Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 68

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 68
fréttabréf Umsjón: Stefán Konráðsson ílnnið að uppgreftri. BYGGINGARMÁL - ÓÁNÆGJGRADDIR Framkvæmdastjórn ÍSÍ boðar til fræðslu- og kynningarfundar um byggingarmál. Byggingarframkvæmdir á vegum íþróttasambands íslands á húsi núm- er fjögur við Iþróttamiðstöðina í Laugardal hófust um mánaðamótin ágúst / september. Akvörðunin um bygginguna er byggð á samþykktum Sambandsstjórnarfundar ISÍ sem haldinn var í Borgarnesi 30. apríl 1988. Strax eftir að framkvæmdir hófust um mánaðamótin heyrðust óánægjuraddir frá einstaka af sam- bandsaðilum ÍSÍ. Nokkur umræða varð um málið í fjölmiðlum. Eitt er víst að mál sem þetta verður ekki leyst í fjölmiðlum. Hins vegar má ljóst vera að óánægjuraddirnar eru byggðar á misskilningi og ef til vill á upplýsinga- skorti. Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ var samþykkt að boða til fræðslu- og kynningarfundar um byggingar- málin í október til að kynna málið enn frekar. i .. 1 :r=] KENNSLUSKÝRSLCIR ÍSÍ- ÚRVINNSLA Grvinnslu starfs- og kennslu- skýrslna er nú lokið. Þar er að finna ýmsan fróðleik varðandi starfið innan íþróttahreyfingarinnar, stærstu fjöldasamtaka á íslandi. Grvinnslan er unnin af Stefáni Konráðssyni. Starfs- og kennsluskýrslurnar verða sendar til héraðs- og sérsambanda á næst- unni. íþróttaiðkendur 1988 Heildarfjöldi íþróttaiðkenda 1988 var 97.370. I stjórnum og nefndum voru 7.662 þannig að iðkendur og stjórnendur voru samtals 105.032. Fjölmennustu íþróttagreinarnar. Innan ÍSÍ eru nú 20 sérsambönd. Knattspyrnan er að venju langstærsta íþróttagreinin. Iðkendur þar eru 21.310. Fimm fjölmennustu íþrótta- greinamar eru: 1. Knattspyma 21.310 2. Skíðaíþróttir 10.476 3. Handknattleikur 10.352 4. Frjálsar íþróttir 9.190 5. Badminton 8.203 íþróttaiðkendur á íslandi - skipt eftir íþróttagreinum. 68

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.