
mestar vonir er bundnar við í
framtíðinni og efast enginn
um að hann komi til með að standa
undir þeim væntingum. Héðinn veit
að hann á möguleika á atvinnu-
mennsku en ætlar ekki að ana út í
neina vitleysu.
„Þessi tilboð hafa verið orðum ýkt í
dagblöðunum. Það hafa borist þó
nokkrarfyrirspurnir um migenéghef
aldrei gefið neitt færi á mér og neitað
áður en málin hafa verið rædd frekar.
Égferekki íatvinnumennskuiyrren í
fyrsta lagi eftir þetta keppnistímabil
og hugur minn' er því hjá FH um þess-
ar mundir. Þessar Tyrirspurnir hafa
komið frá liðum á Spáni og Þýska-
landi og í þremur tilfellum frá liðum
sem fslenskir leikmenn hafa leikið
nieð."
Héðinn er ákaflega skynsamur og
vill hafa vaðið fyrir neðan sig. Hann
er aðeins 21 árs gamall og getur ef-
laust leikið hvar sem er í heiminum,
hvenær sem honum hentar. í B-
keppninni í Frakklandi vakti hann
gífurlega athygli því hann
kom inn á í leikjum á
viðkvæmum
augnablik-
um og lék eins og sá sem valdið hef-
ur. Fyrir mánuði lauk heimsmeistara-
keppni landsliða skipuðum leik-
mönnum 21 árs og yngri, sem haldin
var á Spáni, og þar blómstraði Héð-
inn. ísland hafnaði í 5. sæti af 16
þátttökuþjóðum og tryggði sér þar
með rétt til þátttöku í næstu úrslita-
keppni. En hvar skyldi Héðinn helst
vilja spila ef hann ætti þess kost að
ráða einhverju þar um?
„Einu löndin, sem koma í raun til
greina, eru Þýskaland og Spánn.
Þýskaland er þó varla inni í mynd-
inni sem stendur því þeir taka
ekki þátt í sömu keppni og
18