Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 37
bolti því í þeim gat ég uppskorið eftir
því hversu mikið ég lagði á mig, óháð
liði."
Einar bjó til skamms tíma í Noregi
og Svíþjóð og stundaði meðal annars
skíðagöngu í Noregi. Hann sagðist
hafa hætt því eftir að hann kom heim
vegna aðstöðuleysis. Eins og gengur
reyndi hann fyrir sér ínokkrum grein-
um frjálsíþrótta en þar sem hann náði
strax bestum árangri í hástökki snéri
hann sér alfarið að því."
íslandsmetið í hástökki á Gunn-
laugur Grettisson, 2,15 m en Einar
segist stefna markvisst að því að gera
betur. „Við Gunnlaugur getum báðir
stokkið hærra en 2,15 m. Takmarkið
hjá mér er að komast á Ólympíuleika
og vitanlega geri ég mér vonir um að
ná langt í íþróttinni. Með skipulögð-
um æfingum og miklum aga tel ég
raunhæft að geta stokkið 2,30 eftir 4
ár. Ég stefni að því."
— Hvernig hagar þú þínum æfing-
um í vetur?
„Ég reyni að æfa daglega og á fjöl-
breyttan hátt. Ég lyfti lóðum þrisvar í
viku, geri hoppæfingar jafn oft, tek
spretti og er í alhliða þrekæfingum.
Við búum við þokkalega aðstöðu í
Hafnarfirði en hún kemur til með að
gjörbreytast þegar nýja íþróttahúsið
verður tekið í notkun. Það er vel stað-
ið að málum frjálsíþrótta í Hafnar-
firði, þar eru margir efnilegir krakkar
og félagsskapurinn góður."
— Hvaða eiginleikum þarf góður
hástökkvari að vera gæddur?
„Hann verður að vera frekar há-
vaxinn og hafa góða stjórn á líkam-
anum. Hann þarf einnig að búa yfir
hraða og sprengikrafti."
Allar stærðir
Mikið úrval
Góð þjónusta
WfJ
L 4.
»'%< ./ pnB
I,■ *
iBREKKU 4,
200 KÓPAVOGi,
S 4 32 44