Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 64

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 64
ÍSLANDSMEISTARI 1990? Samantekt: Lúðvík Örn Steinarsson Vertíð handboltamanna er nú haf- in og Ijóst er að sjaldan eða aldrei hafa handknattleiksunnendur og leikmenn séð fram á jafn jafnt og skemmtilegt mót. Það leikur enginn vafi á því að íslendingar eru ein besta handknatt- leiksþjóð heims og vafalaust er ein ástæða þess sterkar og skemmtilegar liðsheildir félagsliða hér á landi. íþróttablaðiðgekkstfyrirkönnun á því meðal handknattleiksmannanna hvernig þeir héldu að endanleg röð liðanna í 1. deildinni yrði. Hvert félag átti einn fulltrúa í könnunninni, en þeir voru eftirtaldir: Guðjón Árnason FH, Davíð B. Gísla- son Gróttu, Bjarni Frostason HK, Sig- björn Óskarsson ÍBV, Ólafur Gylfa- son ÍR, Pétur Bjarnason KA, Leifur Dagfinnsson KR, Hafsteinn Bragason Stjörnunni, Valdimar Grímsson Val ogÁrni Friðleifsson Víkingi. Hver og einn þessara leikmanna setti niður endanlega stöðu liðanna í deildinni eins og þeir töldu að hún yrði og var síðan gefið stig fyrir hvert sæti. Liðið í fyrsta sæti hjá hverjum fékk tíu stig, liðið í öðru sæti 9 og svona koll af kolli, þannig að liðið í tíunda sæti fékk 1 stig. Úrslit könnunarinnar urðu eftirfarandi: 1. FH 91 stig 2. Stjarnan 89 stig 3. Valur 86 stig 4. Víkingur 64 stig 5. KR 54 stig 6. ÍBV 46 stig 7. Grótta 44 stig 8. KA 31 stig 9. ÍR 24 stig 10. HK 21 stig Ef marka má niðurstöður þessarar könnunar má sjá að að öllum líkind- umkemurdeildintil með aðskiptastí þrennt. Toppslagurinn kemurtil með að standa á milli FH-inga, Stjörnu- manna og Valsmanna. Liðin sem sigla lignan sjó, yrðu Víkingur, KR, ÍBV og Grótta og liðin sem yrðu í botnslaginum yrðu væntanlega KA, ÍR og HK. Það er Ijóst að toppslagurinn verð- ur harður og hvergi gefið eftir. FH- ingar hafa að margra dómi á sterkasta liðinu að skipa. Þeir æfðu mikið síð- asliðið sumar undir röggsamri stjórn nýs þjálfara, Þorgils Óttars Mathies- en. Sú sagaflýgurfjöllunum hærra að Þorgils Óttar sé svo strangur þjálfari og haldi uppi svo miklum aga að agi Bogdans Kowalzic sé hvorki fugl né fiskur í samanburði við hann. Stjörnumenn mæta sterkirtil leiks, en þeir hafa ungu og skemmtilegu liði á að skipa. Stjarnan hefur nú 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.