Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Síða 48

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Síða 48
lýsingarorðum fórfyrirbrjóstiðáokk- ur. Við vorum búnir að fórna öllu okkar í 2 ár fyrir leikana og svo feng- um við ekkert nema vanþakklæti í andlitið. Að mínu mati sýnir það „karakterinn" í landsliðinu að geta rifið sig upp eftir slíka gagnrýni og spilað vel fram yfir B-keppnina. í Frakklandi vorum við ekki bara að spila upp á sæti og stig heldur spiluð- um við fyrst og fremst fyrir okkur sjálfa því við vildum sýna og sanna að við gætum staðið okkur vel. í Frakklandi voru menn virkilega reiðir margra hluta vegna úti og þar mynd- aðist liðsandi sem ég hafði aldrei upplifað fyrr." — Hvernig finnst þér þróunin hafa verið í handboltanum á íslandi? „Ég held að við séum á réttri leið og að lokinni heims- meistarakeppninni í Tékkóslóvakíu í mega ekki slá eignarrétti sínum á leikmenn" febrúar næstkomandi þarf að fara að byggja upp lið með heimsmeistara- keppnina 1995 á íslandi í huga. Keppnistímabilið á íslandi er stutt og það þarf að lengja að mínu mati til þess að við getum haldið okkur á toppnum. Geir Sveinsson hitti nagl- ann á höfuðið með grein sinni í síð- asta tölublaði íþróttablaðsins þegar hann bendir á að lið á íslandi þurfi helst að leika um 30 leiki á hverju keppnistímabili. Það yrði jákvætt fyrir handboltann. Við verðum að byrja á uppbyggingunni hjá félags- liðunum og svo kemur landsliðið í kjölfar þess." — Hvað finnst þér um þær reglur sem geta orsakað 6 mánaða keppnis- bann komistfélögekki að samkomu- lagi um félagaskipti leikmanna? „Ég held að menn hafi hreinlega ekki vitað hvað þeir voru að gera þegar þessi lög voru samþykkt. Leik- menn geta alltaf lent upp á kant við þjálfara eða viljað skipta um félag einhverra hluta vegna. Það er með ólíkindum að félag skuli vilja refsa leikmanni sem hefur fórnað öllum sínum frítíma til þess auka veg þess og virðingu. Á meðan áhuga-

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.