Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 46

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 46
að fimm sinnum hefur það lið orðið vestur-þýskur meistari sem hefur haft útlending í sínum röðum. Fjórir þess- ara útlendinga eru Islendingar. Auk mín hafa Alfreð Gíslason, Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson orðið vest- ur-þýskir meistarar. Hróður íslend- inga í Vestur-Þýskalandi er mikill enda hafa þeir nánast undantekning- arlaust leikið vel. Þótt margir Júgó- slavar leiki í Þýskalandi hafa þeir aldrei orðið meistarar með sínum lið- um. Kannski er ástæðan sú að Islend- ingarnir hafa lagað sig að sínum lið- um en þau lið, sem hafa fengið Júgó- slava, hafa aftur á móti þurft að aðlaga sig þeim." Kristján hefur hlotið fjölda viður- kenninga á keppnisferli sínum og 16 mörk úr 16 skottilraunum varð hann til að mynda fjórum sinn- um á sjö árum markakóngur í1. deild á Islandi. Hann var valinn besti leik- maður íslandsmótsins 1985 af leik- mönnum deildarinnar og það ár var hann einnig valinn handknattleik- smaður ársins hjá HSÍ. Hann lékeinn sérstaklega eftirminnilega leik með FH í 1. deild gegn Víkingi en þá skor- aði hann 16 mörk í 16 skottilraunum. En hvaða þýðingu skyldu viðurkenn- ingar hafa fyrir hann. „Því er ekki að neita að því fylgir mikil ánægja að hljóta viðurkenningar. Þær halda manni við efnið og eru vísbending um að maður séá réttri leið. Éger það metnaðargjarn að éggeri ávalltallttil þess að halda þeim titlum sem ég hef unnið eins og íslandsmeistaratitli og markakóngstitli. Viðurkenningar hafa mikið að segja fyrir íþróttamenn þótt fara eigi sparlega með allar við- urkenningar. Það kann ekki góðri lukku að stýra að búa til stjörnu úr 12 ára barni því þá eiga krakkar frekar að æfa íþróttir áhugans vegna heldur en að vera að eltast við viðurkenn- ingar. Krakkar eiga eðlilega mjög erf- itt með að standa undir því að vera álitnir stjörnur." Fyrsta landsleik sinn lék Kristján Arason ytra gegn Danmörku þá aðeins 18 ára gamall. Jóhann Ingi Gunnarsson var þá landsliðsþjálfari og valdi hann nánast einvörðungu unga stráka í landsliðshópinn. „Ég man að ég skoraði 2 mörk í lands- leiknum og var hæstánægður með það þótt leikurinn hafi tapast. Hilmar Björnsson tók við landsliðinu ári síð- ar og valdi hann eldri og reyndari leikmenn aftur í landsliðið. Ég var ekkert svekktur þó ég væri ekki val- inn í landsliðið hans því ég var engan veginn tilbúinn til þess að leika með því. Minn tími kom síðar og þá var sjálfstraustið öllu meira." Eins og áður sagði hélt Kristján út í atvinnumennsku haustið 1985 og var hann inntur eftir því hvernig raun- veruleg atvinnumennska í handbolta væri? „Það er mjög mikill munur á atvinnumennsku í Þýskalandi annars vegar og á Spáni hins vegar. í Þýska- landi er nánast eingöngu um hálf- atvinnumennsku að ræða þannig að ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN FYRIRLIÐI LANDSLIÐSINS .„Kristján er mjög traustur vinur og eínstaklega sterkur persónu- leiki. Það er alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur því hann skilar öllum hlutverkum með prýði. Hann er gífurlega sterkur íþróttamaður og einstak- lega fjölhæfur. Ég á ekki mikla möguleika gegn honum þegarvið leikum veggtennis, golf eða ámóta greinar. Annars má égekki lofsyngja hann of mikið því hann er minn besti vinur." 46

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.