Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 54
DÓMARI Á
Samantekt: Lúðvík
Að vera dómari í knattspyrnuleik
er án efa eitt vanþakklátasta starf
sem um getur. Leikmenn eru fljótir
að rjúka upp til handa og fóta og
ráðast á dómarann með alls konar
yfirlýsingar þegar illa gengur í stað
þess að líta í eigin barm.
Það er Ijóst að þó svo að dómgæsla
hafi batnað hér síðastliðið sumar er
henni ennþá nokkuð ábótavant.
Dómarar láta margt fara í taugarnar á
sér en eitt mikilvægasta skrefið, sem
þessi stétt hefur stigið um langt ára-
bil, var stigið síðastliðið sumar þegar
þeir „Eyrnadómararnir" fóru að
hverfa at'sjónarsviðinu. Hver og einn
dómari er eflaust svolítill „eyrna-
dómari" í sér en hér á ég við þá dóm-
ara sem dæma frekar eftir því, sem
þeir heyra leikmenn segja, en því
sem í raun er að gerast á leikvellinum
hverju sinni. Það er Ijóst að leikmenn
láta ýmislegt flakka í hita leiksins og
blóta þá oft hástöfum. Það verður að
teljast mjög virðingarvert hjá íslensk-
um dómurum þegar þeir láta slíkt
stundarbrjálæði og „svekkelsi" leik-
mannanna sem vmd um eyru þjota
og einbeita sér frekar að líkamlegum
brotum en munnlegum.
Dómararnir virtust vera nokkuð
samstilltir í sambandi við þennan
munnsöfnuð síðastliðið sumar en þá
líka er hér um bil öll ságan sögð um
hversu samstilltir þeir voru. Það er
nefnilega alveg Ijóst að dómarar
þurfa að samhæfa dóma sína betur
en dómararnir taka mishart á hinum
ýmsu brotum og gildir þá einu hvað
sagt hefur verið á dómaraþingum
það árið um tiltekin brot.
En hvað er til ráða ef dómgæslan
hér á landi á að geta orðið eins og
hún gerist best í heiminum? Eitt mik-
ilvægasta skrefið, sem hægt er að
taka í þessum málum, er að fækka
dómurum íl. deildinni til muna. Þeir
eru einfaldlega of margir núna og
eins og leikmennirnir þurfa dómar-
arnir að dæma marga leiki til að
halda sér í góðu formi. Það mætti
fækka dómurunum í 1. deildinni nið-
ur í 10-12 og búa til sérstakan dóm-
arasjóð sem hvert lið borgar vissa
upphæð í. Þess má geta að slíkur
dómarasjóður var við lýði í 2. deild
sl. sumar en fjármunir úr honum voru
eingöngu notaðir til að greiða ferða-
kostnað dómaranna. 1. deildar liðin
gætu t.d. borgað einhverja jafnaðar-
upphæð í dómarasjóðinn fyrir hvern
heimaleik. Peningarnir úr þessum
sjóði myndu síðan renna óskiptir til
dómaranna sem laun fyrir þá leiki
sem þeir dæma. Þetta ætti bæði að
koma sér vel fyrir dómarana, sem
myndu hér fá sómasamlega greitt
fyrir þetta vanþakkláta starf, sem og
félögin, því það hlýtur að vera hagur
þeirra að hafa færri og betri dómara
sem hægt er að gera kröfur til.
Ef þessu fyrirkomulagi væri komið
á væri Ijóst að dómararnir myndu
leggja mun meira á sig til að vera í
sem bestu formi fyrir sumarstarfið,
sökum þess að töluverðar tekjur
mætti hafa upp úr því að dæma í 1.
deildinni. Á móti kæmi náttúrlega að
mun meiri kröfuryrðu gerðartil dóm-
aranna. Það væri ekki nema sann-
gjarnt því þeir væru þá á kaupi hjá 1.
deildar félögunum og yrðu einfald-
lega að standa srg vel og bera höfuðið
hátt þegar þeir væru gagnrýndir og
taka því rétt eins og þegar væri verið
að ávíta þá fyrir illa unna vinnu.
Hvort sem þessu fyrirkomulagi
eða einhverju öðru verður komið á er
alveg Ijóst að úrbóta er þörf á sviði
knattspyrnudómgæslunnar. Það eru
einfaldlega allt of margir dómarar að
dæma í efstu deildunum tveimur og
því fá þeir bestu ekki að dæma eins
mikið eins og rökrétt væri. Eins og
áður hefur komið fram þarf að fækka
dómurunum verulega og gera meiri
SINS
kröfur til þeirra eftir því sem þeir
dæma fleiri leiki og eru í betra leik-
formi.
íþróttablaðið stóð fyrir könnun
meðal fyrirliða 1. deildar liðanna í
sambandi við það hver þeim þætti
besti dómarinn í deildinni en könn-
unin fór fram skömmu eftir að ís-
landsmótinu lauk. Valið fór þannig
fram að hver og einn fyrirliði nefndi
þrjá dómara. Sá í fyrsta sætinu fékk
fimm stig, sá sem lenti í öðru sæti hjá
hverjum fyrirliða fékk þrjú stig og sá í
þriðja sætinu fékk eitt stig. Þeir, sem
tóku þátt í valinu á „Dómara ársins",
voru eftirtaldir: Erlingur Kristjánsson
KA, Pétur Ormslev Fram, Pétur Pét-
ursson KR, Halldór Halldórsson FH,
Guðbjörn Tryggvason ÍA, Þorgrímur
Þráinsson Val, Nói Björnsson Þór,
Valur Rapnarsson Fylki, Valþór Sig-
þórsson IBK og Guðmundur Hreið-
arsson Víkingi.
54