Íþróttablaðið - 01.10.1989, Síða 60
körfubolti. Jeff Null finnst íslendingar
vera vingjarnlegir en hins vegar
kvartar hann undan dýrtíð og kulda.
Það voru mikil viðbrigði fyrir hann að
koma hingað í Suðurnesjarokið beint
úr 30 stiga hita.
TINDASTÓLL - BOW
HAIDEN
Tveir framangreindir eru einungis
leikmenn en hinn 22 ára gamli Bow
Haiden er jafnframt aðstoðarjajálfari
hjá Tindastóli. Hann lék síðast með
Bucknall College of Pennsylvania en
„college" er nokkurs konar millistig
háskóla og menntaskóla á íslenskan
mælikvarða. Haiden er útlærður raf-
eindavirki. Hann er einhleypur.
Hann er 2 m á hæð og vegur 100 kg.
Haiden telur allar íþróttagreinar til
áhugamála sinna en auk þess hefur
hann mikinn áhuga á fagi sínu, raf-
eindavirkjun. Honum þykir Sauðár-
krókur óneitanlega lítill bær en vina-
legur og segir að fólkið þar sé mjög
vingjarnlegt.
ÍR - THOMAS LEE
Thomas Lee er léttur á bárunni og
viðræðugóður. Hann er 25 ára gam-
all, 198 cm á hæð og vegur 95 kg.
Hann er bæði þjálfari og leikmaður
ÍR. Leeereinhleypurogeruppalinn í
Fíladelfíu. Hann lék í nokkur ár með
liði Loyola College of Maryland en
síðustu tvö árin hefur hann spilað
með 1. og 2. deildar liðum á írlandi.
Þegar íþróttablaðið náði tali af Lee
hafði hann aðeinsdvalisthérá landi í
nokkra daga og átti því erfitt með að
bera saman íslenskan og írskan
körfubolta. Hann var þó ekki frá því
að lið á borð við ÍR gæti vel spjarað
sig í 1. deildinni. Aðspurður um
áhugamál segist Thomas hafa starfað
sem plötusnúðurá írlandi ogað hann
hafi grfðarlega gaman af skífuþeyt-
ingi. Þá taldi hann mannleg sam-
skipti almennt til áhugamála („soci-
alizing basically"), ekki síst félags-
skapur kvenna," sagði hann og hló
við. Hann kveðst enda vera opinn og
frjálslegur náungi. Hins vegar segir
hann að körfubolti sé óumdeilanlega
áhugamál sitt númer eitt, tvö og þrjú
en allar aðrar fþróttir komi síðan þar
á eftir. Thomas Lee leist vel á land og
þjóð, þ.e.a.s. miðað við það litla sem
hann hafði séð af hvorutveggja þegar
rætt var við hann.
Jonathan Bow lék, sem lánsmaður með KR, í Evrópukeppni félagsliða á
dögunum. Hann er hér í KR-búningnum ásamt Anatoly Kovtoun sem er til
hægri á myndinni.
ÍBK - JOHN
WEARGASON
John Weargason, þjálfari og leik-
maður ÍBK, er hvorki meira né minna
en 212 cm á hæð en vegur aðeins um
100 kg. Hann er 22 ára. John er frá
Los Angeles og lék með háskólaliði
þar f 1. deildinni. Þar lagði hann
einnig stund á stjórnmálafræði og út-
skrifaðist í greininni. Hann er ein-
hleypur. Áhugamál hans eru körfu-
bolti, hafnabolti og lestur. Lestra-
áhugi hans beinist aðallega að
stjórnmálum og hefur hann reynt að
kynna sér íslenska pólitík eftir að
hann kom hingað. John Weargason
er mjög bjartsýnn á keppnistímabilið
fyrir hönd Keflvíkinga og telur að
góðir hlutir séu í þróun hjá félaginu
sem meiri reynsla eigi eftir að koma
á.
HAUKAR- JONATHAN
BOW
Leikmaður Hauka í vetur er þrek-
vaxinn, 198 cm á hæð og 100 kg.
Hann er 23 ára gamall. Jónatan lék
síðast með háskólaliðinu Purdue
University Indiana, sem er sterkt 2.
deildar lið. Hann varfyrirliðiogmátt-
arstólpi í sínu liði. Eins og flestir er-
lendu leikmennirnir er Jónatan ein-
hleypur en er sagður róma fegurð ís-
lenskra kvenna. Undanfarin þrjú
sumur hefur hann starfað í tengslum
við golfíþróttina, selt golfvörur og
60